Er hægt að hugsa sér meira óréttlæti?

Stundum verður maður alveg rasandi hvernig dómstólar dæma. Hvernig í óskupunum er hægt að neita bótakröfu manns sem lagði sig í hættu til að bjarga vinnufélaga sínum. Hvað gerir fólk þegar það sér vinnufélaga sinn í bráðri hættu öskrandi af sársauka. Auðvitað reyna menn að bjarga félaganum. Nú gerist það í framhaldinu að björgunarmaðurinn verður öryrki og líf fjölskyldu hans gjörbreytist.

Í fyrstu lýsti vinnuveitandinn honum sem hetju en neitar svo að bæta honum tekjumissinn og allt tjónið. Þetta er mikill og stór mínus fyrir Norðurál að standa svona að málum.

Enn fáránlegra er að dómstólar skuli standa með Norðuráli og Sjóvá og neita að maðurinn eigi rétt á bótum.

Vonandi tekur Hæstiréttur öðruvísi á málinu.

Maður hefði haldið að fyrirtæki eins og Norðurál teldi það sjálfsagðan hlut að bæta þeim aðila sem hugsaði fyrst og fremst um að bjarga vinnufélaga sínum heldur en koma fjölskyldu hans erfitt fyrir.

Þetta er ekki rós í hnappagat álfyrirtækisins. Skömm þeirra er mikil.


mbl.is Fær ekki bætur fyrir að hjálpa vinnufélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er fáránlegt "... samkvæmt eigin ákvörðun, brást við til hjálpar samstarfskonu sinni og ekki sé hægt að rekja meiðslin til skyndilegs utanaðkomandi atburðar".

Þegar ég las þetta þá datt mér í hug sumir öfgar í Ameríku (sem greinilega eru að breiðast út um allan heim) en þar hættu læknar, sem ekki voru á vakt, að aðstoða fólk sem varð fyrir áfalli á förnum vegi (ef einhver t.d. fékk hjartaáfall úti í búð) því þeir gátu átt það á hættu að verða lögsóttir ef sá sem fyrir áfallinu varð varð örkumla eða lést.

Skilaboðin eru: "Ekki hjálpa náunganum" því það getur komið í bakið á þér síðar, og stundum bókstaflega eins og í þessu tilviki.

Var ekki einhver dæmdur fyrir nokkrum árum fyrir að koma einstaklingi í neyð ekki til hjálpar. Það er vandlifað í henni veröld!

Björn (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:54

2 identicon

Er hægt að hugsa sér meira óréttlæti? 

Já, að einhverjum öðrum sé dæmt að greiða það tjón sem maðurinn varð fyrir við það að fara út fyrir verksvið sitt og nota ekki þau tæki og tól sem tiltæk voru til verksins og hefðu komið í veg fyrir að hann skaðaði sig. Hann ákvað sjálfur að taka sjensinn frekar en að fara öruggu leiðina.

Og ég held að það sé ekki samúðarfullum bloggheimi að ákveða hverjum fyrirtæki eigi að ölmusa með peningagjöfum. En samúð bloggheima ristir ekki dýpra en svo að enn hefur enginn boðist til að skipta með þessari hetju hluta af launum sínum. Andúð á tryggingafyrirtækjum og álfyrirtækjum virðist vera aðal hvati skrifa bloggheima, ekki samúð, sannleiksást eða réttlæti.

sigkja (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur málflutningu hér hjá þessum sigkja.  Reyndu að skammast þín þetta viðhorf þitt er algjörlega siðlaust og þér sjálfum til skammar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 22:56

4 identicon

Það eru óskráð lög í þessu landi að það er siðferisleg skylda hvers og eins að koma öðrum til hjálpar í neyð.

Ef til dæmis ef þessi vesalings dómari yrði fyrir skakkaföllum t.d. í árekstri eða fjallgöngu, þá ber nærstöddum siðferðsleg skylda að aðstoða þennan vesalings dómara.

Öðru vísi væri ekki hægt að byggja upp sæmilega siðað samfélag.

Hæstiréttur hlýtur að snú þessum dómi, annars er þessi þjóð í afar slæmum málum, og það ber að hafa verulegar áhyggjur að dómstólum landsins.

S. Þórarins (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 23:32

5 identicon

Þessi dómur er allt annað en sannfærandi. Lesið hann sjálf:

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200913770&Domur=2&type=1&Serial=1&Words= 

Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 01:27

6 identicon

Hver sem óskráðu lögin í siðuðu samfélagi eru þá skilst mér að skráðu lögin segi fólk ekki fá greiðslur nema það sé tryggt fyrir því tjóni sem það verður fyrir. Þeir sem hafa brunatryggingu fá ekki sjónvarpið bætt ef einhver stelur því, jafnvel þó tryggingafélagið sé illa liðið og eigi nóg af peningum.

Fólk sem stundar björgunarstörf er með sérstaka tryggingu. Íþróttafólk einnig. Okkur bjóðast ýmiskonar tryggingar, líf, sjúkra, farangurs, innbús o.s.frv. Við þurfum ekki sumar og getum ákveðið að taka sjensinn að sleppa öðrum. En jafnvel óskráðu lögin í siðuðu samfélagi geta ekki krafist þess að við fáum greiðslur þegar við tökum áhættuna og töpum án tryggingar. Ef þú ert tryggður við vinnu þína þá er ekki víst að sú trygging dugi til þegar þú ert ekki að sinna þinni vinnu, jafnvel þó tryggingafélagið sé illa liðið og eigi nóg af peningum.

sigkja (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 03:01

7 Smámynd: Sandy

Góðan dag! hér kemur lítil saga af tryggingum.

Sonur minn lenti í því að bakkað var inn í hliðina á bíl hans, konan sem það gerði tengist inn í lögregluhópinn, þetta gerðist rétt fyrir kl 8 að morgni, hún fór fram á að hitta strákinn kl 2 vegna þess að hún var of sein í vinnuna, strákurinn samþykkti það þar sem lögreglumaður kæmi með henni. þau komu hinsvegar kl eitt og voru búin að gera skýrsluna og fengu hann til að skrifa undir. ( hann hafði þó skýr fyrirmæli að heiman að skrifa aldrei undir neitt nema með hjálp, þar sem hann er á eftir og hefur takmarkaðan lesskilning). Strákurinn var dæmdur í órétt jafnvel þó hann hafi verið í beinni akstursstefnu og því alls ekki getað verið valdur af þessari ákeyrslu. Ég kærði þetta mál, en fékk þau svör að ekki væri hægt að breyta fyrri niðurstöðu vegna ónógra gagna,ég fór í tryggingafélag stráksins og fékk þau svör að þeir hefðu sent öll gögn. þegar hér var komið fór ég til lögfræðings við fórum yfir báðar skýrslunar og sáum að skýrslu konunnar hafði verið breytt frá því að strákurinn  skrifað undir þ.e. skýrslunum bar ekki saman. Lögfræðingurinn fór í að athuga hvaða gögn hefðu vantað við kærumeðferð málsins, kom þá í ljós að það vantaði mynd af tjóninu (og munið að tryggingafélögin hafa öll sama manninn í að taka tjónamyndir og ekki er möguleiki fyrir almenning að verjast á þessu stigi máls). Í einu horni tjónaskýrslu á að skrifa lýsingu á tjóni og þar stóð rispa en staðreyndin var sú að báðar hurðar og stafurinn á milli þeirra skemmdust.Önnur hurðin varð ónýt en hina var hægt að rétta. Ég spurði hvernig væri hægt að dæma svona ranglega, svarið var að strákurinn þyrfti ekki að hafa áhyggjur þar sem hans bíll var í kaskó, en það var bíll konunnar hinsvegar ekki. Strákurinn þurti ekki að borga viðgerðina á bílnum en hann missti sjálfsábyrgðina og hækkuðu þá iðgjöldin og munaði hann þó nokkru þar sem hann hefur einungis örorkubætur.

Jæja sigkja hér er allt siðgæðið og hér er allt réttlætið. Ef siðgæðis og réttlætisvitund þín er ekki á hærra plani, myndi ég ráðleggja þér að horfa á sjálfa/n þig í spegli og íhuga hvernig þú vildir að komið væri fram við þig í tilfellum sem þessum og ekki halda að ekkert geti komið fyrir þig.  Ef þú kaupir tryggingu, sama hvers eðlis tryggingin er viltu fá greitt ef þú lendir í tjóni.

Sandy, 6.7.2011 kl. 09:20

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þarna verður greinilegt slys og Maðurinn bregst við til að stoppa sársauka og husanlega meiri skaða en þegar er orðinn á samverkakonu sinni.

Það er til háborinnar skammar Ál risans að láta þetta mál fara svona fram og vera að reyna að koma sér framhjá greiðslum til einstaklings sem gengdi mannlegri skyldu sinni þegar slys bar að höndum. 

Ólafur Örn Jónsson, 6.7.2011 kl. 09:46

9 identicon

Þegar --"Ráðrúm hafi verið til að beita tiltækum tækjum til að lyfta klemmunni en stefnandi hafi hins vegar ákveðið að nýta þau ekki." --- er hæpið að ætla að velta ábyrgðinni yfir á aðra. Starfsmenn sem nota ekki þau tól og tæki, hlífðarbúnað og öryggishlífar sem vinnuveitandi hefur útvegað gera það á eigin ábyrgð.

sigkja (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:37

10 Smámynd: Elle_

Ég las pistilinn seint en verð að segja að ég er sammála öllum nema SIGKJA.  Og kemur ekki á óvart að hann skuli koma með svona skrýtin rök.  Svipuð fáránleikarök hafði hann fyrir kúguninni ICESAVE.  Samt segir hann að ofan (5.7.2011 kl. 22:04):

En samúð bloggheima ristir ekki dýpra en svo að enn hefur enginn boðist til að skipta með þessari hetju hluta af launum sínum.

Vá, vitið þið hvað við spurðum hann og hina sem heimtuðu að við borguðum fyrir ólöglegt ICESAVE oft svipaðrar spurningar: Hví borgið þið ekki sjálf?   Hann hafði engin svör.  Hann ætlaði okkur hinum rukkunina.  

Elle_, 12.7.2011 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband