Besti flokkurinn og Samfylkingin í Reykjavík hækka lán allra landsmanna.

Eflaust er nauðsynlegt að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar eftir flottræfilshátt og ævintýramennsku Alfreðs og R-listans á sínum tíma. Það hlýtur reyndar að vera mjög vafasamt að taka svona stór stökk í hækkunum.

Það sem er þó verst við þessa hækkun Jóns og Dags er  landsmannaað hún hækkar vísitöluna og þar með hækka öll lán landsmanna hvort sem þeir búa í Rekjavík eða annars staðar.

Hækkunin hefur áhrif á verðbólguna,þar me' hækkar vöruverð. Í framhaldinu verður svo ekki hægt að lækka vexti o.s.frv.

Já,ævintýramennska R-listans í Orkuveitunni ætlar að verða öllum landsmönnum dýr.


mbl.is Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað fór R-listinn langt fram úr sjálfum sér í þessum málum eins og reyndar fleiri. Hvernig getur annars staðið á því að það þurfi að hækka um tugi prósenta hjá fyrirtæki sem skilar milljandi afkomu? Það er eitthvað skrýtið að gerast.

Þessi hækkun er að auki miklu meiri en þeir hjá OR gera sér grein fyrir, því þetta hækkar verðbólguna, og um leið lánin, sem þýðir hærri afborganir hjá skuldsettum almeninningi, líklega hækkar þetta greiðslu lána hjá vísitölufjölskyldunni um 30.000 - 50.000 kr. á ári. Samfylking og skjaldborgin er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana!!!!

joi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 21:36

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

R listinn eða Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað bull. Þetta er sameiginlegt klúður beggja þessara meirihluta og einn armur þeirrar heimsku og þess fyrirhyggjulausa feigðarflans sem einkenndi íslenska forystumenn í stjórnmálum og olli þjóðinni óbætanledu tjóni.

Enginn vill bera ábyrgðina og hver aulinn bendir á annan.

Út af stendur þó ennþá að skýra hækkunina á dreifingargjöldum sem er tvöföld á við orkuhækkunina.

Er ekki skýringanna að leita í því að hækkunina varð að sækja til hins almenna neytanda því stóriðjan er undanþegin öllum óþægindum.

Árni Gunnarsson, 29.8.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband