Trúðsuppákoman í Reykjavík heldur áfram.

Eitt helsta rannsóknarefni stjórnmálafræðinga í framtíðinni verður örugglega hvernig það gat eiginlega gerst að Jón Gnarr og hjörðin í kringum hann gat unnið kosningasigur í borginni árið 2010.

Framboð Jóns Gnarr var stofnað í fíflagangi og ekkert kom fram hvernig hann og hans fólk ætluðu að leysa úr vandamálum borgarinnar. Engin framtíðarsýn nema trúðslæti. Samt sem áður kaus fólk Jón Gnarr.

Nú kemur sem sagt í ljós að tilgangurinn var að gera kvikmynd um fíflaganginn.Jón Gnarr og hans hirð á örugglega eftir að græða vel á trúðslátunum.

Efalust verður ekkert á það minnst hvernig stuðningurinn við Jón Gnarr hefur hrunið eftir kosningar þegar kjósendur hafa kynnst honum og séð að það passar illa að hafa trúð í starfi borgarstjóra.

Reyndar sjá það allir að maðurinn sem kjósendur höfnuðu er hinn raunverulegi borgarstjóri þ.e. Dagur B. Eggertsson.

 


mbl.is Frumsýning á myndbút úr Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núna veit ég ekki hvernig aðrir skynja hann Jón Gnarr en mér finnst honum hafi tekist ágætlega að benda á fáránleikann í stjórnmálum.

Ég held að mikið af ungu fólki sem og eldra hafi kosið hann vegna þess að hann samsvarar sér ekki með öðrum stjórnmálamönnum og ekki hef ég séð mikin mun á borginni eftir því hver situr í borgarstjóra sæti.

Kristján Oddsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:51

2 identicon

Ég mun hafa bent á það eftir þessar fíflakosningar að Dagur B Eggertsson,yrði í raun og veru borgarstjórinn og það sést alveg greinilega,og Samfylkingin í borgarstjórn fjarstýrir trúðnum honum Jóni Gnarr.

Númi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 12:50

3 identicon

Þetta var bara allt of fyndið til að kjósa hann ekki...

Pétur Sig (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:10

4 identicon

Þetta er nú ekki mikið rannsóknarefni, stjórnmálamenn í Reykjavík voru einfaldlega búnir að drulla svo uppá á bak undanfarin misseri að það meikaði meira sens að kjósa grínleikara. Ekki velta þér meira uppúr þessu erfiða rannsóknarverkefni

vilhelm þór (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 16:47

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bíddu við, hefur stuðningur við Gnarrin hrunið???

Annars er þetta skot alveg drepfyndið - aumingja stífu alvörupólitíkusarnir. Og það alversta fyrir þá er að þeir geta algerlega sjálfum sér um kennt.

Það versta við árangur Besta flokksins er að trúðarnir í hringleikahúsinu við Austurvöll munu ekki þora að boða til kosninga fyrr en allt um þrýtur - vitandi að þeim mun verða refsað á svipaðan hátt og í borginni. 

Haraldur Rafn Ingvason, 2.11.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Síðasta könnun sýndi að aðeins 25% eru ánægð með störf borgarstjóra.

Sigurður Jónsson, 2.11.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband