Flott hjá Vilhjálmi.

Einum skemmtilegasta sjóvarpsins í vetur lauk í kvöld. Garðbæingar sigruðu með stæl í Útsvarinu. Lið þeirra hefur hreint og beint verið ótrúlega öruggt og sterkt.

Athygli vakti að Vilhjálmur Bjarnason sagði nei takk við verðlaununum sem voru gjafabréf frá Iceland Express.

Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart því Vilhjálmur hefur verið einn helsti baráttumaður litla mannsins gegn hinum svokölluðu auðmönnum og útrásarvíkingu.

Vilhjálmur hefur sagt að þessir aðilar hafi rænt bankana innanfrá.

Það er því skiljanlegt að hann taki ekki við gjöfum frá þessum aðilum, sem rústuðu Íslandi.


mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Vilhjálmur sýndi að hann meinar það sem hann segir og stendur 100% við yfirlýsingar sínar, bara að Ísland ætti fleiri svona menn. En í alvöru hver vill fljúga í boði manns eins og Pálma sem kom landinu á hausinn með græðgi sinni ?

Skarfurinn, 9.4.2010 kl. 21:34

2 identicon

Þetta er ,,statement'' frá Vilhjálmi sem margir íslendingar mættu taka sér til eftirbreytni! Hver kom heim úr Bónus seinnipartinn í dag?

Hver fór og keypti sér Coca Cola? Hver stökk til og pantaði sér far með Iceland Express á síðastliðnum vikum í massívri auglýsingaherferð þeirra?

Við erum að horfa uppá að þessir drengir náðu að hreinsa sitt ,,persónulega borð'' fyrir hrun, með því að skipa starfsmönnum bankanna að gera hitt, eða þetta, þannig að þeirra eigin kennitala væri hrein!Undanfarin ár hafa sömu ,,drengir'' beitt fjölmiðlum í eigin eigu til að fegra ímynd sína og þeirra félaga sem skilanenfndir bankanna eru að færa þeim tilbaka, þá aðalega skilanefnd Landsbanka og KB!

Hvenær ætlar fólk að vakna?  Er þetta ekki að verða komið gott?

Elías Bj (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Hamarinn

Elias.

Hvar á að versla í matinn?

Hamarinn, 9.4.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Vilhjálmur, þetta var frábært hjá þér, og við erum stolt af þér, enn og aftur!

Stefán Lárus Pálsson, 9.4.2010 kl. 22:20

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þvílíkt flottur hann Vilhjálmur..von okkar hins venjulega manns!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.4.2010 kl. 22:34

6 identicon

Ég  frekar vinstrisinnaður maðurinn,er stoltur af honum Vilhjálmi,bara flott hjá honum.

Númi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 23:04

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Auðvitað þarfr að verða þjóðarvakning,þannig að við hættum að styðja þetta fólk sem setti okkur á hausinn.

Neytendasamtökin og verkalýðshreyfingin ætti að birta lista með nöfnum þeirra fyrirtækja sem enn er stjórnað af fólkinu semsetti landið á hausinn.

Sigurður Jónsson, 9.4.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband