Er bara í lagi að almenningur tapi?

Hefði hæstaréttadómur fallið fjármálastofnunum í vil hef ég ekki trú á að stjórnvöld hefðu rokið upp til handa og fóta til bjargar almenningi. Nú virðist eiga að vinna að því að útþynna dóm hæstaréttar eins og hægt er, þnnig að almenningur hagnist nú alls ekki.

Það er svo sannarlega hægt að taka undir með Þór Saari að ekkert hefur breyst. Við erum enn stödd á gamla Íslandi, þar sem ríkisvaldið telur það skyldu sína að gæta  hagsmuna fjármálastofnana og fjármagnseigenda.Látum bara almenning borga brúsann.

Fjármálastofnanir voru með lánastarfsemi okkur til handa sem ekki stóðust lög. Við eigum heimtingu á að dómur Hæstaréttar standi,þótt það þýði skell fyrir fjármögnunarfyrirtæki og banka.

Nú reynir á það hvaða stjórnmálamenn og flokkar ætla að standa með almenningi.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Èg er skuldlaus sparifjáreigandi/fjármagnseigandi er ég ekki allmenningur?

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:12

2 identicon

Ragnar, þú tilheyrir litlum minnihluta þjóðarinnar, við öll þurftum að bjarga þínum innistæðum í formi hærri skatta og skertri þjónustu. Við borgum okur vexti af okkar lánum til að þú fáir góða ávöxtun á þínu fé. Þú nýtur forgangs hjá fjórflokknum, til hamingju með það.

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já Ragnar við erum að greiða fyrir það að hafa bjargað sparifé þínu með hærri sköttum og óhagstæðari lánskjörum.

Sigurður Sigurðsson, 24.6.2010 kl. 00:24

4 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Hvernig í ósköpunum dettur þér og yfirleitt nokkrum manni í hug að almenningur í landinu hagnist á því að bankakerfið taki aðra kollsteypu.

Ég held að það sé ekki allt í lagi með ykkur.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 00:39

5 identicon

Jú Ragnar upp að 3 milljónum, með innistæður hærri en það ertu orðinn þjófur af íslenskum almenning!

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:40

6 identicon

Sigurður H. Snæbjörnsson.

 Í fyrsta lagi, fyrir helgi sögðust bankarnir geta staðið þetta af sér. Nú ekki. Skrítið.

 Bankar sem fara á hausinn breyta litlu til skemmri tíma.  Ástæða þess að bankar fara á hausinn er að útlánin þeirra eru léleg. þau eru léleg þar sem þeir hafa lánað of mikið.  Alllir stæðstu bankar í heiminum hefðu farið með ísl bönkunum ef Ríki Vesturlanda hefðu ekki tekið þá í fóstur.  Vandræði þeirra voru færð yfir á skattborgarana.

 Hér var það öfugt farið, bankarnir fóru á hausinn. Ríkið tapaði á gjaldþroti Seðlabankans, á hallarekstri ríkissjóðs. Tók lán fyrir því.  Auk þess tók ríkið lán til að borga afborganir af lánum sem eru að falla.  Annað ekki.

Því að við gripum ekki inní og reynum að bjara bönkunum stöndum við betur en aðrir. Aðalatriðið er að verðmæti eigna sé ekki blásið upp miðað við framleiðslu í landingu eins og gert var.  Það sem er að gerast í Evrópu er að þeir eru að blæða fyrir að reyna að verja bóluna.

 Ef bankarnir ganga ekki lengra fram að lækka lán á fasteignum munu þeir hvort sem er falla aftur.

 kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 01:37

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm honum verður að hlíta!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 01:37

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nú er bara að koma í ljós að hinn löglausi stuðningur við sparifjáreigendur setti ríkið á hausinn, eins og margir vissu fyrirfram og vöruðu við.

Það kemur ekki til greina að bjarga gerspilltu fjármálakerfi með því að virða lög um samninga að vettugi. Þeir sem stinga upp á slíku eru ekkert annað en glæpamenn.

Þetta pakk sem ræður og réði ríkjum verður bara að taka afleiðingunum af spillingu sinni og sérhagsmunagæslu. Afleiðingarnar verða líklegast annað hrun og það verður bara að hafa það.

Heilbrigð endurreisn getur aldrei byggst á blóði þeirra sem eru fallnir fyrir eigin hendi vegna fjárhagsáhyggna, eða með því að murka lífið úr þeim sem eftir verða.

Valið stendur á milli þess að bjarga lántakendum (meirihluta þjóðarinnar) eða gerspilltu fjármálakerfi og afætum þess. Ég er ekki í vafa um hvorn kostinn skuli taka.

Theódór Norðkvist, 24.6.2010 kl. 03:08

9 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Sæll Sigurður. Er ekki tímabært að ríkisstjórnin gefi út yfirlýsingu um að hún tryggi fjármálafyrirtækjum fulla endurgreiðslu gengistryggðara lána með framlagi sínu til þeirra. Ekki mun hún mismuna hópunum tveimur með því að tryggja aðeins annan þeirra með ríkisábyrgð. Ekki sendi Ríkisstjórnin reikninginn fyrir ótakmarkaðri ábyrgð innistæðueigenda til föllnu bankanna. Ekki mun hún senda reikninginn fyrir ríkisábyrgð á eftirstöðvum gengistryggðu lánanna til lántakenda. Það er ekki til fjármunir þar frekar en í gömlu gjaldþrota bönkunum.

Guðlaugur Hermannsson, 24.6.2010 kl. 09:04

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Enn og aftur. Dómur Hæstaréttar hlýtur að standa. Ég hef ekki orðið var við að það hafi valdið mönnum miklum áhyggjum að afskrifa tugi milljarða hjá ýmsum stórfyrirtækjum. Þá er lítið talað um að allt fari á hliðina. Ef leiðrétta á hlutina í þágu almeennings þá kemur annað hljóð í Gylfa viðskiptaráðherra og liðið í kringum hann,

Sigurður Jónsson, 27.6.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband