Það skiptir máli hver stjórnar sveitarfélaginu.

Eflaust hafa einhverjir fengið létt áfall þegar þeir sáu forsíðu Moggans í dag. Enn er fylgi Besta flokksins alveg hreint ótrúlega mikið í Reykjavík og verður þaðörugglega í kosningunum. Nú er Reykjavík stærsta fyrirtæki landsins,þannig að það skiptir ansi miklu máli að hæfir einstaklingar veljist til forystu. Það eru örugglega ekki þeir hagsmunir sem ráð ætli kjósendur að taka þá ákvörðun að hafna Hönnu Birnu og félögum, heldur eru kjósendur að refsa fjórflokknum. Spurning hvort það er ekki ansi mikil áhætta að ætla að fela Besta flokknum þá ábyrgð að stjórna Reykjavík næstu fjögur árin.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort Sjálfstæðismönnum í Eyjum tekst að halda sínum meirihluta. Elliði bæjarstjóri hefur staðið sig mjög vel og rekstur sveitarfélagsins er í blóma. Þar á bæ hafa menn farið sér hægt í allri góðærisvitleysunni og standa því mjög vel. Ég held að Vestmannaeyjar hljóti að vera eitt al öruggasta vígi Sjálfstæðisflokksins.

Í Reykjanesbæ verða úrtslitin aftur ámóti tvísýn. Mjög hart er sótt aðÁrna Sigfússyni og félögum. Auðvitað er fjárhagsstaða bæjarins slæm því allt hefur verið á fullu. Reyndar vær það með ólíkindum ef kjósendur ætla að koma Vinstri mönnum þar til valda. Vinstri grænir í ríkisstjórn hafa gert allt til þess að setja lappirnar fyrir alla atvinnuuppbyggingu.Ég held að kjósendur muni sjá að besti kosturinn er að fela Árna og félögum á D-listanum áfram meirihlutastjórn.

Í Garðinum er barist hart. D-listinn leggur allt undir til að ná hreinum meirihluta. Það er mikil kraftur í ksoningastarfinu og spurning hvort það skilarv tilætluðum árangri. Reyndar held ég að það hafi verið röng ákvörðun að brjóta hefðina í Garðinum og byrja nú á því að taka upp beintengingu við Sjálfstæðisflokkinn og nota D. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur boðið fram undir eigin bókstaf fyrr í Garðinum.

Ég held að það sé nokkuð öruggt að listi Oddnýjar Samfylkingarþingmanns heldur ekki sínum meirihluta. Spurningin er hvað nýju framboði L-lista allra Garðbúa tekst. Á listanum er fólk sem hafnar flokkapólitík D-listans,en á listanum eru örugglega þó nokkrir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins.

Garðurinn hagnaðist vel á því að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Vaxtatekjurnar eru að bjarga rekstri bæjarins. Ef Garðurinn hefði ekki þessar vaxtatekjur væri reksturinn rekinn með verulegu tapi. Það skiptir því miklu máli að ekki sé hróflað við framtíðarsjónum,því þá er voðinn vís.

Það er því spurningin hverjum kjósendur í Garðinum treysta best til þess að halda vel á málum án þess að draga upp fallega glansmynd um allt það sem menn vilja gera. Það er ekki raunhæft nema menn ætli að fórna framtíðarsjóði sveitarfélagsins.

Það skiptir ansi miklu máli hverjir fara með stjórn sveitarfélags. En það eru kjósnedur í öllum sveitarfélögum landsins sem taka ákvörðina.

Spurning hér í Garði hvort L-listanum tekst að komast í oddaaðstöðu.

 


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef nú mestan áhuga á Reykjavík. Nú kemur það í ljós hvort kjósendur átti sig á þeirri snilld Hönnu Birnu sem birtist í vinnubrögðum hennar gegn Ólafi F.

Á ég að trúa því að fólki finnist það í himnalagi að styðja slíkan viðbjóð í pólitískum og mannlegum óheilindum að ekki verður gengið lengra?

Mér þætti ég ekki segja góða sögu af mér ef ég lýsti yfir stuðningi við slíka persónu.

Ég hef engan sjálfstæðismann séð eða heyrt lýsa því yfir að hann muni styðja D listann en strika yfir nafn Hönnu Birnu. Það þætti mér lágmark.

Árni Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 13:30

2 identicon

Persónulega tel ég Besta flokkinn alveg jafn hæfann og aðra flokka til forystu í Reykjavík. Eftir að hafa hlýtt á formann flokksins, Jón Gnarr, tel ég að þeim sé fúlasta alvara, þau eru einungis að reyna að setja þetta fram á sem skemmtilegastan hátt til að ná til sem flestra.

Það sem mér fannst mikilvægast í málflutningi þeirra var einnig það að þeir lögðu áherslu á að fá fagfólk, þ.e. fólk sem hefur vit á því sem það er að gera, hefur sérþekkingu á ákveðnu sviði, til að hjálpa sér að finna BESTU lausnina á vandamálinu, en ekki finna ÞEIRRA hugmynd farveg, svo að ef vel fer geti þeir, svo að ég ýki aðeins til áhersluauka, baðað sig í dýrðarljóma eigin ágætis.

Leikarar, læknar eða hvað annað sem er...allt þetta fólk er hæft til forystu í borgarstjórn, svo lengi sem það er tilbúið til að leggja allt á sig til að gera borgina að betri stað og hefur vit á því að hlusta á alvöru fagfólk og fara eftir ráðum þeirra. Til dæmis er í raun hverjum sem er treystandi til að reka bifvélaverkstæði svo lengi sem þeir hafa metnað til þess og hafa vit á því að fá til sín lærða bifvélavirkja til að gera við bílana en reyni ekki að gera það einir og óstuddir.
- Marta Egilsdóttir

Marta Egilsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband