Skömm sumra þingmanna Samfylkingarinnar er algjör.Uppvísir að pólitískum loddaraskap.

Nokkrir Samfylkingarþingmenn urðu til þess í dag að draga Alþingi eins langt niður og mögulegt er. Að sjálfsögðu geta þingmenn komist að þeirri niðurstöðu að ákæra hefði átt eða ekki. En að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar komist að þeirri niðurstöðu að eingöngu sé rétt að ákæra fv. ráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki fv. ráðherra Samfylkingarinnar er fáránlegt og sýnir hvers konar vinnubrögð Samfylkingin stundar.

Það er fráleitt með öllu að ætla að láta Geir einan mæta fyrir landsdóm. Aðö sjálfdsögðu má deila um pólitíkina sem stunduð var, að sjálfsögðu geta menn sagt að eitthvað hefði átt að gera. En það er svo auðvelt að vera vitur eftirá. En að halda því fram að Geir hafi gert eitthvað glæpsamegt af sér sem réttlætir að draga hann fyrir landsdóm er fráleot niðurstaða.

Skömm Samfylkingarþingmanna sem sáu til þess að Geir einn er dreginn fyrir landsdóm er mikil.

Það var til mikils sóma fyrir Sjálfstæðismenn að falla ekki í þá freistni að fara að sitja hjá þannig að Samfylkingarráðherrarnir hefðu fengið ákæru. Þingmenn Sjálfstæðismanna voru samkvæmir sjálum sér hvort sem í hlut áttu fv. ráðherrar Sjálfstæðisflokks eða fv. ráðherrar Samfylkingar.

Auðvitað er það svo einkennilegt að sex þingmenn Framsóknarflokksins skuli telja að fv.ráðherrar hafi framið eitthvað glæpsamlegt. Þeir virðast alveg hafa gleymt því hverjir voru í ríkisstjórn á sínum tíma og hverjir það voru sem fóru með yfirstjórn bankamála.

Allur almenningur hlýtur að fordæma mjög þau vinnubrögð sem Samfylkingin notaði í þessu máli.


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ekki Samfylkingarmaðurinn,segi nú bara Bingó.Sjálfstæðismenn,Framsóknarmenn og Samfylkingin var ekki neitt í hrunstjórnunum,o nei nei það voru bara einhverjir draugar.Nei Sigurður fólk er ekki búið að gleyma.Sérstaklega Sjálfstæðismenn eru alveg  blásaklausir  að hruninu,eða er það ekki Sigurður.?Réttast hefði verið að ákæra alla sem til stóð og fleirri.Uppgjör alþýðunar gagnvart rammspilltum tækifærissinnum á Alþingi á sennilegast eftir að fara fram.

Númi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 20:58

2 identicon

Það gengur bara ekki upp að eyða öllum þessum peningum i svona bull, Geir verður dreginn fyrir dóm það er eitt sem vist er eftir það sem kom fram á leikskólanum(ALÞINGI) í dag, en han verður alldrei dæmdur sekur. Það er svo mikið sem vantar til að hann hafi verið viðriðinn einhvert glæpsamlegt athæfi. Þetta er skrípaleikur aldarinnar og almenningur þarf að standa fyrir brúsanum í vonlausu máli, ef... ég meina stórt EF,,,, han skyldi verða dæmdur eftir ára langt málatóf þá fer þetta síðan fyrir manréttindardómstólinn, svo þetta er prosess uppá 7-10 ár. Sem Sigurður sagði pólitískur loddaraskapur. Þetta er eingöngu samþykkt til að halda saman littlu Gunnu og litla Jón= Hönnu og Steina. Ég er ekki Geirs maður en hann á þetta ekki skilið að axla ábyrð á allri græðgisvæðingunni. Vonandi hefur hann nógu breitt bak fyrir allan þennan skrýpaleik.

Ingolf (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:47

3 identicon

Sæll.

Númi, hér kennum við stjórnmálamönnum um allt. Skipuðu ráðherrarnir fjórir fólki að taka lán fyrir öllu, stjórnuðu ráðherrarnir fjórir öllum heimilum landsins, stjórnuðu ráðherrarnir fjórir bönkunum, skrifuðu ráðherrarnir fjórir undir vafasama reikninga bankanna, gátu ráðherrarnir fjórir skipað bönkunum að minnka, máttu ráðherrarnir fjórir skipta sér af rekstri bankanna, bera bankamennirnir sjálfir enga ábyrgð þó Rannsóknarnefnd alþingis segi meginábyrgðina vera þar og hvaðan komu allir peningarnir sem hægt var að lána hér og erlendis? Menn mega ekki láta hefnigirni villa sér sýn.

Ef Landsdómur er alvöru dómstóll með fólki sem vinnur faglega verður Geir aldrei sakfelldur. Hvernig á að sanna á hann þau sakarefni á sem hann eru borin? Brynjar Nielsson skrifaði auðskiljanlega grein á pressuna hvers vegna Landsdómsleiðin er ófær, hana ættu allir að lesa.  

Sjáum við aðrar þjóðir kalla saman sérstakan dómstól til að reyna að sakfella fyrrum ráðherra? Erlendis skilja menn raunverulegar orsakri kreppunnar, þær liggja ekki hjá einstökum ráðherrum eða stjórnmálaflokkum.

Helgi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 08:15

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Helgi - rétt hjá þér - þetta gerði Geir og co ekki - EN Geirsstjórnin gerði annað -

Hún kom í veg fyrir kaup KB banka á erlendum banka - sem hefði gert skellinn enn stærri - henni tókst að verjast áhlaupi á krónuna - henni tókst að minka bankakerfið um(að mig minnir) 10% o.fl.ofl. Hefði Geir ( þar sem þingmenn gerðu hann einann ábyrgann) ekki gert alla þessa hluti hefði hrunið orðið miklum mun verra.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 10:25

5 identicon

Nú er Geir Hilmar Haarde orðin píslarvottur.

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:13

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sammála þessu. Samfylkingin er rotinn og ótrúverðug. Hinsvegar finnst mér líka aumkunarverður málflutningur hjá mörgum sjálfstæðismönnum þegar þeir tala um að það sé nóg að þessir aðilar axli pólitíska ábyrgð. Það þurfti að draga Geir og Ingibjörgu með töngum út úr stjórnmálum og væntanlega hefðu þau ekki hætt nema vegna sinna veikinda. Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór o.fl. sitja sem fastast.

Það hefur aldrei verið neitt til sem kallast pólitísk ábyrgð í bananalýðveldinu Íslandi. Þetta auma sker er gjörsamlega rotið af spillingu og hefur alltaf verið. Jafnvel í svörtustu Afríku eru vandfundinn jafn spillt og rotinn þjóðfélög eins og á skerinu.

Guðmundur Pétursson, 29.9.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband