Eftirlitið og landbúnaðarráðuneytið

Um fátt hefur verið meira rætt í dag en brúnu eggin. Það kippust örugglega margir við eftir fréttio í gærkvöldi og kastljósþáttinn. Hvers konar er þetta eiginlega. Ekki vantar hjá okkur fjöldan allan af eftirlitsstofnunum.Það er með ólíkindum að svona starfsemi skuli fá að þrífast ár eftir ár. Fyrirtækið auglýsir vistvæna vöru. Hænurnar áttu að vbera frjálsar úti, en í staðan er uppundir 20 hænum plantað á 1 fermetra. Sáuð þið útlitið á vesalings hænunum.Brúnu eggi voru svo seld 40  dýrari en önnur egg. 

Maður spyr. Hvað með Landbúnaðarráðuneytið? Hvers vegna gerði það ekkert í málinu? Ég hefði nú haldið að þáverandi landbúnaðar ráðherra Sigurður Ingi,sem jafnframt er dýralæknir myndi bregðast við.

Það er ekki skrítið að Framsóknarmenn skuli ekki vilja innfluting á erlendum ferskum vörum ef aðbúnaðurinn er víða svona eins og við sáum.

Það verður að taka hart á þessum málum. Reyndar eru við neytendur best fallnir til þess.Við eigum öll sem eitt að sniðgnga brúnu eggin frá þessu eggjabúi þótt ekki vanti fallega lýsingu á eggjabökkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

UMFRAM ALLT- ÞESSIR MENN ERU EKKI BÆNDUR ! BÆNDUR FARA EKKI SVONA MEÐ SKEPNUR- FIÐRAÐAR EÐA EKKI !

 ÞAR AÐ AUKI- ÞESSA MENN BER AÐ KÆRA FYRIR FALSANIR OG ALLT SEM ÞEIR HAFA GERT OG BANNA ÞEIM AÐ VINNA AÐ ÞESSUM SVIKUM ÁFRA,

  DYRALÆNISRÁÐHERRANN eins og aðrir RÁÐHERRAR hafa annað að gera í vinnunni hjá almenningi en að sjá um svona mál- þeir eru að VINNA FYRIR SIG OG SÍNA OG STOFNA STÖRF FYRIR VININA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.11.2016 kl. 19:37

2 identicon

Þú setur fram einkennilega fullyrðingu í næst síðustu málsgrein þessa bloggs. Það er algengt að fólk kasti fram slíku, án þess að rökstyðja það. Getur þú tjáð þig nákvæmar þ.e. hvað átt þú við?

Jón Hólm Stefánsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 21:04

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er nú ekki ástæða til að taka frá Framsóknarmönnum það sem þeir eiga, þó auðvita vildu margir fá hráa fuglaflensu kjúklinga frá Danmörku sem snarast. 

En Sigurður Ingi var ekki merkilegur sjávarútvegsráðherra, en kannski var hann ekkert skárri landbúnaðarráðherra.  

Þetta hænsnamál var komið til löngu áður en Sigurður Ingi kemur til sögunnar og mæti því rifja upp hverjir hafi verið í afslöppun hjá landbúnaðarráðuneytinu á því tímabili.  

Matvæla stofnun hefur ljóslega rávað um sjálfala á hraða snigilsins í reiðileysi og þar hefur eingin ráðherra litið við í tíu ár, eða þannig lítur það út.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2016 kl. 06:47

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það hefur nú ekki vantað dýralæknana í ríkisstjórnir á Íslandi. Var ekki Árni Matt dýralæknir. Kristinn Hugason ágætlega greindur menntaður í búvísindum, Jón Bjarnason kandidat frá Ási í Noregi og mætti ef til vill fleiri telja, en samt fer þetta svona. Það vantar kjarkinn  í menn og að stöva ósóman á fyrstu stigum, menn eru að vísu að reyna vanda sig gagnvart fáum og vilja ekki valda skaða að ósekju eða lenda í skaðabótamálum, ef farið er of geyst í mál og svo geta menn verið tengdir einhverjum félalgslegum böndum sem erfitt er að slíta.

Og nú er búiða að girða lóð Ríkisútvarpsins með hænsnaneti. Að vísu standa þar yfir framkvæmdir avo öllu sé til skila haldið. En mér finnst það samt afspyrnu fyndið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 09:52

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það getur varla verið á ábyrgð ráðherra að heimsækja öll bú á landinu og gera úttekt á þeim, þess vegna eru til stofnanir eins og Matvælastofnun sem eiga að sinna slíkum verkefnum. Matvælastofnun var í nokkur ár, að mér skilst, búin að gefa téðu búi aðvaranir en ekki fylgt þeim aðvörunum eftir. Bankaeftirlitið á sínum tíma átti að fylgjast með því sem var að gerast í bönkunum, en svo kom skellurinn öllum að óvörum, meira að segja Bankaeftirlitinu sem átti að vera með puttann á púlsinum.

Eru fleiri stofnanir sem þarf að gera úttektir á??? þarf að stokka eftirlitskerfið upp og gera menn ábyrga fyrir gerðum sínum eða aðgerðaleysi????

Það er til lítils að vera með eftirlit ef ekki er farið að lögum og menn látnir komast upp með að brjóta settar reglur. Viðurlög þurfa að vera á þann veg að þau fæli menn frá lögbrotum ekki öfugt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.11.2016 kl. 11:19

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Tómas Ibsen, þú ert eitthvað að miskilja þetta. Það er engin að segja að ráðherra eigi að leggjast í ferðlög og fara skipta sér af sjálfur. En hann er félagslega kjörinn yfirmaður málaflokksins og ber ábyrgð á honum sem slíkur. Það er hann sem á að vera ráðugur og herra og setja menn í verk og reka tryppin. Áður fyrr var forðagæsla og eftirlit með búsmala í höndum búnaðarsambanda og sveitarstjórna og unnu þessir aðilar oft vel saman að þeim málum. Það þótti hneysa ef menn urðu heylausir og var reynt að ganga í þau mál til að forðast horfóður. Eins var lagt mat á umgengni og hvernig dýrum liði. Svína og hænsnarækt voru þó oft olbogabörn í þessu dæmi.

Allt þetta kerfi sem hafði þróast innan gömlu hreppaskipaninnar var afnumið. Nú skilst mér að bændur gefi upp sjálfir t.d. heyforða sinn að hausti í geng um tölvu. Þessi mannlegu samskipti augliti til auglitis eru aflögð.

Svo ræddu menn um tíðarfar og fénaðrhöld sem kallað var og menn vissu hvernig staðan var.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 12:50

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þorsteinn, er þá nóg fyrir matvælaframleiðendur að senda tölvupóst á Matvælastofnun og útlista hversu hlutirnir eru í góðu lagi hjá þeim??? Ég var að leggja áherslu á að stofnanir s.s. Matvælastofnun, Bankaeftirlit og allar aðrar eftirlitsstofnanir sinntu skildum sínum og sæju til þess að hlutirnir séu í lagi, hver á sínu sviði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.11.2016 kl. 13:57

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Tómas við eru sammála í grunninn , aðeins blæbrigða munur. Vitanlega eiga  stofnanir að standa sig, en ráðherrar að reka á eftir ef það er nauðsyn og skúrkar eiga ekki að þéna á fólki í skjóli falsaðra eða rangrar eða engrar vottunar.

Ég segi stofnanir eru stundum orðnar fjarri vettvangi. Samanber búnaðarsambönd í héraði og sveitarfélög, en þau eru hluti ad þjóðríkinu og ég er að bera saman hvað var og hvað er.

Neytendur koma engum vörnum við, enda er í sjálfu sér varan í lagi og kemur ekki fram í útliti eða bragði. En gæti verið stutt í sýkingu.

Samband bænda= framleiðenda og neytenda þarf að vera gott. Hér áður fyrr fóru börn í sveit og allt sviðið var opið og annað hvort voru börn í sveit hjá góðum bændu eða dröslurum þar sem allt gekk á súðum. Nú eru þetta verksmiðjuframleiðsla og neytandinn reiðir sig á ráðherrann = eftirlitsstofnun til að fá góða og heilnæma vöru. Svo vill neytandinn að dýrum líð vel og vill hafa skoðun á því. Návigið getur verið gott að sumu leiti.

Menn smokra sér ekkert undan því hafi þeir horfellt fé að vori mæti þeir granna sínu í réttum að hausti.

Verksmiðjuframleiðsla á búvöru er andlitslaus, og eftirlitsaðili verður að standa sig.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.11.2016 kl. 17:00

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek hér heilshugar undir með þér Þorsteinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.11.2016 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828233

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband