Hvers vegna vill Steingrímur J. ekki að við sýnum samstöðu?

YfirlýsingarSteingríms J.og Jóhönnu um aðþau ætli að sniðganga þjóðaratkvæðaggreiðsluna og sitja heima eru svo forkastanlegar að um einsdæmi hlýtur að vera meðal siðmenntaðra þjóða.

Þetta eru forystumenn þeirra flokka sem talað hafa hvað mest um að færa ætti valdið til fólksins með íbúalýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum. Þegar svo kemur að atkvæðagreiðslu ætlaþau að sniðganga hana.

Margir fögnuðu því þegar stjórnmálaflokkarnir náðu allir samkomulagi um að standa sameiginlega í baráttunni við Breta og Hollendinga um að ná fram skynsamlegum samningi.

Í framhaldinu hafa Bretar og Hollendingar verið tilbúnir að slaka á.

Hvers vegna vill Steingrímur J.núna rjúfa samstöðuna. Fyrst þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram hlýtur það að vera grundvallaratriði að þátttaka verði mjög góð og að niðurstaðan verði eitt allsherjar NEI.

Í öllum viðræðunum og gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslunni voru ekki neinar kröfur um að kosningin ætti að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. Aðalatriðið væri að þjóðin gæti staðið saman gegn Bretum og Hollendingum.

Það er því hreint og beint óskiljanlegt hvers vegna Steingrímur J. og Jóhanna ætla nú hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna og reyna að hafa þau áhrif að sem flestir sitji heima.

Halda þau virkilega að það verði til framdráttar hagsmunum Íslands ef þátttaka í kosningunum verður vel innan við 50%. Halda þau virkilega að það verði sterk skilaboðtil Breta og Hollendinga.

Fyrst Jóhanna og Steingrímur J.vilja stilla málinu svona upp verða þau að taka afleiðingunum. Verði kosningaþátttakameiri en 70% og niðurstaðan verði afgerandi NEI eiga þau engan annan kost á mánudaginn og banka uppá hjá forsetanum á Bessastöðum og biðjast lausnar.

Það var ekki ætlun stjórnarandstöðunnar eða nokkurs manns að stilla málinu svomna upp. Það hafa Jóhanna og Steingrímur J. gert sjálf. Þau hafa nú endanlega sýnt þaðí verki aðþau eru ekki fær um að veita íslensku þjóðinni forystu til að hvetja þjóðina tilsamstöðu geegn yfirgangi Breta og Hollendinga.

Mætum á kjörstað og kjósum NEI.

 


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Samstöðu um hvað?

Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2010 kl. 17:36

2 identicon

Hvaða afstöðu sem fólk hefur varðandi Icesave þá getur varla neinn kosið Já. þar sem það er að öllum líkindum betri samningur í boði. Sem að mínu mati gerir þessar kosningar gjörsamlega tilganglausar, þannig að venjulegt fólk sem veit að þessar kosningar snúast bara um eina löggjöf (ekki hvort við borgum)  og er ekki blóðheit og biturt út í stjórnina einfaldlega sniðgengur hana. Persónulega ætla ég að mæta og nýta minn lýðræðislega rétt til að kjósa, og mun skila inn auðu.

Ég er enginn aðdáandi þessara stjórnar en þessi dramaskrif um að tengja líf þessara stjórnar við útkomu kosninga er barnaleg óskhyggja. 

Tryggvi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 18:53

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég vona svo sannarlega að umheimurinn sjái að þegnar lítils eyríkis norður í ballarhafi hafi engann áhuga á að láta gamlar nýlenduþjóðir stjórna sér og kúga.

Tel mig vera hóflega bjartsýnan er ég segi að þegar við höfnum þessum samningum þá komi nýlendunýðingarnir gömlu til með að lúffa og restin af heiminum fylki sér með okkur og hafnar svona nauðung að ríki egi að ábyrgjast gjörðir fámennrar klíku sem hefur ekkert vit á fjármálum.

Menn geta sagt hvað þeir vilja um orð mín hér en ég er skuldlaus gagnvart þessum erlendu ríkjum og er ekki einusinni með körfulán. Ef ríkisstjórnin vill ábyrgjast að þessar kröfur verði borgaðar þá skulu ríkisstjórnarflokkarnir greiða þessa skuld sjálfir og láta mig vera.

Stjórnarskráin bannar að aukið sé á skatta til að borga fyrir eitthvað sem varð áður en til skattahækkananna kom. Ríkið er því að margbrjóta á þegnum þessa lands og stjórnarskrá.

KVeðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2010 kl. 19:53

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Samstöðu um að vera Íslendingur Eiður!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband