Getur verið að Samfylkingin úthluti pólitískum bitlingum?

Samfylkingin hefur gefið sig út fyrir að vera einstaklega heiðarlegur flokkur. Á þeim bæ séu ekki stundaðar pólitískar embættisveitingar. Nei, alls ekki, hjá Samfylkingunni ræður faglegt mat á umsækjendum. Einnig hefur Samfylkingin gefið sig út fyrir að vera mikill jafnréttisflokkur og lagt áherslu á að bæta verði stöðu kvenna í veitingu topp embættismann.

Það vekur því að vonum athygli að gengið skuli vera framhjá Ástu Sigrúnu í ráðningu umboðsmanns skuldara. Ásta Sigrún hefur gegnt stöðu forstöðumanns Ráðgjafastofu heimilanna og ekki hefur annað heyrst en hún hafi staðið sig mjög vel í þeirri stöðu.

Samfylkingingarfólk talar fjálglega um að allt eigi að vera uppi á borði, eingöngu sé unnið á faglegum forsendum og mörg og mikil og stór lýsingarorð eru notuð til að lýsa ágæti og heiðarlegra vinnubragða Samfylkingarinnar.

Þessi embættisveiting og reyndar fleiri hjá Samfylkingunni vekja athygli hvort sem er hjá ríkisstjórninni eða sveitastjórnum þar sem Samfylkingin hefur ítök.

Það ner gott hjá Ástu Sigrúnu að fara lengra með þetta mál,þannig að landsmenn sjái Samfylkinguna í réttu ljósi.

 


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í landinu situr spilltasta ríkisstjórn sem hér hefur setið. Þetta fólk er þjóðhættulegt.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mál er mjög afhjúpandi fyrir fúskið sem viðgengst á stjórnarheimilinu. Ég er ennþá að bíða eftir að vera tilkynnt hvort ég fái starfið eða ekki. Frétti reyndar af ráðningu Runólfs í fjölmiðlum eins og aðrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 14:38

3 identicon

Hefur Ásta Sigrún staðið sig eitthvað sérstaklega vel? Það hefur nú heyrst talsverð óánægja með þjónustu ráðgjafarstofu heimilanna og meðal annars þess vegna er verið að breyta embættinu.

AB (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

samspillingar vinaráðningar - sennilega ein spilltasta ríkisstjórn fyrr og síðar sem nú situr við "völd"

tussufúlt þetta þó ekki sé dýpra í árina tekið / afsakið orðbragðið

Jón Snæbjörnsson, 29.7.2010 kl. 15:04

5 identicon

Sæll Siggi minn og til hamingju með stórafmælið um daginn.

Ég ætlaði svona aðeins að minna fólk á Einar Karl Haraldsson ég hef ekki tölu á hve mörg vellaunuð dekurjobb hann hefur fengið frá því þessi handónýta kommastjórn tók við.

Óli Kristinn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:23

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fann bréfið með tilkynningu um ráðninguna, það var í póstkassanum sem ég var ekki búinn að athuga í tvo daga. En það er dagsett þremur dögum eftir að þetta hafði verið tilkynnt opinberlega, sem mér þykir ámælisvert.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband