Hæstiréttur stendur með fjármálafyrirtækjum gegn almenningi. Ótrúleg niðurstaða.

Satt best hafði maður trú á að Hæstiréttur myndi fella öðruvísi dóm en Héraðsdómur í vaxtamálum varðandi ólögmætu gemgistryggðu lánin.

Hreint ótrúlegt að samningsvextir skulu ekki standa.

Almenningur féll fyrir lánum fjármálafyrirtæpkjanna t.d. til bílakaupa þar sem boðið var uppá lán með mjög lágum vöxtum. Það var fyrst og fremst vegna þessara lágu vaxta sem fólk tók frekar erlendu lánin heldur en að taka þau í íslenskum krónum.

Einhvern tíma var sagt að samningar skulu standa. Hæstiréttur lítur sem sagt öðruvísi á málin. Hæstiréttur stillir sér upp með kerfinu gegn almenningi.

Í þessum dómi varðandi bílalán er engin smá munur. hefðu samningsvextir staðið hefði viðkomandi þurft að greiða rúmar 120 þús.kr., en samkvæmt dómi Hæstaréttar skal  maðurinn greiða Lýsingu 800 þús.kr.

Það er alveg augljóst að Hæstiréttur styður stjórnvöld í því að það skuli vera hinn almenni borgari í landinu sem skal borga brúsann vegna hrunsins,sem fjármálafyrirtælin bera höfuðábyrgð á.

Nú er spurningin, hvað getur almenningur gert. Þjóðin getur ekki látið fara svona með sig.


mbl.is Staðfesti dóm héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætli hæstiréttur dæmi ekki eftir lögum. Og skv. því sem hægt er að sjá í fréttum þá voru þessir erlendu vaxtakjör byggð á gengisviðmiði og því urðu þau ógild þegar að gengisviðmiðið var dæmt ógillt

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.9.2010 kl. 16:32

2 identicon

Can't have your cake and eat it too. Annaðhvort er farið eftir útlenskum vöxtum með útlensku gengi eða íslenskum vöxtum.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:36

3 identicon

Nei, þjóðin getur bara ekki látið fara svona með sig. Ljóta vitleysan.

Hólímólí (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:40

4 identicon

Mér finnst nú bara hálfheimskulegt hjá fólki að halda að allt við samningana sé ólöglegt, nema vextirnir af því að þeir eru svo lágir. Mér finnst hæstiréttur sanngjarn gagnvart báðum aðilum, skuldurum og lánveitendum.

Svo miðað við mína útreikninga er þessi niðurstaða hagstæðari fyrir neytendur en ef þeir væru enn með gengistryggt lán og krónan hefði fallið um 30% eins og fólki sem tók þessi lán var sagt að gera ráð fyrir. Þannig að ég skil ekki alveg hvað þeir eru að væla.

Svo er ég líka sáttur þar sem ég var ekki með gengistryggt lán og við sem vorum ekki með gengistryggð lán hefðum verið látin borga höggið sem bankakerfið hefði orðið fyrir ef samningsvextir hefðu verið látnir standa.

Bjöggi (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 16:53

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sýnið mér lánasamning þar sem stendur skýrum stöfum að samningsvextirnir séu óaðskiljanlega tengdir gengistryggingunni.

Þá skal ég trúa því.

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Anderson

Theódór... Það liggur bara í hlutarins eðli.

Þetta voru breytilegir erlendir vextir á lánunum sem voru fyrir einhverra hluta sakir gerð upp í krónum. Þú getur ekki haft höfuðstól í krónum og erlenda breytilega vexti. Slíkur fjármálagerningur þekkist hvergi í heiminum og í raun galið að fólk haldi öðru fram líkt og það sé sjálfsagt.

Þú færð hvergi lán í EUR sem þú greiðir með breytilegum USD vöxtum, nema að höfuðstóllinn sé þá í raun USD.

Þetta voru bara fáránleg mistök og hugsanaleysi að fjármálastofnanir skyldu búa til þessa lánagerninga. Ef þeir hefðu gert þetta rétt... þá hefði fólk fengið lán í viðkomandi mynt og þá væri ekkert dómsmál í gangi núna. Fólk með gengislánin í dag ættu að hrósa happi að fyrirtækin hafi klúðrað lánunum þar sem það kemur miklu betur út svona heldur en upphaflega stóð til.

Anderson, 16.9.2010 kl. 17:43

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú getur ekki haft höfuðstól í krónum og erlenda breytilega vexti. (Anderson)

Kjaftæði.

Fékk ekki Magma lán með 1,5% vöxtum til að sölsa undir sig orkuauðlindir landsins í gegnum skúffufyrirtæki? Fékk ekki VB fjárfestingarbanki lán hjá ríkinu á 2% vöxtum? Fengu ekki Hagar kyrrstöðusamning hjá Arionbanka sem þýðir að engir vextir eru reiknaðir á lán þeirra?

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 18:09

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott og vel vextirnir í þessum tilvikum heita ekki erlendir vextir en eru svipaðir og í flestum tilvikum enn lægri og í engu samræmi við það sem almenningi býðst.

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 18:10

9 Smámynd: Anderson

Þó að vextir séu svo lágir að vaxtaprósentan er svipuð og þeim kjörum sem bjóðast á erlendum mörkuðum, gerir þá samt ekki erlenda... heldur eru þeir lágir innlendir vextir.

En það sem þú nefnir er aftur á móti önnur umræða og óskylt þessu dómsmáli.

Anderson, 16.9.2010 kl. 18:24

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er engan veginn umræða sem er óskyld þessu dómsmáli.

Umræðan snerist um hvort það sé frelsi til að hafa aðra vexti en tilheyra hinu íslenska okurvaxtaumhverfi. Þú sagðir að svo væri ekki. Ég nefndi nokkur dæmi sem benda til hins gagnstæða, að leyfilegt sé að bjóða upp á vexti sem eru úr samhengi við innlenda vaxtaþróun.

Ef það er ekki lögbrot að bjóða upp á vexti á íslenskum krónulánum sem eru lægri en LIBOR vextir hlýtur að vera löglegt að leyfa að bjóða upp á LIBOR-vexti ásamskonar lánum.

Theódór Norðkvist, 16.9.2010 kl. 18:36

11 Smámynd: Anderson

 Ég hélt að umræðan væri um dómsmál þar sem verið var að dæma að breytilegir erlendir vextir skyldu ekki fylgja á þessum íslensku gengislánum. Þú getur svosem metið umræðuna aðra.

 Endilega ekki bulla og segja að ég hafi sagt eitthvað sem ég gerði ekki. Lestu það sem ég skrifaði, ég segi hvergi að það megi ekki hafa aðra vexti en einhverja okurvexti. Þú verður fyrst að skilja hvað eru erlendir vextir og hvað eru íslenskir vextir, það er meira á bakvið það heldur en sjálf vaxtaprósentan. Kannski skilurðu það vel en það kemur illa fram hjá þér. Það er hverjum frjálst að bjóða lán með Libor vöxtum en þá verða það að vera erlend lán líka í þeirri mynt, gefið að gjaldeyrislögin banni það ekki.

Auðvitað er ekki lögbrot að einhverjir vextir eru lægri en einhverjir breytilegir erlendir vextir. Það kemur þessu ekkert við. Þú getur ekki borið saman innlenda vexti á innlendum höfuðstól og erlenda vexti nema taka þá tillit til þess að þeir vextir muni tilheyra höfuðstól í viðkomandi mynt.

Ég skil hins vegar af hverju þér gremst þetta. Sá sem lánar á 0%-2% vöxtum hér heima er að öllum líkindum að fara í óskynsama fjárfestingu og mun tapa á þeim lánum... eða þ.e. standa verr heldur en ef hann lánaði á ríkjandi vöxtum.

Anderson, 16.9.2010 kl. 20:43

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta eru útúrsnúningar. Það er rétt að í tilvikunum sem ég nefni er ekki um LIBOR-vexti að ræða, en á móti kemur að í raun voru lánafyrirtækin aldrei að bjóða upp á hreina LIBOR-vexti á gengistryggðum lánum.

Það var alltaf um eitthvað aukavaxtaálag að ræða. Þannig að jafnvel þó að einhver lög bönnuðu hreina LIBOR-vexti á gengistryggðu lánin væri ekki um lögbrot að ræða hvað þessi gengistryggðu lán varðar.

Mér sýnist við vera sammála um að vaxtaákvæði þessara lána voru ekki ólögleg, þó deila megi um hvort þau séu gáfuleg:

  1. Askar Capital - 6,2 milljarða lán á 3% vöxtum.
  2. VBS og Saga Capital - 40 milljarða lán á 2% vöxtum.
  3. Magma energy - 1,5% vextir á lán til að sölsa undir sig orkuauðlindirnar í nafni skúffufyrirtækis.
  4. Kyrrstöðusamningur Arionbanka við Haga - 0% vextir á skuldir Gaums.

Það segir okkur að ekkert banni lánveitendum að setja lægri vexti en Seðlabankavexti á óverðtryggð lán. Hvað hefurðu þá fyrir þér að LIBOR-vextir+álag = 4% vextir hið minnsta yfirleitt, óhagstæðari vextir en í tilvikunum hér að ofan, séu ólöglegir á krónulán? Lagatilvitnun takk.

Enn stendur áskorun mín um að koma með tilvitnun í lánasamning sem sýnir ótvírætt að gengistrygging og vaxtaákvæði lánanna voru órjúfanleg.

Theódór Norðkvist, 17.9.2010 kl. 00:02

13 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Skoðum nú stöðu þegna þessa lands sem við búum í.Við hljótum að gera þá kröfu að hér séu búsetuskilyrði eins og viða annarstaðar,þessi dómur í hæstarétti í gær mun endanlega gera út um slíka búsetu.

Ég get ekki og vil ekki búa í samfélagi þar sem 60 stunda vinnuvika dugar ekki til framfærslu,né hversu mikið sem ég greiði af mínu,mun ég samt aldrei eignast neitt og allt sem ég átti er horfið eða yfirveðsett.

Þetta er auðvitað sama hvað Steingrímur eða Már og félagar segja tóm endalaus vitleysa og ég segi bara nú borgið þið þá þetta drasl sjálf,því ég er búinn að fá uppí kok á þessu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.9.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband