Indriði vinstri hönd fjármálaráðherra og Björn Valur þingmaður VG skaða málstað Íslands.

Fáir skilja hvers vegna í óskupunum Steingrímur J. er að drattast með Indraða Þorláksson,sem komin er á eftirlaun, sem aðstoðarmann sinn. Af og til er Indriði sífellt að gera einhverjar bommertur sem eingöngu skaða málstað okkar Íslendinga.

Nú þegar samstaða var að nást hér milli stjórnmálaflokkanna hvernig við ættum sameiginlega að mæta Bretum og Hollendingum kemur Indriði fram á sviðið og reynir að eyðileggja allt. Það er eins og honum sé í mun að draga taum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.

Indriði dregur fram pappíra og lætur líta út fyrir að aðeins hafi átt eftir að skrifa undir,þannig að þeir tækju gildi. Þessir pappírar höfðu ekki verið ræddir af ráðherrum eða Alþingi og höfðu því ekkert gildi eins og Ingibjörg Sólrún orðar það.

Fréttastofa RUV fjallar svo um málið eins og að allt hefði verið klárt og klappað, en þessi blessaði Indriði hefði svo reddarð öllu ásamt Svavari Gestssyni og búið til nýjan og mun betri samning.

Björn Valur ófriðarsinni kemur svo fram með sterkar yfirlýsingar gagnvart ríkisstjórn og þingmönnum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Maður spyr, ætla núverandi þingmenn og ráðherrar Samfylkingar að taka þessu þegjandi.

Og enn furðulegra er að Steingrímur J. formaður VG skuli leggja blessun sína yfir málflutning Indriða og væntanlega tekur hann undir gífuryrði Björns Vals.

Það er óskiljanlegt hvað þessum Indriða og gaspraranum Birni Vali gengur til. Þeir eru allavega ekki að hugsa um að gæta hagsmuna Íslendinga,svo mikið er víst.


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þessar innbyrðis deilur eru makalausar. Hvernig sem á er litið

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.2.2010 kl. 10:47

2 identicon

Mikið yrði eg þakklatur ef þessir 2 Indriði og Bjorn Valur kæmu ser til  Siberiu eða eitthvað enn lengra Skallapopparin fær ekki morg atkvæði ut a þessa tvo rugluhala

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 15:54

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Töfin á Icesave í boði stjórnarandstöðunnar hefur kostað okkur 250-375 milljarða!

Auðun Gíslason, 11.2.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Síðan 1. september!

Auðun Gíslason, 11.2.2010 kl. 21:11

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta skaðar ekki málflutning Íslendinga, þetta flettir ofan af hræsni Sjálfstæðisflokksins og eini skaðinn (ef skaða skyldi kalla) væri ef þeir færu í fýlu yfir því að flett hafi verið ofan af þeim.

Er fólk svo einfalt að halda að bretar hefðu ekki dregið þetta upp úr pússi sínu ef málið rataði einhverveginn, fyrir Þórs náð, fyrir dómstóla?

Hvorki utanríkismálanefnd né alþingi fengu veður af þessu! Hugsaðu þér nú ef núverandi ríkisstjórn hegðaði sér svona.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.2.2010 kl. 21:34

6 Smámynd: Elle_

Töfin á Icesave í boði stjórnarandstöðunnar hefur kostað okkur 250-375 milljarða!

Hvaða töf???  Okkur kemur Icesave bara ekki nokkurn skapaðan hlut við og viltu ekki fara að skilja það?

Er fólk svo einfalt að halda að bretar hefðu ekki dregið þetta upp úr pússi sínu ef málið rataði einhverveginn, fyrir Þórs náð, fyrir dómstóla?

Og það hefði bara ekki skipt neinu einasta máli þó Breta-kúgarar hefðu dregið lagalega dautt plagg upp úr pússi sínu.   Ætli fólk sé ekki bara einfalt að halda að ómerkir minnismiðar og plögg utan úr bæ hafi lagalegt gildi???

Hugsaðu þér nú ef núverandi ríkisstjórn hegðaði sér svona.

Þetta er auðvitað brandari vetursins. 

Elle_, 11.2.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828218

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband