Páll og Ásmundur standa sig vel

Það með ólíkindum hvernig sjávarútvegsráðherra Þorgertður Katrín kemur fram í kjaradeilu sjómanna. Ætlar sjávarútvegsráðherra væntanlega með blessun ríkisstjórnarinnar allrar aað láta deiluna stranda á kröfunni um að sjómenn sitji við sama borð og aðrir hvað varðar dagpeninga og frádrátt þeirra frá skatti.

Samkvæmt því sem komið hefur fram myndi ríkið verða af 400 milljónum árlega í skatttekjur.Það hefur einnig komið fram að tap þjóðarbúsins vegna verkfallsins er um 1 milljarður á dag. Ennfremur hefur það komið fram að nýsamþykktur loðnukvóti skapar þjóðarbúinu 17 milljarða tekjur.

Byrjun Þorgerðar Katrínar í embætti sjávarútvegsráðherra er ömurleg.

Páll Magnússon er formaður atvinnuveganefndar og Ásmundur Friðriksson er varaformaður. Málflutningur þeirra félaga er til fyrirmyndar enda báðir Eyjamenn og vita hvaða þýðingu sjávarútvegurinn hefur fyrir fólkið.

Ætli ríkisstjórnin að klikka í þessu máli verða almennir þingmenn í öllum flokkum að taka til sinna ráða. Það getur ekki gengið lengur að fiskiflotinn sé áfram bundinn við bryggju.

Páll og Ásmundur. Þið hafið örugglega stuðning í ykkar baráttu.


Hvernig væri að gera eitthvað

Auðvitað bera sjómenn og útgerðarmenn ábyrgð á því að leysa deiluna,þannig að þessu hörmungar ástandi linni.

En Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin geta ekki yppt öxlum og látið eins og þeim komi þetta ekkert við.

Ef það er virkilega rétt að lausn í deilunni strandi á því að sjómenn sitji við sama borð og aðrar stéttir hvað varðar dagpeninga þ.e. frádrátt þeirra frá skatti þá er það með öllu óskiljanlegt.

Þorgerður Katrín segir: Engar sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins fyrir sjómenn. Hvernig geta það verið sértækar aðgerðir ef málið snýst um að hafa sama rétt og aðrir hvað varðar frádrátt dagpeninga frá skatti.

Óskiljanlegt.


mbl.is Sjómenn hafna tilboði SFS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ekki sjómenn?

Þegar þingmaður vinnur fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar ráðherra er á ferðum fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar opinber starfsmaður þarf að vinna fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar flugáhafnir vinna fjarri heimili sínu fá þær dagpeninga. 

Ekki þarf að greiða skatt af dagpeningum.

Þegar sjómenn eru að vinna fjarri heimili sínu fá þeir ekki dagpeninga. 

Hvers vegna gilda ekki sömu reglur fyrir sjómenn?


mbl.is „Eins og að pissa í skóinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr flokkur Sigmundar Davíðs?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var í fyrsta þætti Eyjunnar á INN síðasta fimmtudagkvöld. Margt merkilegt kom fram í þeirri umræðu. Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð telur að félagar sínir hafi farið illa með sig. Sigmundur Davíð telur að Framsóknarflokkurinn hefði náð betri árangri undir sinni forystu í síðustu kosningum Þetta er auðvbitað fullyrðing sem aldrei verður hægt að sanna.

Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð og hans stuðningmenn eiga litla samleið með Sigurði Ing núverandi forystumanni og hans félögum.

Það má því segja að það séu tveir armar í Framsóknarflokknum sem stefna í ólíkar áttir. Það kemur því ekki á óvart að Sigmundur Davíð útilokar alls ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Það gætu því hæglega orðið átta flokkar sem næðu mönnum inn á þing í næstu kosningum.


Það er vegatollur til Vestmannaeyja

Öðru hvora blossar upp umræða hvort við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins með því að taka vegatoll. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og þykir sjálfsagður hlutur. Hjá okku eru það Hvalfjarðargöngin og eru mikið notuð þrátt fyrir vegatoll.Ástand vega á Íslandi er almennt slæmt enda gífurleg umferð um arga þeirra. Við erum að fá um 2 milljónir ferðamanna á ári. Það liggur því í augum uppi að álagið er mikið. Við bætast svo flutningur á vörum,sem nánast eingöngu fara fram á vegum landsins.

Sé talað um að taka upp vegatolla rís mikill fjöldi manna upp og mótmælir og segir það ekki koma til greina. Við greiðum þungaskatt og alls kon ar gjöld renna til ríkisins af eldsneytinu. Ef það rynni allt til úrbóta í vegakerfinu þyrfti engan toll. Vissulega rök í málinu.

Í þessu sambandi öllu datt mér í hug að landsmenn sitja ekki allir við sama borð. Vestmannaeyingar sem vilja eða þurfa að fara upp á land þurfa að greiða sinn vegatoll í fargjaldi með Herjólfi. Eyjamenn hafa ekki um neinn skattfrjálsan veg að ræða ætli þeir að ferðast á bíl sínum. Leiðin milli lands og Eyja er þjóðvegurinn. 

Nú þegar þessi umræða um vegatolla fer fram ættu Eyjamenn að láta í sér heyra. Ef ekki má leggja á vegatolla hljóta Eyjamenn að krefjast þess að gjaldfrjálst verði með Herjólfi milli lands og Eyja. Það er myndarlegur bílafloti í Eyjum og eigendur þeirra borga af þeim gjöld eins og aðrir.

Sem sagt eigi allt að vera óbreytt á þjóðvegurinn milli land og Eyja að vera án nokkurrar sérstakrar gjaldtöku.


Kjarkleysi eykur fylgi hjá VG

Ótrúlegt að VG skuli nú mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn.Merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna Katrínu og VG fyrir að hafa sýnt algjört kjarkleysi eftir síðustu kosningar. VG átti möguleika að myndan ríkisstjórn til vinstri og einnig að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.VG brást gjörsamlega og þorði ekki að taka ábyrgðina á því að setjast í ríkisstjórn.Hingað til hefur það verið trú manna að stjórnmálaflokkar legðu áherslu á að komast í ríkisstjórn til að koma sínum málum fram og til að hafa áhrif í stjórn landsins. Ekki VG. Þau vilja áfram vera nöldur flokkur og þykjast allt geta þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu en bregst svo gjörsamlega þegar hann á alla möguleika á að komast í ríkisstjórn.

Það er merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna þennan kjarklausa flokk með því að gefa VG atkvæði sitt.


mbl.is Vinstri græn mælast stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Feb. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband