VG að springa. Fellur Vinstri stjórnin?

Það hlaut að koma að þessu. Það hefur legið ljóst fyrir að nokkrir þingmenn Vinstri grænna eiga enga samleið með forystunni. Spurning hvort fleiri þingmenn fylgi á eftir eins og t.d. Ásmundur Daði og Guðfríður Lilja.

Þessi stórtíðindi í pólitíkinni hljóta að vekja upp spurninguna hvort þessi vesæla vinstri stjórn er að syngja sitt síðasta.


mbl.is Segja sig úr þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi springur þetta allt i loft upp núna Og það væri meiri forherðingin af hálfu Steingrims að halda að hann haldi bara enn áfram eins og ekkert se ??

Ransý (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Sammála þér það er nokkuð víst að það verða fleiri úrsagnir úr flokknum.

Hvort að þetta þýðir stjórnarslit er ekki ljóst en víst að nú verður róðurinn þungur fyrir Grím. En samt stórtíðindi!!!!

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 21.3.2011 kl. 11:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábærar fréttir í morgunsárið. En að Sjálfstæðið taki saman við Samfylkinguna er glapræði því að við viljum ekki flokksræði framar eða er það?

Sigurður Haraldsson, 21.3.2011 kl. 11:26

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Eftir að þjóðin hefur sagt Nei við Icesave er stjórnin búin að vera. Kosningar í vor er eina ráðið. Þá eru það kjósendur sem fá að velja að nýju á þing og í framhaldinu verður mynduð starfshæf ríkisstjórn. Þjóðin mun allavega hafna öllum geimveruframboðum eins og Reykvíkingar sitja uppi með.

Sigurður Jónsson, 21.3.2011 kl. 11:44

5 identicon

Vonandi! Þá skal gengið til kosninga glaður í bragði og Lilja kosin!

Guðrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjáumst í haust við kjörborðið!

 - Samtök Fullveldissinna

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2011 kl. 11:57

7 Smámynd: Elle_

En í guðanna bænum ekki lyfta Ásmundi og Guðfríði Lilju upp á stall.  Ásmundur getur ekki verið tekinn alveg alvarlega að mínum dómi: Hann sagði JÁ við kúgun ICESAVE 1 + 2.  Hann loks núna sagði NEI í fyrsta sinn við ólöglegu og stórhættulegu ICESAVE.  Guðfríður Lilja er skaðlegri og snérist eins og blað í vindi.  Guðfríður þóttist vera voða mikið á móti ICESAVE fyrst og vildi það samt fjlótlega eftir að Helgi Áss líka umskiptist í málinu eins og ýmsir í VG.  Og það var þegar hann fór að vinna með Steingrími.  Núna er Ögmundur líka fallinn í málinu.  Veit pistillinn snýst ekki bara um ICESAVE en málið er það alvarlegt að við ættum að miða við gerðir stjórnmálamanna þar.

Elle_, 21.3.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband