Geimvera stjórnar Reykjavík.

Margur hefur átt mjög erfitt með að átta sig á því hvernig Jón Gnarr borgarstjóri hagar sér. Í kvöld kom skýringin í Kastljósinu. Jón Gnarr sagðist vera geimvera. Það hlaut að vera. Það er ekkert skrítið að Bandaríkjamenn skuli stunda njósnir á Laufásveginum. Kannski hafa þeir verið komnir á sporið að það væri geimvera sem stjórnaði Reykjavík.Jón Gnarr varð bara fyrri til að upplýsa alþjóð um tilveru sína hér á Íslandi.

Já, þeir eru hálf dularfullir sem sest hafa að á jörðinni frá öðrum hnöttum eins og Jón Gnarr.

Rosalega er ég feginn að það skuli vera Eyjamaður sem er bæjarstjóri í Garðinum en ekki einhver geimvera.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Höfundurinn: Sigurður Jónsson sem hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum, er auk þess svo fyndinn og spaugsamur að það hálfa væri nóg...

Þetta er svona gegnheilt Sjálfstæðismanna grín..Ho ho ho..

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 22:32

2 identicon

Hvenær ætlar þú að skríða aftur ofan í holuna þína Hilmar.

Merkilegt að sjá hvað þú sleikir þessa vini þína mikið upp.

Alveg blindur.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:43

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Erum við ekki öll stödd ofan í sömu holunni sem Sjálfstæðisflokkurinn gróf okkur af sinni alkunnu heimsku og græðgi Kristinn ?

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 22:53

4 identicon

Æ- Hilmar ert þú virkilega enn að verja samspillinguna

kjósandi (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:15

5 identicon

Hvort ert þú hluti af nýja eða gamla Sjálfstæðisflokknum Sigurður?

Páll (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:17

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er bara til einn Sjálfstæðisflokkur og ég tilheyri honum. Við sameinumst um grundvallarstefnu flokksins, en ég er ekki alltaf sammála öllu sem flokkurinn gerir. Ég hef einnig stundum leyft mér að gagnrýna menn og málefni hjá Sjálfstæðisflokknum. En ég sé ekki að aðrir hafi betri stefnu en Sjálfstæðisflokkurinn. Jón Gnarr og félagar boðuðu ný vinnubrögð, en er það eitthvað til að monta sig af að svíkja kosningaloforð og láta svo allt snúast um sína persónu.

Jón Gnarr er mun verri í klíkuvinnubrögðum og lokuðum vinnubrögðum en gamli fjórflokkurinn. Reynir svo að státa sig af einhverjum nýjum og heiðarlegum breytingum í stjórnmálum og talar um sig sem geimveru.

Sigurður Jónsson, 8.11.2010 kl. 23:32

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón hann er flottur á móti fjórflokksmafíunni sem hér er allt að drepa með einkavinavæðingu og spillingarviðbjóði!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:57

8 identicon

Ég tók gleði mína á ný að sjá smá töggur í Jóni. Ég kaus ekki Davíð B. Ekkert!!! Ég kaus alvöru mann sem þorir að ganga í verkin og hrista ærlega upp í hlutunum! Jón virðist hafa endurheimt þennan neistann.

Gallinn við Jón er að hann fattar ekki alveg hvað hann er stór. Hann hefur charisma á við Adolf Hitler, en innræti eins og Olaf Palme. En það verður til einskis ef maður kastar slíkum gjöfum fyrir Samfylkingarhunda og lætur þá stela af sér dýrðinni.....Já, Jón tekur strætó eins og Palme og allt! Það eina sem getur orðið nógu mikið "turn off" til að hann missi þann sjarma sem hann hefur í augum fólksins er þetta daður hans við smáborgara eins og Dag Ekkert.

Og þó ég taki undir orð Jóns um Sjálfstæðisflokkinn, þá verð ég að vara hann við einu. Enginn er stærri en óvinur sinn. Jón er of stór og mikill til að berjast við drauga. Það mun smækka Jón og gera að engu að berjast við svona lítinn draug eins og Sjálfstæðisflokkinn.

 Veldu þér stærri óvini, Jón! Á alheimsmælikvarða! Verðuga óvini fyrir stóran mann. Ekki afturgöngur. Ekki láta gínurnar í Samsullinu draga þig niður á sitt level og eiga óvini af þeirra stærðargráðu.

Þú ert stór og mikill. Þú hefur tækifæri til að GERBREYTA landinu þínu. Fáðu ráð hjá ALVÖRU "sérfræðingum", "galdraköllunum" á bak við tjöldin. Hættu að hlusta strengjabrúður ;)

Það kaus enginn "sérfræðingana". Og það kaus enginn bara Jón Gnarr. Fólkið kaus byltinguna sem Jón getur komið til leiðar, ef hann sannfærist um eigið ágæti.

Karl (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:16

9 identicon

Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!

Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:52

10 identicon

Væri ekki betra að hafa Dag sem borgarstjóra? Hann mun aldrei segja eða gera neitt frumlegt eða óvænt og þá getum við öll sofið rótt. Hann yrði copy/paste af flokkssystur sinni Ingibjörg, og hver einasta hugsun sem hann hefur hugsað er copy/paste. Við þurfum enga brjálæða snillinga við stjórnvölinn!

Vilmundur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband