Afsökun og siðareglur hjá Framsókn. Kominn tími til.

Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar njóta lítils trausts eftir að sem á undan er gengið.

Í hugum margra skipar Framsóknarflokkurinn efsta sætið þegar rætt er um spillingu og annað í þeim dúr.

Það var því komin tími til að Framsóknarflokkurinn bæðist afsökunar og setti sér einhverjar siðareglur.

Kannski á Framsóknarflokkurinn einhvern tímann í framtíðinni eftir að verða ágætur stjórnmálaflokkur.


mbl.is Framsókn setur sér siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef þeir reka Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson úr flokknum er ég nokkuð bjartsýnn að hann rétti úr kútnum.

Finnur Bárðarson, 24.4.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Sigurður enn sjálfstæðisflokkurinn?ER hann ekki aðal sukkflokkurinn undanfarin ár?hverjir hafa haft lang mestan þingmeirihluta,og ráðið því sem því sem þeir hfa viljað ráða?Eru það ekki þeir? Jú Sigurður minn það eru þeir,enn ég veit líka hverjir hafa verið aðal hækja Sjálfstæðis manna undanfarin ár.Það er Frammsóknarflokkurinn,enda geldur hann fyrir það núna.

Þórarinn Baldursson, 24.4.2010 kl. 19:31

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Nú hafa bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafið endurreisn með miklum sóma. Hvað með Samfylkinguna. Jóhanna var ein fjögurra í n.k. ráðherraráði sem hafði efnahagsmál á sinni könnu í stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hin þrjú, Geir, Árni Matt og Ingibjörg hafa stigið niður en Jóhanna lætur eins og hún geti skammað ráðherraefni annarra flokka fyrir andvaraleysi og spillingu í efnahagsmálum. Kastað steini úr glerhúsi.

Ingibjörg og Össur tóku sér ráðherraræði Viðskiptaráðherra síns og Össur var ekki einu sinni varaformaður. Svo þykjast þau geta drullað yfir aðra flokka og þennan Viðskiptaráðherra sem greinilega var úti að aka. Þá eru ónefndir aðilar eins og Steinunn Valdís og Árni Páll. Hvað þá þetta styrkjamál Samfylkingar á mörgum kennitölum. Heppin er Samfylkingin hvað blaðamenn eru blindir á aðra en Sjálfstæðismenn og Framsókn. Hvenær dregur Samfylkingin höfuðið upp úr afneituninni um eigin slóðaskap?

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geta nú farið að gefa í, tiltektin hjá þeim er nokkuð vel á veg komin og þessir flokkar geta skilið Samfylkinguna eftir í rykinu fyrir aftan sig. VG eru of uppteknir við öfgahyggjuna á gagnstæðum pól og gætu setið fyrir svörum Rannsóknarnefndar innan fárra ára ef þeir halda áfram nú sem fyrr ásamt Samfylkingunni. Grasrótin er nefnilega vöknuð og áttar sig á að það að greiða flokki atkvæði sitt þurfi ekki að þýða að flokkarnir megi hafa frjálsar hendur með það í fjögur ár.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.4.2010 kl. 20:32

4 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þetta er farið að líta út eins og lélegt leikrit,flokkaforystan ( leikstjórarnir) eru að vinna á fullu í því hvað þarf til að þessi lýður í landinu hætti að bögga þá,segjast iðrast,skammast sín,axla ábyrgð,vilja bæta sig...ÞEIR SKAMMAST SÍN EKKERT,ERU BARA AÐ FIKRA SIG ÁFRAM FEGRA OG LÁGMARKA SKAÐANN FYRIR FLOKKINN.

Friðrik Jónsson, 25.4.2010 kl. 11:35

5 Smámynd: Dexter Morgan

Ef að flokkar eins og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkinginn fá syndaaflausn hjá þjóðinni, þá erum við verr stödd en svartsýnustu menn hafa spáð. Og ég segi það bara hérna; hreint út, ef þessir flokkar ná svipuðu fylgi og áður, þá er íslenska þjóninn FÁBJÁNAR, (en því neita ég trúa fyrr en á reynir).

Dexter Morgan, 25.4.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband