Tímamótafrétt á morgun?

Það verður spennandi að fylgjast með fréttum á morgun. Taka þau Bjarni og Katrín J. ákvörðun um að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður?

Ef af verður væru það merkileg tímamót. Reyndar eru fleiri og fleiri sem sjá það sem góðan kost að þessir tær flokkar hægra megin og vinstra megin við línuna næðu saman.

Það þarf að ná samkomulagi um stóru málin. Rétt sem Bjarni bendir á að mörg mál verða ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil. Það dettur t.d. engum í hug að fara að leggja áherslu á olíuleit. 

Það er engin ástæða að kollvarpa stjórnarskránni.

ESB aðild er ekkert á dagskrá þetta kjörtímabil.

Sjálfstæðisflokkur og VG geta hæglega náð samkomulagi um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál.

Flokkarnir eru sammáa um að efla innviðina.

Sjálftæðismenn verða að fara hægar í skattalækkanir en þeir gerðu ráð fyrir og VG að sama skapi að falla frá miklum skattahækkunum.

Svo verður það spennandi að fylgjast með hvaða flokkur fer með í samstarfið.

Horft frá sjónarhóli Samfylkingar væri það örugglega skynsamlegt að taka þátt í þessari stjórn.Það eru meiri möguleikar fyrir Samfylkinguna heldur en vera í stjórnarandstöðu.


Eftirlitið og landbúnaðarráðuneytið

Um fátt hefur verið meira rætt í dag en brúnu eggin. Það kippust örugglega margir við eftir fréttio í gærkvöldi og kastljósþáttinn. Hvers konar er þetta eiginlega. Ekki vantar hjá okkur fjöldan allan af eftirlitsstofnunum.Það er með ólíkindum að svona starfsemi skuli fá að þrífast ár eftir ár. Fyrirtækið auglýsir vistvæna vöru. Hænurnar áttu að vbera frjálsar úti, en í staðan er uppundir 20 hænum plantað á 1 fermetra. Sáuð þið útlitið á vesalings hænunum.Brúnu eggi voru svo seld 40  dýrari en önnur egg. 

Maður spyr. Hvað með Landbúnaðarráðuneytið? Hvers vegna gerði það ekkert í málinu? Ég hefði nú haldið að þáverandi landbúnaðar ráðherra Sigurður Ingi,sem jafnframt er dýralæknir myndi bregðast við.

Það er ekki skrítið að Framsóknarmenn skuli ekki vilja innfluting á erlendum ferskum vörum ef aðbúnaðurinn er víða svona eins og við sáum.

Það verður að taka hart á þessum málum. Reyndar eru við neytendur best fallnir til þess.Við eigum öll sem eitt að sniðgnga brúnu eggin frá þessu eggjabúi þótt ekki vanti fallega lýsingu á eggjabökkunum.


Slæm staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Hér fyrr á árum var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf með yfburðarstöðu í Reykjavík bæði í þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. Sérstaklega var yfirburðafylgi í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var áratugum saman með meirihluta í Reykjavík og komst hæst með fylgi upp á rúm 60 % í stjórnartíð Davíðs Oddssonar.

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast við að halda fylgi sínu rétt ofan við 20%. Þetta er merkilegt þar sem flokknum gengur mjög vel í nágrannasveitarfélögunum og víða á landsbyggðinni er fylgi Sjálfstæðisflokksins öflugt.

Hvað veldur? Eflaust eru margar skýringar. Ein er örugglega sú að Sjálfstæðisflokkurinn markar sér litla eða enga sérstöðu. Almenningur veit varla hverjir eru fulltrúar flokksins í borgarstjórn, því síður að kjósendur viti um einhvern mun á stefnu flokkanna í borgarstjórn.

Leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er Halldór Halldórsson en hann er jafnframt formaður Samnband íslenskra sveitarfélaga. Það getur á engan hátt verið heppilegt. Það skapar hagsmunaárekstra.

Það sýnir sig í deilunni við kennarar. Hópur kennara kom að kvarta við Dag B. Eggertysson borgarstjóra,sem er jafnframt leiðtogin Vinstri meirihlutans í borginni.

Dagur sagði við kennarana. Ég get ekkert gert. Þið verðið að tala við hann Halldór formann Sambands sveitarfélaga. Hann ræður þessu.

Sem sagtð boltanum varpað yfir á Halldór,sem er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni.

Já,það er ekki von að Sjálfstæðisflokkurinn fái mikið fylgi í Reykjavík,því þetta er ekki eina dæmið um hagsmunaárekstra.


Sigmundur Davíð ?

Merkilegt að allir stjórnmálafokkarnir eru að tala saman nema einn. Allir flokkar hafa gert tilraun til að mynda ríkisstjórn nema einn. Það er lítill áhugi fyrir að fá Frams´pknarflokkinn með í ríkisstjórn. Nú er það svo að í röðum Framsæoknarmanna er margt ágætis fólk og margir þingmenn staðið sig mjög vel. Flestir eru sammála að Sigurður Ingi forsætisráðherra hafi staðið sig vel sem forsætisráðherra. Þingmenn segja að starfsandinn hafi breyst til hins betra eftir að Sigurði Inga tók við af Sigmundin Davíð.

Þá erum við kominn að kjarnanum. Er það virkilega svo að flokkarnir treysti sér ekki til samstarfs við Framsóknarflokkinn á meða Sigmundur Davíð er innanborðs.

Framsóknarflokkurinn er í miklum vanda. Raunverulega er aðeins einn maður sem getur leyst vandann þ.e. Sigmundur Davíð sjálfur. Hann má ekki fórna Framsóknarflokknum fyrir eigin hagsmuni. Besta gjöfin sem Sigmundur Davíð getur gefið flokknum í 100 ára afmælisgjöf er að draga sig allavega tímabundið úr stjórnmálum og hverfa af Alþingi.


Flott hjá Guðna. Ríkisstjórn eða nýjar kosningar.

Það var snjall leikur hjá Guðna forseta að senda alla leiðtogana heim til að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var rétt mat hjá honum á þessari stundu að fela engum einum umboðið. Nú verða leiðtogarnir að gjöra svo vel að sleppa öllum stóru orðunum og yfirlýsingum um að þeir vilji ekki vinna með þesum eða hinum. Það er augljóst eftir það sem á unda er gengið að ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé kjölfestan.

Takist ekki að mynda meirihlutastjórn fyrir áramót er lítið annað að gera en boða til nýrra kosninga í vor.Á meðan situr núverandi ríkisstjórn áfram sem starfsstjórn.

að væri út af fyrir sig gott að fá nýjar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn myndi þá örugglega bæta verulega við sig fylgi.


mbl.is „Snjallt útspil hjá forsetanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn D,V og B er lausnin

Það mistókst hjá Katrínu formanni VG að mynda Vinstri Píratastjórn. Viðreisn og Björt framtíð, sem kenna sig við miðjuna hafa hafnað að vinna til hægri og einnig til vinstri. Það hlýtur því að þurfa að gefa Benedikt og Óttari frí frá frekari viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf. 

Nú vera stjórnmálaflokkarnir að slá af sínum ítrustu kosningaloforðum og nálgast hvor annan.Það liggur á borðinu að eigi að mynda sterka ríkisstjórn sem getur tekið á málum er það Sjálfstæðisflokkur,Framsóknarflokkur og Vinstri græn.

Þessir flokkar eiga að geta náð samkomulagi. Þetta yrði sterk ríkisstjórn.


mbl.is Leggur til D, V og B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Mikið voru það ánægjulegar fréttir sem bárust undir kvöld. Það mistókst að mynda Pírata Vinstri stjórn Við getum óskað hvort öðru til hamingju. Kannski fáum við alvöru stjórn í framhaldinu.

 

 

.


Allt í plati hjá Pírötum

Píratar boðuðu að þeir vildu ný vinnubrögð í pólutíkinniu. Allt átti að vera gagnsætt,spillingi í burtu, kosningaloforð átt að standa, kollvarpa átti stjórnarskránni svo eitthvað sé upptalið.

Píratar sögðust ekki taka þátt í ríkisstjórn sem ekki vildi taka upp algjörlega nýja stjórnarskrá. Kjósa áttb svo að nýju eftir 6-12 mánuði.

Þetta er ófrávíkjanleg krafa okkar sögðu Píratar.

'ofrávíkjanleg krafa okkar er sögðu Píratar að ef þingmaður verður ráðherra segir hann af sér þingmennskui. Grundvallaratriði sögðu Píratar. Við rökum ekki þátt í ríkisstjórn nema þetta sé fyrirkomulagið.

Fyrir nokkrum mánuðum voru Píratar með allt að 40% fylgin í skoðanakönnunum. Smám saman fór fólk að sjá að eithvað væri varasamt að treysta Pírötum til að standa við stóru orðin.

Samt voru það um 15% kjósenda sem létu blekkjast og héldu að Píratar væru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Nú er komið í ljós að helstu stefnumál þeirra voru,allt í plati.

að liggur ekkert á með þessa stjórnarskrá og auðvitað tökum við Píratar þátt í ríkisstjórn þótt þingmaður sé ráðherra.

Ef þið haldið ágætu kjósendur að við Píratar þurfum að standa við stóru orðin er það misskilningur. Við höldum bara fund eða tölvufund og samþykkjum nýja breytta stefnu til að þóknast vinstri flokkunum.

Hvaða máli skiptir þótt einhverjir kjóasendur hafi trúað því að við ætluðum að breyta íslenskum stjórnmálum. 

Auðvitað verðum við að spila sama leikinn og sömu pólutíkina og gömlu flokkarnir. þannig náuum við völdum.

Já Píratar náðu sínu markmiði að blekkja 15 % kjósenda.


Nú reynir á Benedikt og Viðreisn

Það kemur ekki á óvart að vinstra liðið í stjórnarmyndunarviðræðunum skuli boða miklar skattahækkanir. Það eru ær og kýr vinstri manna að hafa skatta nógu háa. Það er í þeirra stefnu aðm taka sem mest af tekjum fólks og láta svo alls konar nefndir og ráð deila því út til að allir hafi það sem verst.Þeir viðurekenna ekki frelsi einstaklingsins til að afla sér tekna og fá að ráða sem mestu um sína peninga án afskipta hins opinbera.

Vinstri flokkarnir boðuðu miklar skattahækkanir fyrir kosningar,þannig að þeir eru ekki að svíkja neitt.

Öðru máli gegnir um Viðreisn. Sá flokkur segist ekki vilja skattahækkanir og talar þar á svipuðum nótum og Sjálfstæðisflokkurinn. Margir af forystumönnum Vireisnar koma úr atvinnulífinu og vita hversu jákvætt það erir lamd og þjóð að einstaklingsfrelsið fái að njóta són.

Nú er á borðinu að Katrín og félagar vilja mikla skattahækkanir. Það verður því fróðlegt að fylgjast með Benedikt og öðrum forystumönnum Viðreisnar. Ætla þau að kyngja skattahækkunum til að geta sest í Visntri Pírata.Stuðningsfólk og kjósendur Viðreisnar voru örugglega ekki að kjósa flokkinn til að fá skattpíningarstefnu VG og Samfylkingar.


Fallinn formaður fjármálaráðherra?

Það eru örugglega margir sem þessa dagana skoða, aftur úrslit Alþingiskosninganna. Það lítur nefnilega út fyrir að Samfylkingihn hafi unnið stóran sigur. Þeir telja að skilaboð kjósenda til sín hafi verið að flokkurinn eigi endilega að taka þátt í næstu ríkisstjórn. Það er því eðlilegt að fólk athugi hvort því hafi missýnst eða misheyrt eitthvað um úrslitin. Getur það verið að flokkur sem fékk rétt 5% atkvæða og þrjá þingmenn telji sig eiga erindi í ríkisstjórn?

Getur verið að Samfylkingin skilji alls ekki skilaboð kjósenda?

Eftir kosningar héldu flestir að Oddný G. Harðardóttir hefði skilið úrslitin. Hún sagði af sér formennsku og sagðist ætla að axla ábyrgð. Hún taldi einnig rétt að Samfylkingin héldi sig utan stjórnar.

En hvað? Nú situr þessi sama Oddný á fundum til að mynda Vinstri Pírata stjórn.

Verður kannski næsta frétt að fallni formaðurinn verði Fjármálaráðherra Íslands?

Það væri svo sem eftir öðru hjá Samfylkingunni og Vinstra Pírata kompaníinu.

Ætlar Viðreisn virkilega að láta þetta ganga yfir þjóðina.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828233

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband