Bjarni stóð sig best í Kryddsíldinni. Misheppnaður brandari hjá Jóhönnu.

Eins og oftast var Kryddsíldin á Stöð 2 hin besta skemmtun. Setji fólk sig í hlutlausa gírinn og meti frammistöðu forystumannanna er ekki nokkur vafi að Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins stóð sig lang best. Bjarni setti gagnrýni sína fram á einfaldan og skíran hátt. Bjarni benti einnig á hvað þarf að gera til að koma þjóðinni á réttan kjöl.

Jóhanna sagði reyndar misheppnaðan brandara. Jóhanna talðai um að stjórnm,álamennirnir ættu að hætta þessu karpi. Hver hefur nú stundað annað eins karp og Jóhanna sjálf. Þeir eru vandfundnir á Alþingi sem hafa stundað annað eins karp og Jóhanna sjálf. Það trúir ekki nokkur maður að Jóhanna vilji hætta karpi. Jóhanna lítur svo á að samstaða felist í því að allir hlýði hennar tilskipunum. Málamiðlanir í hennar huga eru ekki til. Það eitt er rétt sem hún segir.

Svo kemur þessi sama Jóhanna og segir að stjórnmálamenn eigi að hætta þessu karpi.

Jóhanna hefur hingað til verið þekkt fyrir annað en vera húmoristi. Það breyttist ekkert í dag.


mbl.is Hættum þessu karpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Gleðilegt ár  og þakka alla pistlana þína á  liðnum árum.

Rauða Ljónið, 1.1.2011 kl. 00:40

2 identicon

Sigurður ég óska þér gleði og gæfu á nýbyrjuðu ári.Ekki er ég sammála þér um að Bjarni Vafningur,hafi staðið sig vel,mér fannst hann vera frekar ósannfærandi.Nú þurfum við utanþingsstjórn sem forsetin á að skipa í.

Númi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 01:11

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gleðilegt ár Sigurður og þakka þér bloggin þín á því liðna.

Jóhanna (Skapanornin) er hefur alltaf verið og verður alltaf þrasari - og ósannindamanneskja. Yfirgangur og frekja eru og verða hennar ær og kýr.

Sammála þér um Bjarna í þættinum -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.1.2011 kl. 07:15

4 identicon

Ekki er ég sammála þér með frammistöðu Bjarna, en ég óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir pislana þína, þó ég sé oftast ósammála þér! 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 15:05

5 identicon

Sæll.

Ég sá nú ekki Kryddsíldina en ég myndi vilja sjá stjórnarandstöðuna hafa sig meira í frammi en verið hefur. Stjórnarliðar skilja ekki vandann og eru því allsendis ófærir um að leysa hann. Fólk finnur nú vel á eigin skinni að þessi vinstri stjórn ræður ekki við vandann.

Einnig skiptir miklu máli að Sjálfstæðisflokkurinn þvoi af sér þennan hrunstimpil, margir kalla flokkinn hrunflokkinn vegna þess að vinstri menn hafa komist upp með það óáreittir að halda þessu fram. Málflutningur af þessu tagi undirstrikar auðvitað skilningsleysi þeirra á orsökum hrunsins og þar er því auðvitað tækifæri til að sýna kjósendum hve illa að sér stjórnarliðar eru. Er þá hrunið í Bretlandi líka Sjálfstæðisflokknum að kenna? Skiptir engu máli að þar stjórnaði lengi vel systurflokkur Sf, Verkamannaflokkurinn? Hvað með vandræðin í Grikklandi, er hægt að þakka Sjálfstæðisflokknum þau líka?

Einnig þarf að hamra á því að Steingrímur sagði á síðasta ári að hagvöxtur væri hér en fáeinum dögum síðar kom í ljós að hagkerfið var að dragast saman. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur?

Helgi (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband