Er Grýla hæst ráðandi í Seðlabankanum?

Nú hefur hin tæra vinstri stjórn ákveðið að tjalda öllu til sem hægt er til að hræða Íslendinga til hlýðni, þannig að Icesave samningur verði samþykktur. Alls konar hræðsluáróður er settur í gang af samninganefndinni og Seðlabankastjóra. Enn á ný er dregin upp sú mynd að hér fari allt á hliðina ef við samþykkkjum ekki Icesave þann 9.apríl n.k.

Seðlbankastjóri dregur upp myndina að við munum ekki fá nein lán og framtíðin verði hrikaleg á Íslandi ætli Íslendingar að segja nei við óréttmætum kröfum Breta og Hollendinga. Grýla er höfð í hverju horni og henni sigað miskunnarlaust á okkur. Við okkur er sagt, viljið þiða að Ísland verði Kúba norðursins eða Norður Kórea. Reyndar er það nú merkilegt að sumir  íslenskir aðdáendur þessara kommaríkja skuli nú nota þessi lönd sem Grýlu á okkur.

Íslendingar láta ekki hræða sig til hlýðni. Við stöndum á okkar rétti og segjum Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9.apríl n .k.


mbl.is Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Grýla, Seðlalúði og  jólasveinarnir. Er þessu liði treystandi?

Sigurður I B Guðmundsson, 4.3.2011 kl. 19:10

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það er alvarleg meinloka hjá þeim sem ekki sjá í gegnum hræðsluáróðurinn. Nei, þessu liði er ekki treystandi og 9. apríl segi ég nei og aftur nei.

Þórólfur Ingvarsson, 4.3.2011 kl. 22:47

3 Smámynd: Elle_

Hví gera stjórnarflokkarnir ekkert nema ljúga?  Hvernig í veröldinni fengu þau sjálfan Seðlabankastjóra til liðs við lýgina?? Já, skrýtið að sumir noti Kúbu og Norður Kóreu sem ógn þegar þau vilja endilega að við verðum eins.  Með ICESAVE verðum við það. 

Elle_, 4.3.2011 kl. 23:44

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Elle, hver einasti maður og þeir eru ófáir utan einn,sem ég hef spurt ætla að kjósa á móti,sem sagt NEI við Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2011 kl. 04:21

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Grýlur" hafa einn meðfæddann galla, sem er að ef "ljósi" skynsemi er beint á þær, visna þær upp og geispa golunni, að láta sér detta í hug að halda svona fram, að Ísland hafi ekki, né muni fá aðgang að nausynlegu lánsfé, þó Icesave III verði hafnað, er ein slík "Grýla".

Sigurvegarar í kosningunum á Írlandi, Fine Gael flokkurinn og formaður hans Enda Kenny, hafa fengið bæði AGS og ESB til fá "kalt" vatn niður eftir bakinu, með loforðum sínum um að segja upp, eða endursemja um alla lánaaðstoð sem landið var "þvingað" til taka, og í ljósi þess að hvert mannsbarn á Írlandi er frá 6 til 8 sinnum skuldsettara en hvert á Íslandi, í þessu liggur auðvitað "ógnin" um að Írland segi sig úr ESB eða allavega úr evrubandalaginu, ef ekki verður að kröfum þeirra.

En tókuð þið eftir hvað seðlabankastjíri sagði, að yrði að gera ef samningnum verður hafnað, átti sjálfsagt að vera enn ein "Grýlan" en ef svo þá var hún misheppnuð svo ekki sé meira sagt. 

“MBKV„Þá þyrftum við að treysta á innri öfl Ísland og halda áfram að kaupa gjaldeyri,“ sagði seðlabankastjórinn, og bætti því við að gengi krónunnar verði lægra og verðbólga meiri. Seðlabankinn þyrfti að halda áfram gjaldeyriskaupum af innlendum aðilum

Nákvæmlega það sem búið er að vera að gera, sl. 2 ár og gerir, ásamt neyðarlögunum á sínum tíma, að landið er betur statt en nokkurt annað sem lenti illa í kreppunni, þessu á semsagt að snúa við og gera fórnir almennings sl 2 ár að engu, þegar virkilega er farið rofa til við sjónarrönd, í stað þess að halda áfram að gera þetta "The Icelandic Way" sem fleiri og fleiri finansexpertar eru að benda á og til og með fjármálaráðherrann "grobbar" af í viðtölum erlendis HÉR en það er greinilega passandi til "heimabrúks" eins og er.

MBKV 

KH


Kristján Hilmarsson, 5.3.2011 kl. 10:25

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Átti að vera: en það er greinilega EKKI passandi til "heimabrúks" eins og er.

MBKV 

KH

Kristján Hilmarsson, 5.3.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband