Kjósendur segja að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eiga að fá ráðningu fyrir hrunið.

Einhver mestu tíðindi í stjórnmálum lengi er niðurstaða skoðanakönnunar í Reykjavík, þar sem Besti flokkurinn nær hreinum meirihluta og Jón Gnarr verður næsti boirgarstjóri gangi þetta eftir í kosningum.

þessi niðurstaða er einnig merkileg í ljósi þess að kjósendur eru alls ekki óánægðir með Hönnu Birnu,sem borgarstjóra.

Það er alveg greinilega að reiði kjósenda gagnvart Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og að hluta til einnig Framsókn og Vinstri grænum er nú að brjótast fram. Kjósendur vilja refsa þessum flokkum þótt það sé í sveitarstjórnarkosningum.

Auðvitað er það kannski ekki sanngjarnt að framboðum í svitarstjórnum sé refsað,en kjósendur líta svo á að með því að hafna D listum og S listum séu þeir að senda skýr skilaboð til þessara flokka um nauðsyn uppstokkunar og breyttra vinnubragða.

Svona niðurstaða eins og í Reykjavík smitar útv í önnur sveitarfélög. Ég var með mjög mikla bjartsýnisspá fyrir D-listann í Garðinum þ.e. að framboðið næði örugglega meirihluta. Nú þegar aðeins vika er til kosninga og miðað við hvernig kjósendur vilja nota þessar kosningar til að refsa Sjálfstæðisflokknum verð ég að endurskoða spá mín um stórsigur D-listans í Garði. Nú er ég ekki eins sannfærður og tel reyndar að það séu alls ekki nema 3 menn öruggir og baráttan verði því um hvort D-listanum tekst að ná inn 4 manninum. Eins og ég sagði áðan er það kannski ekki sanngjarnt að blanda sveitarstjíornarmálunum inní hrunið og allt það. En kjósendur líta svo á að þessar kosningar séu tækifærið til aðláta í ljós skoð'un sína á vinnubrögðum fjórflokkana síðustu árin.


mbl.is Vopnlausir stjórnmálaflokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru ekki nógu þroskaðir, til að hafa lýðræði....virðist vanta "Skúla Fógeta".... :-/

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Spillingin er langsamlega mest í borgarstjórn Reykjavíkur það sér hver maður sem les Rannsóknarskýrslu alþingis að stærstu styrkþegarnir koma þaðan.

 Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þau Hanna og Dagur eru  fremst meðal jafningja á þessu sviði.

Sigurður Þórðarson, 22.5.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég er ansi hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar í Reykjanesbæ, vegna þess sem undan er gengið.kv

þorvaldur Hermannsson, 22.5.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband