Gott að geyma Jóhönnu heima.

Loksins,loksins, virðast menn vera að gera sér grein fyrir að rétt sé að ráðherrar ræði við kollega sína hjá erlendum þjóðum. Það er af hinu góða að Steingrímur J. fari út og skýri út sjónarmið okkar Íslendinga. Ég hef allavega þá trú á Steingrími J. að hann geti haldið þokkalæega á okkar málstað.

Miðað við það sem er á undan gengið held ég það sé mjög farsælt að Jóhanna verkstjóri og formaður Samfylkingarinnar sé geymd hérna heima. Það eru nefnilega ekki miklar líkur á því að hún myndi gera þjóðinni mikið gagn á erlendri grundu.

Lítið fannst mér Össur utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar taka undir skoðun Ingibjargar Sólrúnar að nú bæri að mynda þverpólitíska nefnd til að ræða við Breta og Hollendinga um nýtt samkomulag.

Það er eins og valdið hafi stigð Jóhönnu og Össuri svo til höfuðs að þau telja enga þörf að ná skynsamlegri samstöðu meðal þjóðarinnar í þessu máli.


mbl.is Steingrímur fundar á Norðurlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það væri hreinn skandall að hún færi úr landi að tala við ráðandimenn.þyrfti að loka fyrir síman hjá henni til útlanda.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.1.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828244

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband