Verða bara tveir flokkar á Alþingi Píratar og Sjálfstæðisflokkur?

Niðurstaða nýjustu skoðunarkönnunar er um margt merkilegt. Pírartar halda áfram stórsókn sinni.Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig í fylgi. Vinstri flokkarnir og Framsókn halda áfram að tapa.mBjört framtíð þurrkast út.

Með sama áframhaldin stefnir í að það verði bara tveir flokkar sem fái kjörna fulltrúa á Alþingi þ.e. Píratar og Sjálfstæðisflokkur.

Þetta er skelfilegur dómur fyrir vinstra liðið. Flokkarnir hafa hamast og hamast en þeim fækkar og fækkar semtreysta sér til að kjósa þau.

Óánægjan er svo mikil að vinstri kjósendur sjá það eina ráð að hópast til Pírata. Til flokks sem enginn veit fyrir hvað stendur.Reyndar er maður svo sem ekkert undrandi miðað við að fylgjast með framgöngu Árna Páls,Steingríms J. og Guðmundar Steingrímssonar í umræðum á Alþingi. Eðlilegt að þeir verði færri og færri sem geta hugsað sér að þetta fólk ráði þjóðfélaginu.

Svo er spurning,hvers vegna Framsókn mistekst svona hressilega að halda sínu fylgiEf til vill á framganga og málflutningyur Gunnars Braga,utanríkisráðherra og Sigurðar Inga landbnúnaðar- og sjávarútvegsráðherra stóran þátt í tapinu.

Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega í sókn. Málflutningur og framganga Bjarna Benediktssonar vegur þar örugglega þyngst. Fleiri og fleiri kjósnedur sjá að Bjarna og hans fólki er best treystandi til að stjórna landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband