Fær fjórflokkurinn fyrir ferðina um land allt?

Fétt hefur komið manni eins á óvart í skoðanakönnunum eins og frétt stöðvar 2 í kvöld um nýjustu niðurstöðuna í borgarstjórnarkosningunum. Niðurlæging fjórflokksins er algjör.Það liggur alveg ljóst fyrir að nýr meirihluti verður myndaðurt í borginni. Maður spyr sig, er algjör uppstokkun framundan á Íslandi. Fjórflokkurinn hefur verið ansi lífseigur í gegnum tíðina,þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að brjóta niður.

Þessi skoðanakönnun er rosalega merkileg,því það er aðeins vika til kosninga.Það er einnig merkilegt að framboð vítt og breitt um landið sem ekki eru undir bókstöfum gömlu flokkanna fá meira fylgi en oftast áður.

Er að verða allsherjar mótmæli gegn gömlu flokkunum,ekki bara Sjálfstæðisflokknum og Framsókn heldur öllu gamla genginu.

Ég hreinlega velti fyrir mér hefur þessi bylgja áhrif í sveitarfélagi eins og mínu Garðinum. Munu kjósendur hér refsa D-listanum eða tekst mönnum að einskorða baráttuna við innansveitarmálin.Það er spurning sem ekki fæst svarða fyrr en í lok dags 29.maí n.k.

Munu þessi hreyfing gegn fjórflokknum hafa þau áhrif að fólk vill alls ekki kjósa lista þar sem þingmaður Samfylkingarinnar skipar 4.sætið og þar með baráttusætið.Það kemur líka í ljós.

Aðeins eott framboð í Garðinum er ekki beintengt stjórnmálaflokki. Tekst þessu nýja framboði L-listanum að notfæra sér þá stemningu semer í þjóðfélaginu gegn gömlu stjórnmálaflokkunum. Það kemur í ljós eftir rúma viku.

Eitt er víst að það er mun meiri hreyfing og breytingar í mörgum sveitarfélögum heldur en við höfum áður séð. Spennandi kosningar framundan og sennilega mikið um óvænt úrslit.

 


mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hversvegna kemur þetta þér á óvart?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2010 kl. 22:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir með Guðbirni, hvers vegna kemur þetta einhverjum á óvart? Ástand Íslenskra klíku-stjórnmála breytist ekki án breytinga?

Íslendingar eru of hræddir við nýjungar og breytingar. Það gamla er gott með heiðarlegri stefnu, en ekki án nýjunga og framsýni. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: Dexter Morgan

Já, betra ef satt væri. Það vildi ég óska að BESTA FLOKKNUM gengi það vel í Reykjavík (helst 9-10 manns inni) að í kjölfarið verði honum komið á koppinn á landsvísu fyrir næstu alþingiskosningar. Og strax eftir þær kosningar GÆTUM við hafið endurreisnina, með BESTA-FLOKKINN í hreinum meirihluta á alþingi...

Dexter Morgan, 21.5.2010 kl. 23:05

4 identicon

Segi hér það sem ég hef áður sagt:

Ég tel að eitt af því sem hinum almenna kjósanda ofbýður algjörlega er að fólk sem uppvíst hefur verið að því að þiggja stórar upphæðir í "styrki" úr peningabólunni ... peninga sem í raun voru aldrei til og falla bara á almenning sem skattar og skert lífskjör ... skuli ekki sjá sóma sinn í að víkja úr opinberum ábyrgðarstöðum þrátt fyrir að hafa algjörlega fyrirgert trausti sínu.

Þetta fólk ætlar sér ekki að virða lýðræðið, vilja almennings eða hag heildarinnar. Þetta fólk hugsar bara um sjálft sig og það fer heldur betur í taugarnar á fólki.

Og ein af stóru ástæðunum fyrir því að Besti flokkurinn er að fá meirihluta í Reykjavík er að fólk er að refsa fjórflokknum fyrir að hafa ekki dug í sér til að losa okkur við þetta fólk.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 02:33

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Eins og málum er háttað þá kemur okkur landsbyggðarfólki ekkert við hver fer með stjórn í Reykjavík.  Það eru Reykvíkingar, bæði vitrir og vitlausir sem því stjórna. 

Það er svo spurning hvort ójarðtengdum   borgarbúum er treystandi til að velja í stjórn höfuðborgar okkar Íslendinga allra.  Sveitarfélög eru eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að stjórna af festu og skinsemi.  En skinsemi og festa sýnist ekki vera mjög hátt skrifuð í dag. 

   

 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband