Ótrúlegt viðhorf kirkjunnarmanna gagnvart kynferðisafbrotum.

Ótrúlegt er hvernig sumir kirkjunnar menn bregðast við gagnvart kynferðisbrotum. Ég var undrandi að heyra viðbrögð biskups gagnvart brotum fyrrum biskups Ólafs Skúlasonar sérílagi þegar dóttir Ólafs upplýsir um misnotkun förður síns.

Vel má vera að hægt sé að vísa öllu slíku til Guðs. En hvað með veruna á jörðinni. Er þá allt í lagi að mati kirkjunnar að fremja glæp og sleppa dómum hér á jörðinni. menn bíði hvort sem er eftir dómi Guðs. Hvernig samfélag yrði á jörðinni þá?

Ég hlustaði áðan á séra Geir Waage. Hann segir trúnað kirkjunnar algjöran og sagði að þótt hann kæmist að því í gegnum samtöl að faðir væri að misnota dætur sínar myndi hann ekki segja barnaverndaryfirvöldum eða lögreglu frá því.

Það er skelfilegt að hlusta á þetta. Finnst kirkjunni í lagi að þegja yfir slíkum glæp. Finnst kirkjunni í lagi að þegja yfir að feður misnoti dætur sínar. Er í lagi að þegja yfir að lítil börn séu misnotuð kynferðislega,sem hreinlega eyðileggur líf slíkra einstaklinga.

Er það bara allt í lagi að slíkt sé hafið yfir mannanna lög?

Ótrúlegt að heyra í sumum ráðamönnum kirkjunnar,sem betur fer held ég að það séu ekki allir kirkjunnar menn sem hugsi svona.

 


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er með öllu óskiljanlegt og óréttlætanlegt viðhorf Geirs...

hilmar jónsson, 21.8.2010 kl. 12:41

2 identicon

Ég get sagt þér sem prestur í hinni evangelisku þjóðkirkju er ég á öndverðu meiði við sr. Geir Waage.  Ég get aðeins talað fyrir mig en ég veit að flestir kollegar mínir eru sama sinnis og ég.  Ég gæti einfaldlega ekki horfst í augu við sjálfan mig ef ég léti hjá líða að tilkynna brot á  manneskju til hluteigandi yfirvalda.  Tek undir hvert orð sem þú segir og hvet til þess að fólk almennt hófstilli sig í þessari umræðu og alhæfi ekki eins og sjá má á bloggi og heyra má í umræðunni síðustu daga.

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 12:59

3 identicon

Hlustið á Geir... farið svo og hlustið á afsakanir kaþóslku kirkjunnar... Hlustið svo hvað ríkiskirkjan ætlar að gera, farið svo og skoðið hvað kaþóslka kirkjan ætlar að gera og hefur gert.

Nákvæmlega sami hluturinn.... Orð Geirs eru einmitt þau orð sem fá níðinga af ýmsu tagi til að sækja í prestinn.
Já litla barn, þetta er allt á milli okkar og Sússa; Sússi vill að þú fyrirgefir, fyrirgefningin er best af öllu.

Witness the pova of religious brainwashing

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já Þór. Gott að sjá þetta viðhorf frá þér. Ég hélt reyndar að allir væru skyldugir að láta barnayfirvöld vita ef grunur leikur á um vanrækslu á börnum eða að þau séu beitt kynferðislegu ofbeldi. Það hlýtur að gilda um presta eins og aðra að láta vita.

Sigurður Jónsson, 21.8.2010 kl. 16:30

5 identicon

Sæll.

Geir er sennilega bara að lýsa sínu viðhorfi, lögin er víst alveg skýr hvað þetta varðar. Ef upp kæmist að prestur vissi af slíku máli yrði viðkomandi væntanlega gerð refsing, eða hvað? Geir hlýtur að vera frjálst að lýsa sinni skoðun og á að fá það án þess að Bjarni Karlsson og fleiri slíkir vilji láta reka hann.

Hvað viltu að biskup geri vegna brota látins manns? Getur biskup, eða einhver annar, gert eitthvað vegna brota þessa manns? Á biskup að blóta honum í sand og ösku í sjónvarpi til að friða ykkur, hina óskeikulu?

Helgi (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:05

6 identicon

Manni hrís hugur við hugsunarhætti Geirs og ekki síður linkind biskups við að taka á málun Ólafs Skúlasonar.

Auðvitað á að reka sr Geir og biskup á að sjá sóma sinn í að víkja líka. En hvað með aðskilnað ríkis og kirkju. Er ekki kominn tími á að láta það ganga eftir og láta trúarinnar menn lifa á trúnni einni saman en ekki á okku sen ekki trúum, eða í besta falli höfum ekki neina minnstu trú á kirkjunni og kirkjunnar mönnum.   

Arnar Kjartansson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:46

7 identicon

Helgi segir hér fyrir ofan: "Hvað viltu að biskup geri vegna brota látins manns? Getur biskup, eða einhver annar, gert eitthvað vegna brota þessa manns?"

Helgi, fyrir mitt leyti getur Karl auðvitað lítið gert vegna brota látins manns nema sýnt fórnalömbum hans alla þá samúð og skilning sem hann getur látið í té.

En málið snýst bara ekkert um þetta. Málið snýst um að Karl og kirkjan reyndi að þagga málið niður og hylma yfir það í stað þess að gera það eina rétta ... sem var að fá allan sannleikann fram í dagsljósið eins fljótt og auðið var.

Hann getur gert ýmislegt til að bæta fyrir þetta brot sitt og kirkjunnar, til að byrja með sagt af sér biskupsembættinu. Síðan ætti hann að sýna iðrun og biðja fórnarlömbin afsökunar og fyrirgefningar bæði á sínum persónulegu gjörðum sem prestur og gjörðum kirkjunnar sem fyrrverandi biskup. Síðan ætti hann að biðja alla sem eru í íslensku þjóðkirkjunni og greiða þangað skatta afsökunar og biðjast fyrirgefningar fyrir að hafa misnotað traust þeirra. Þetta gæti hann gert til að byrja með.

Hólímólí (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband