Hagur allra að semja

Eru hjúkrunarfræðingar og BHM fólk bættara með að setja verðbólguna á fulla ferð? Er það hagur þjóðarinnar að semja um 40-50% kauphækkun á einu bretti? Vilja þessir hópar ekkert gefa fyrir stöðugleikann? Hvers vegna eiga þessir starfshópar að fá mun meiri kauphækkanir en aðrir hópar í þjóðfélaginu?

Það er oft talað um forgangsröð. Vissulega eiga heilbrigðisstéttir að njóta góðra kjara. Vissulega þarf að jafna launamun kynjanna. En það vandamál er ekki hægt að leysa á einu bretti. þetta er áratuga vandamál.Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði sem forsætisráðherra að jafna launamun kynjanna. Gerðist það á hennar vakt? Svarið er stórt nei.

Þegar talað er um forgangsröð,hvað má þá hópur eftirlaunaþega segja sem verður að sætta sig við að hafa til ráðstöfunar 170 þúsund krónur á mánuði. Það heyrist ekki mikið í forystumönnum stéttarfélaga að leiðrétta verði þetta óréttlæti. Það heyrist ekki heldur mikið í stjórnmálamönnum að þessi mál verði sett í forgang.

Það eru nokkrir dagar til stefnu að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM. Fyrir liggur frá fjármálaráðherra að búið er að bjóða 20% launahækkun.Það hlýtur að vera hægt að nálgast lausn út frá þeirri tölu. Það er krafa almennings að hægt verði að ná samningum án þess að raska stöðugleikanum.


mbl.is Boðið 20% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur þegar verið samið um hærri hækkanir við lægsta hópinn....aftur og aftur og aftur. Nú er svo komið að nám skilar lægri ævitekjum, lægri lífeyri og hærri skuldum í lok starfsævinnar. Nám er ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem vill lifa á Íslandi.

Styrkir ríkisins til aldraðra koma launum vinnandi fólks ekkert við. Styrkir ríkisins til aldraðra eiga aðeins að miðast við að þeir svelti ekki.

Espolin (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 14:11

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það virkilega svo að þér finnist að nóg sé að tryggja öldruðum þau kjör að þeir svelti ekki.Þeir sem nú hafa náð því að tilheyra öldruðum átt sinn stóra þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag.Aldraðir byggðu upp þannig að nú geta þeir sem viljað stundað nám. Er það sem sagt viðhorfið að nóg sé að sletta í aldraða svo þeir geti fengið sér súpu og brauð og kannski skyr á helgidögum.

Sigurður Jónsson, 21.6.2015 kl. 16:27

3 identicon

Það eru ekki aldraðir sem halda menntakerfinu gangandi, hvorki með fjármagni eða vinnu. Þó hluti af sköttum afa hafi farið í að byggja húsið þá eru það mínir skattar sem borga kennurunum laun, námsgögn í stofurnar og málningu á þakið. Það eiga allir sinn stóra þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag, það er verkefni allra svo lengi sem hér þrífst þjóðfélag. Þeir sem nú hafa náð því að tilheyra öldruðum hafa einnig skilið eftir sig skuldir, óstjórn, náttúruspjöll og annan ósóma sem afkomendurnir þurfa að glíma við.

Þjóðfélagið skuldar öldruðum ekkert. Hvað hafa þeir gert sem ekki var gert fyrir þá og ég er ekki að gera fyrir mína afkomendur? Í hverju liggur sérstaða þeirra? Og hvers vegna ættum við að fara betur með aldraða en þeir gerðu þegar þeirra var að sjá um aldraða? Ekki sáu þeir sem nú eru aldraðir ástæðu til að tryggja sínum öfum og ömmum neitt umfram það að svelta ekki, þegar vel áraði. Hefur eitthvað breyst annað en það að aldraðir eru orðnir heimtufrekir og sjálfhverfir, uppfullir af eigin merkilegheitum og ímynduðu mikilvægi? Það er víst samhljómur með öllum aumingjum sem klúðrað hafa sínum málum að allir telja þeir þjóðfélagið skulda sér.

Espolin (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 18:18

4 identicon

Þetta er svo sem ekki spurningin um hvort þjóðfélagið skuldi öldruðum eitthvað eða ekki, þó svo vel meigi velta henni fyrir sér.

   Þetta er miklu fremur spurningin um hvort réttlætanlegt sé að láta skerðingar fyrri ríkisstjórnar á kjörum aldraðra standa eða afnema þær eins og gert var varðandi skerðingar á þingmönnum er áttu sér stað á sama tíma.

Enn fremur er þetta spurning um hvort réttlætanlegt sé að láta verðbólgu smátt og smátt éta úr kjörum eldri borgara.

  Annars nokkuð sammála sveitarstjóranum mínum fyrrverandi í pistli.

Sé ekki betur en að lýðskrum og poppúlismi ríði húsum í kjarabaráttunni. 

Tvent er þó hægt að læra um fortíðina af nútímanum. (Þó venjulegast eigi þetta að vera á hinn bóginn)

A. Víxlverkun launa og verðlags í gamla daga var ekki sú að útgerðin (sem þá skaffaði aðalega gjaldeyri) þyrfti að stela af fólkinu, heldur hitt að poppúlistarnir spönuðu samfélagið upp í allt of miklar launakröfur.Þetta olli allt of miklum verðhækkunum á útflutningi svo gengið var fellt og að sjálfsögðu prenntaðar fleiri krónur. 

B. Augljóst er hverjir eru harðastir að halda lægstu launum niðri, það eru þeir sem eru rétt fyrir ofan í launastiganum.  Þar stígur hver sem getur á hendurnar á þeim er neðar stendur.  Samstaðan er nú ekki meiri en svo. 

Yfir allt er svo rappað með sósíalískum rjómaþeytingi, "ég ber ekki ábyrgðina á minni hegðun heldur aðrir" og "Ég hef rétt til að valda öðrum skaða af því mér finnst brotið á mér".

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 10:55

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Espolin! Þú sem ert svo mikil lydda og þorir ekki að koma hér undir nafni mát og ættir að skammast þín!

Þórólfur Ingvarsson, 22.6.2015 kl. 22:05

6 identicon

Þórólfur, rökþrota fara í manninn en ekki boltann. Sannleikanum verður hver sárreiðastur og fullyrðingarnar standast þó þú getir ekki flett upp á höfundi í þjóðskrá.

Espolin (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband