Heldur Besti flokkurinn að kristnifræðsla skaði nemendur?

Sigur Besta flokksins ætlar að verða Reykvíkingum dýrkeypt. Flestir sjá að Jón Gnarr ræður ekki við starf borgarstjóra og kemur flestum verkefnum af sér. Punkturinn yfir i ið verður svo að gera Dag að alvöru borgarstjóra.

Nýjasta vitleysan er svo að ætla að útrýma kristni úr skólaum borgarinnar. Er ætlunin að taka upp trúðafræðslu í anda Jóns Gnarr í staðinn?

Kristni fræðla í skólum hefur ekki skaðað eitt einasta barn í landinu. Frekar má segja að kristnifræðsla í skólum hafi reynst mörgum fullorðnum mikilvægt vegarnesti til að takst á við alvöru lífsins.

Skömm Besta flokksins er mikil.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Sammála þér varðandi kristnifræðsluna í skólunum.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 24.10.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er enginn að tala um að hætta að kenna krökkum um kristna trú eða önnur trúarbrögð í skólunum. 

Og ástæðan er ekki sú að þetta "skaði" börn. Það myndi t.d. ekki "skaða" börnin að fá reglulega heimsókn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, samt erum við vonandi öll sammála um að það væri ekki í lagi. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.10.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Rebekka

Það er ekki verið að afnema kristnifræðslu úr skólum.  Veit ekki hver hefur logið því að þér.

Rebekka, 24.10.2010 kl. 17:52

4 Smámynd: Bjarni FJ

Víst myndi það skaða börnin ef fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kæmu í reglulega heimsókn í skólana til að kynna sig og stefnu sína. Hvað bull er þetta í þér Hjalti?

Bjarni FJ, 24.10.2010 kl. 18:13

5 identicon

Bjarni, það "skaðar" börnin ekkert meira en að fá prest í heimsókn eða eitthvern frá markaðsdeild bankanna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bjarni, hvernig skaðast börn af því að fá vinalegan fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimsókn reglulega til að ræða við börnin um stjórnmál?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.10.2010 kl. 18:22

7 identicon

Trúarbragðafræðsla er í lagi.

Prestar og kirkjustúss er ekki í lagi; Til að skilja þetta þá þurfa krissar að setja sjálfa sig í þá stöðu að klerkar í íslam fái sambærilegt aðgengi að börnum; Gefa þeim kóran og svona.
Og svo öll hin trúarbrögðin.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 18:35

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hvað er t.d. að því að fulltrúar Gideonsfélagsins komi í skólann og gefi nemendum Nýja testamentið? Ég man ap manni fannst merkilegt að fá þessa gjöf á sínum tíma. Getur nokkur haft slæmt að því að lesa Nýja testamentið?

Sigurður Jónsson, 24.10.2010 kl. 21:29

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Getur nokkur haft slæmt af því að lesa áróðursbæklinga frá Sjálfstæðisflokknum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.10.2010 kl. 22:07

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Það er engin að tala um að banna Gideonfélaginuj að gefa börnum Nýja textamentið. Það er bara verið að tala um að þeir verði að afhenda þeim það annars staðar en í skólanum. Þeir geta þá annað hvort sent þeim það heim til sín eða boðið þeim að koma á einhvern stað í hverfinu til dæmis kirkjuna og á bókina afhenta þar.

Bjöggi. Það skaðar ekki kristin börn að fá prest í heimsókn. Það getur hins vegar aukið hættu á einelt þegar taka þarf hin börnin útúr hópnum þegar presturinn kemur í heimsókn. Einnig getur það virkað mjög neikvætt á börn að vera öðruvísi en hin börnin að þessu leyti. Ég hvet þig til að lesa þessa grein hér til að sjá af hverju nauðsynlegt er að taka trúboð út úr opinberum skólum.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hlin_Einars/mannskemmandi-trubod

Sigurður M Grétarsson, 24.10.2010 kl. 22:39

11 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Dæmalaus vitleysa er þetta í þér Sigurður Jónsson!

Skömm þín og biskupsins yfir Íslandi er mikil. Þið virðist beinlínis ákaflega heimskir og treysta á að allir aðrir séu það.

Tek annars undir góða samatekt nafna þíns M Grétarssonar. Þar virka allavega heilasellurnar.

Við verðum líka að taka tilllit til þess að þau réttindi sem við ætlum þjóðkirkjunni, verðum við líka að umbera öðrum trúarbrögðum. Semsagt að hleypa þá einhverjum Æjatollum í skólann að boða sína trú ef þjóðkirkjuprestum á að líðast það! Þannig einfaldlega virkar trúfrelsið. 

Trúarbrögð einfaldlega styðjast ekki við neinn rauveruleika. Þetta er ímyndarheimur sem auðvitað mönnum er heimilt að ástunda tilbeiðslu til hver í sínu horni. Alls fráleitt að veita þeim einhvern sess sem óvéfengjanlegum veruleika innan veggja skólanna. Sjálfsagt að fræða um tilveru þeirra eins og annarra misgáfulegra mannanna athafna í veröldinni.

Kristján H Theódórsson, 24.10.2010 kl. 23:24

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Lesið ályktunina og tjáið ykkur um staðreyndir, það eru nokkur ár síðan kristnifræðsla var lögð niður og tekin upp trúarbragaðkennsla í staðinn.....það er enginn að banna eitt né neitt það er bara verið að skíra hvað er skóli og hvað er kirkja...

Dylgjur þínar um Dag sem borgarstjóra og annað þvaður dæmir sig sjálft...kjánakall

Hroki þinn er mikill og marklaus....

Einhver Ágúst, 24.10.2010 kl. 23:28

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hér uppi á Íslandi geta trúmál verið nokkuð flókin til skilnings fyrir einfalt trúaða, enda eru Íslendingar þó ekki mikið að dreifa um sig trúar hjali, þó virði þeir margt það sem aðkomnir sjá ekki.  

Almennt séð eru Íslendingar þó líkast til minna háðir heimstrúarbrögðum  en margur annar. 

En þó að ég sé ekki mikil trúmaður þá ber ég ótakmarkaða virðingu fyrir trú móður minnar, og líð engum að niðurlægja hanna. 

Múslímar meiga hafa sína trú og rækta hanna með sjálfumsér í hljóði, en þeir verða að begja sig undir okkar siði og reglur, vilji þeir vera hér, að öðrum kosti snávi þeir á braut. 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 23:28

14 Smámynd: Bjarni FJ

"Bjarni, hvernig skaðast börn af því að fá vinalegan fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimsókn reglulega til að ræða við börnin um stjórnmál?"

Nú, þau gætu farið að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Það er augljós skaði.

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 00:09

15 Smámynd: Óli Jón

Sigurður: Af hverju geta kristnir foreldrar ekki keypt Nýja testamentið sjálfir og gefið börnum sínum? Af hverju er t.d. þér svona umhugað um að allir fái þessa bók í stað þess að þeir einir fái hana sem um hana biðja?

Er það leti sem gerir það að verkum að kristnir foreldrar geta þetta ekki? Er annað í þeirra lífi sem hefur forgang umfram þessi bókakaup? Hvers vegna treystir þú kristnum foreldrum ekki fyrir trúarlífi barna sinna?

Óli Jón, 25.10.2010 kl. 00:16

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er það sem sagt þannig núna í Rvk að, altso, prestar komi ,,reglulega" í grunnskóla og flytji þar bænagerðir og messur eða?  Nú er eg ekki í Rvk en eg hef alrei heyrt þetta og finnst merkilegt.  Jú, að eitthvað geti verið um það í kringum fermingarár hefur maður heyrt en yfirleitt sé það hvorki fugl né fiskur og meira formsatriði.

Ennfremur varðandi leikskóla, þá það sem eg hef heyrt af er um 2-3 heimsóknir á ári óformlegar í alla staði og börnunum þyki bara tilbreyting í þessu.

Sem sagt, þetta er bara ekkert svo mikið ,,vandamál".   Er þetta ekki bara fínt eins og það er?  Jú, held það. 

Þetta mundi hafa verið kallað í minni sveit, að búa til vandamál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2010 kl. 00:36

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Kristni fræðla í skólum hefur ekki skaðað eitt einasta barn í landinu." eða "Mein Kampf" hefur engan Gyðing skaðað....kristni er svo langt frá Guði eins og hægt er að komast. Ég geri ráð fyrir að einhverjir hér hafi verið í skóla, kannski sunnudagaskóla líka og geti sagt núna hvernig þeim líkaði...

Óskar Arnórsson, 25.10.2010 kl. 05:21

18 identicon

hmm, hvað ertu að bulla? Engin er að nefna kristinfræði, hún verður enn kennd sem fræði og kennd af kennurum. Enn trúboð verður ekki innan skóla, sem er bara gott mál, það á ekki að vera heilaþvo unga krakka með trú, trú á að vera sjálfstæði og upplýst ákvörðun fullorðinna einstaklinga. Ég legg til að þú skoðir málið betur.

Þórir Karl Celin (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 13:19

19 identicon

Bjarni:

Að sama skapi gætu börn orðið kristin ef prestar og Gídeonsmenn ná að sannfæra þau með sínum áróðri. Það er augljós skaði.

Hjörtur Brynjarsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 14:53

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

...sé trúfræðsla kennd í sögulegu samhengi þarf að kenna hana samhliða öðrum stórum trúsýstemum...

Óskar Arnórsson, 25.10.2010 kl. 15:04

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú, þau gætu farið að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Það er augljós skaði.

Það flokkast ekki sem "skaði". Láttu ekki svona.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.10.2010 kl. 15:06

22 Smámynd: Bjarni FJ

Nú ... sjáðu hvernig komið er fyrir Íslandi eftir valdasetu Sjálfstæðisflokksins. Er það ekki skaði?

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 16:58

23 Smámynd: Bjarni FJ

Hjörtur ... ég treysti nú börnum og foreldrum þeirra betur til að hafna hindurvitnum og trúarkreddum en blekkingum Sjálfstæðismanna.

Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 17:01

24 identicon

Ég er ótrúlega vonsvikin að hafa kosið Jón Gnarr. Ég hef alltaf verið mjög mikið á móti Samfylkingunni, hef satt að segja kosið á móti þeim síðan ég byrjaði að kjósa, frekar en "með" einhverjum ákveðnum flokki, því mér fannst enginn flokkur vera algjörlega að standa undir sínum eigin hugsjónum, en hafði aftur á móti mikið á móti "hugsjónum" Samfylkingar, ef kalla má þennan úldna graut hugsjónir það er að segja......og vissi of vel hvaða öfl standa á bak við þann flokk...Ég hef því kannski aldrei orðið fyrir neinum vonbrigðum með neitt í landsmálunum eins og þegar Jón byrjaði að sleikja sig upp við Dag B Eggertsson, svo mjög og svo ýkt að vandræðalegt er á að horfa, og hefur skemmt fyrir mér það mikla álit sem ég hafði persónulega á Jón Gnarr, sem var einn uppáhaldslandi minni fram að þeim punkti. Dagur fyrir mér er einn ofmentasti maður landsins, meðalmenni sem hefur ekkert fram að færa, snobbaður og úr tengslum við raunveruleikan (eins og sást best eftir ræðuna á Æsufelli, þegar Dagur spurði fréttamanninn flissandi hvort hann hefði nokkuð komið þangað áður.......snobbið sást leka af honum langar leiðir....þröngsýnn "millistéttarmaður" sem fyrirlítur aðra á ekkert erindi í stjórnmál, aðeins víðsýnir menn með nógu stórt hjarta og vitsmuni til að ná til allra geta orðið "landsfeður"....og ég sá þannig material í Jóni þar til hann tróð veldissprotan í svaðið með að rétta hann svona manni, sem leyfir sér svona snobb, manni sem skilur ekki hugtakið "jafnrétti", sem sníst fyrst og fremst um mannvirðingu, og þar af leiðandi ekki hugsjónir frönsku byltingarinnar "Frelsi, Jafnrétti, Bræðralag". Þar sem gömlu flokkarnir hafa ítrekað valdið vonbrigðum er ég að hugsa um að skila auðu næst. Sjáum til. Jón get ég ekki hugsað mér að kjósa meir, og þúsundir Reykvíkinga eru í sömu stöðu og ég. Ég hefði kosið Samfylkinguna ef ég hefði viljað fá Dag sem borgarstjóra, nú eða bara stofustáss, en ég eins og ótal stuðningsmenn Jóns erum alfarið á móti þeim flokki.

L (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband