ER BIÐIN EKKI OF DÝR ?

Síðustu daga höfum við heyrt fréttir af viðræðum við Rússa um hugsanlega lántöku. Við heyrum einnig fréttir af viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hugsanlega lántöku og hjálp frá þeim.

Ekkert gerist samt. Áfram rýrna þær eignir sem til eru. Áfram heldur álit okkar á erlendri grundu að falla.

Eitthvað verður að fara að gerast. Eigum við nokkra aðra möguleika en þiggja aðstoð frá gjaldeyrissjóðnum?

Það verður að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún fari að komast að niðurstöðu. Hver dagur sem líður hlýtur að auka á vandann hjá okkur.

Við sem höfum treyst Geir og Sjálfstæðisflokknum viljum að eitthvað fari að gerast í málunum.

 


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er helst á Geira gungu að heyra að við ætlum ekki að "þiggja" neitt af þessum andskotans sjóði, heldur ætlar Geiri gunga kannski að leyfa sjóðnum að lána okkur smá pening, það er að segja ef raunverulegt æðstavald á Íslandi, Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum, leyfir Geira gungu að þiggja lánið. Solla svikari verður ekkert spurð enda ræður hún engu, Ceaucesce ræður öllu!

corvus corax, 19.10.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Þú hlýtur að vera alveg rólegur Sigurður. Enda búinn að lýsa því í löngu máli hve heppinn þjóðin er að eiga leiðtoga eins og Geir Hilmar á þessum erfiðu tímum! 

Nema það hafi verið grín hjá þér, eins og mig grunaði reyndar. 

Heimir Eyvindarson, 19.10.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki aðeins að rústa þjóðfélaginu heldur virðast aðilar þar á bæ vera tilbúnir til að kaupa sér stundarfrið  með því að setja semja kynslóðir í fátækt og skuldaklafa. Ég held að það væri heiðarlegast að viðurkenna að allt er brunnið sem brunnið getur og því er lýðræðislegast að halda kosningar þannig að almenningur fái að hafa eitthvað um það að segja hvort hann vill veðsetja fiskinn og orkulindirnar.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Siggi,Ef þessir atburðir gerir fólk ekki að félagshiggjufólki hvað heldur þú að það þurfi mikið til.Það liggur við að mér finni til með ykkur sem hafið kosið þessa menn kv

þorvaldur Hermannsson, 19.10.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband