Segja Jón Ásgeir hafa svikið 258 000 000 000 milljónir úr bankanum.

Engin takmörk virðast fyrir þeim upphæðum sem bankamennirnir og útrásarvíkingarnar hafa svikið út og notað í sína þágu. Skilanefnd Glitnis hefur nú höfðað mál gegn Jóni Ásgeiri fyrir að hafa svikið úr bankanum 258 milljarða króna.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða afsakanir Jón Ásgeir notar nú, því eins og alþjóð veit hefur hann aldrei gert neitt af sér heldur hugsar sífellt um hag almennings á Íslandi.

Þetta eru engin smá svik sem Jón Ásgeir er grunaður um.Það lætur nærri að þetta sé um milljón á hvern einasta Íslending.

Við verðum endilega að hjálpa Jóni Ásgeiri og versla í Bónus.

 


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

hvernig var með 940 milljarðana??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.5.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Svavar

Skilanefndinni sótti það mál sem er auðveldast að sanna og þyngsta refsing er veitt fyrir. USA er lítið fyrir að hlífa glæpamönnum. Það verður glæsilegt þegar þeir verða eftirlýstir á FBI og Interpol, eftir að búið er að gefa út handtökuskipun í USA. Framseldir beint frá UK til USA One way ticket.

Svavar, 12.5.2010 kl. 01:01

3 identicon

ja þeir beigja sig örugglega ekki eftir sápunni þarna í usa,fátt um vini þar í dómkerfinu..annars er flott að endurskoðendaskrifstofu var líka stefnt.

árni (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 02:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Við verðum endilega að hjálpa Jóni Ásgeiri og versla í Bónus."

Meinarðu svo hann geti endurgreitt þetta eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2010 kl. 02:15

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var þetta ekki maðurinn sem sagði:"Stærsta bankarán Íslandsögunnar", þegar Glitnir var tekinn yfir af Seðlabankanum og átti þar við Davíð Oddsson.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2010 kl. 08:38

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú það var einmitt hann. Bankaræningjar reyna allt!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 08:43

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Guðmundur. Mér finnst alveg furðulegt að almenningur skuli endalaust styðja við bakið á Jóni Ásgeiri með því t.d. að versla í Bónus.

Sigurður Jónsson, 12.5.2010 kl. 09:32

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sigurður. Meðan Bónus er með lægsta verðið, með illu eða góðu, þá fer fólk þangað. Það er ekki að velta fyrir sér að það þarf að borga þetta margfalt til baka:(:(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 09:34

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kannski það breytist núna, hver veit.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband