Er ekki fullt af lögfræðingum á Alþingi?

Það vekur furðu okkar sem ekki erum lögfræðimenntuð að Alþingi skuli senda frá sér lög sem reynast svvo ekki standast,þannig að vilji þingmanna nær ekki fram. Greiðslujöfnunarúrræðin koma til með að hrynja meira og minna fyrst lögin um að ekki skuli gengið að ábyrgðarmönnum standast ekki.

Nú spyr maður, er ekki fullt af þingmönnum á Alþingi sem hafa lögfræðimenntun? Nú kemur það í ljós að þingmönnum var bent á veiluna í lögunum. Samt var ekkert gert til að taka á málinu.

Ríkisstjórnin er með fullt af lögmönnum í sinni þjónustu. Samt leggja menn fram lagafrumvarp sem ekki stenst. Hvernig í óskupunum stendur á þessu?

Ríkisstjórn og Alþingi hljóta nú að taka málið upp að nýju. Það er alveg lágmarkskrafa almennings að þau lög sem sett eru á þingi og eiga að koma til bjargar illa stöddum heimilum séu það vel undirbúin að þau standist.


mbl.is Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

þingmenn og ráðherrar eru ekki þarna nema fyrir laun sín þetta eru hugsunarlausir skrumskælar,Það er þjóðarskömm að hafa þetta lið á hinu svokallaða Alþingi þeir vita vel að þetta og hitt stenst ekki lög og ef ekki eru þeir heimskir,Það átti að gera eitt og annað eftir kosningar en það var bara lygar og svik sem þau standa á, Fólkið skiptir þau engu máli því ef svo væri hefði það verið gjört strax eftir þjóðnýtingu bankana en fólkið og þjóðin skiptir þau engu máli.....

Jón Sveinsson, 27.11.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: corvus corax

Það er mjög áríðandi grundvallaratriði að banna algjörlega með lagasetningu að krefjast ábyrgðar þriðja aðila fyrir lántökum. Lántakandi á að bera ábyrgð á sínum skuldum og viðkomandi banki að bera þá ábyrgð að lána viðkomandi fjármuni. Að blanda þriðja aðila inn í málið með sjálfskuldarábyrgð er hrein nauðung og eingöngu ætluð til að tryggja hagsmuni annars samningsaðilans, þ.e. bankans. Þetta er dæmalaust í fjármálaheiminum og verður að banna með lögum. Svo þarf líka að setja strangar og skýrar lagareglur um kaupleigu- fjármögnunarleigu- og rekstrarleiguviðskipti en í þeim viðskiptum komast lánveitendur upp með að innheimta hið leigða auk fjár sem nemur margfaldri upphaflegri skuldbindingu og er þá ekki meðtalið gengistrygging eða önnur verðtrygging. Þetta er ekkert annað en glæpsamleg fjárplógsstarfsemi og þarf að stöðva með ströngum og skýrum lögum.

corvus corax, 28.11.2010 kl. 10:48

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já það lítur útfyrir að lögfræði snúist ekki um að finna sannleikan heldur ollu fremur  hinn endann á honum sé hann hentugri fyrir aurabaukinn.

Tek undir með síðasta ræðumanni ( Nr. 2.) að það á að vera bannað að afglapar og krakka kjánar geti veðsett foreldra sína afa og ömmur. Við slíku eiga að vera ströng viðurlög.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband