Fáránlegt útspil Steingríms J. til Hollendinga.

Hvers vegna í óskupunum er Steingrímur J. að gefa út svona yfirlýsingar áður en niðurstaða er komin í Icesave. Er ekki algjör óþarfi að vera með svona yfirlýsingar. Það er alls ekkert sjálfgefið að við eigum að borga og borga allt, sem einkaaðilar bera ábyrgð á.

Það er ótrúlegt hvaða áherslu Steingrímur J. leggur á að við borgum sem mest. Hefði hann fengið að ráða værum við búið að skrifa undir samning sem hefði reynst þjóðinni ansi erfiður. Það var ekki honum að þakka að það tókst að afstýra þeim gjörningi.

Er Steingrímur J. búinnma að lofa AGS einhverju varðandi Icesave? Er Steingrímur J. búinn að lofa ESB einhverju til að liðka fyrir aðlögun að bandalaginu?


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bulla, Sigurður. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt að greiða Icesave. Steingrímur getur ekki annað en staðfest það.

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Landfari

Þjóðin er búin að fella þá samþykkt úr gildi Skellur. Það var gert í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Landfari, 18.9.2010 kl. 14:22

3 identicon

Lestu nú betur, Sigurður. Hvað með lögin um ríkisábyrgð sem þegar höfðu verið samþykkt? Þau gilda nú og skv. þeim á að greiða skuldina.

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvaða lög eru það Skellur?, ég hef ekki skrifað undir þau.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 16:09

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðin hafnaði lögum Alþingis um ríkisábyrgð, og þar með féllu þau úr gildi. Þar fyrir utan hefur aldrei verið heimild fyrir slíkri ábyrgð.

Samkvæmt gildandi samevrópskum samningum og reglugerðum á hinsvegar ríkið alls ekki að greiða þetta.

Steingrímur, Jóhanna, Gylfi og Már, eru hinsvegar búin að lofa AGS að við munum greiða þetta ásamt vöxtum. Það hafa þau gert þrátt fyrir að hafa enga lagaheimild til að gefa út slíkar yfirlýsingar sem kunna hugsanlega að vera skuldbindandi fyrir íslenska skattgreiðendur. Hafi þau ævarandi skömm fyrir vikið.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2010 kl. 19:22

6 identicon

Skellur.  Lest þú betur.  Forsætisráðuneytið skýrði hvað gerðist ef þjóðin hafnaði Icesave2.  Það þýddi ekki að Icesave1 gildi eins og margir héldu fram, heldur að málið væri í einskonar pattstöðu, því að Bretar og Hollendingar höfnuðu samningnum sem Alþingi undirritaði og forseti með að fyrirvararnir yrðu samþykktir án nokkurra möguleika á breytingum.  Að hafna samningi eins og þessum þýðir í alþjóða samningagerð að honum ER HAFNAÐ, og samkvæmt lögum er vonlaust að breyta frá því einhliða. 

Legg til ef þú ert maður en ekki mús, að þú leitir þér heimilda og afsakir lygarnar á öllum síðunum sem þú ert búinn að spamma varðandi málefnið.  Aftur á móti fullyrði ég að þú vitir sannleikann og hann er ekki sá sem hentar ömurlegum hagsmunum Breta og Hollendinga sem þú hefur valið að gæta.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:22

7 identicon

Þú þarft ekki að skrifa undir neitt, Hrólfur minn, ekki frekar en eg. Við höfum valið fólk til þess, minnir mig.  Þið ættuð nú að vita, elsku vinir, að við höfum marglofað að borga þetta smáræði, bera ef réttir skilmálar fást.  SJS var ekki að finna það upp. Haarde kallinn byrjaði eiginlega á þessu og svo hafa nokkrir tekið undir með honum, m.a. Alþingi, eins og eg hef þegar greint frá. Þetta hefur sumsé lengi legið fyrir. Menn ættu nú bara að æsa sig yfir einhverju öðru, er það ekki? 

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:28

8 identicon

Skellur.  Allt sem hafði verið unnið í Icesave var núllstillt þegar Bretar komu að samningaborðinu og viðræðurnar urðu þríhliða.  Það var sérstakt samkomulag undirritað af þjóðunum að á þeim tímapunkti byrjuðu allar þjóðirnar með tómt borð.  Ef þú hefðir kynnt þér málin þá ætti þér að verða þetta ljóst.  Inni í þetta fellur ma. gerðadómur og minnismiðinn (MoU) sem borgunarsinnar hafa reynt að halda fram að hafi verið bindandi samningur.  Meir að segja Svavar Gestsson fullyrti að það væri af og frá að aðeins um minnismiða hefði verið að ræða sem hefði ekki haft nein áhrif á sína vinnu við glæsisamninginn.  En það væri virkilega áhugavert ef þú legðir fram einhver gögn eins og frá Bretum og Hollendingum sem þeir halda því sama fram og þú ert að gera sem rökum fyrir að okkur ber að veita ríkisábyrgð á ólögvarinn falsreikninginn þeirra. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:23

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt nafni. Lagalega hefur aldrei verið fyrir hendi skuldbinding af hálfu ríkissjóðs Íslands um að ábyrgjast neinar greiðslur vegna IceSave.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 828225

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband