Það er vegatollur til Vestmannaeyja

Öðru hvora blossar upp umræða hvort við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins með því að taka vegatoll. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og þykir sjálfsagður hlutur. Hjá okku eru það Hvalfjarðargöngin og eru mikið notuð þrátt fyrir vegatoll.Ástand vega á Íslandi er almennt slæmt enda gífurleg umferð um arga þeirra. Við erum að fá um 2 milljónir ferðamanna á ári. Það liggur því í augum uppi að álagið er mikið. Við bætast svo flutningur á vörum,sem nánast eingöngu fara fram á vegum landsins.

Sé talað um að taka upp vegatolla rís mikill fjöldi manna upp og mótmælir og segir það ekki koma til greina. Við greiðum þungaskatt og alls kon ar gjöld renna til ríkisins af eldsneytinu. Ef það rynni allt til úrbóta í vegakerfinu þyrfti engan toll. Vissulega rök í málinu.

Í þessu sambandi öllu datt mér í hug að landsmenn sitja ekki allir við sama borð. Vestmannaeyingar sem vilja eða þurfa að fara upp á land þurfa að greiða sinn vegatoll í fargjaldi með Herjólfi. Eyjamenn hafa ekki um neinn skattfrjálsan veg að ræða ætli þeir að ferðast á bíl sínum. Leiðin milli lands og Eyja er þjóðvegurinn. 

Nú þegar þessi umræða um vegatolla fer fram ættu Eyjamenn að láta í sér heyra. Ef ekki má leggja á vegatolla hljóta Eyjamenn að krefjast þess að gjaldfrjálst verði með Herjólfi milli lands og Eyja. Það er myndarlegur bílafloti í Eyjum og eigendur þeirra borga af þeim gjöld eins og aðrir.

Sem sagt eigi allt að vera óbreytt á þjóðvegurinn milli land og Eyja að vera án nokkurrar sérstakrar gjaldtöku.


Bloggfærslur 10. febrúar 2017

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband