Ekki berja hausnum við steininn.

Ég hef bent á það í bloggi mínu að Sjálfstæðisflokkurinnstendur á tímamótum. Það þýðir ekkert að láta eins og þetta sé allt í lagi þetta sé nú bara skoðanakönnun. Það ber að taka þessa könnu alvarlega. Reiði almennings beinist nú fyrst og fremst gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er það hreint ótrúlegt að Samfylkingin skuli blómstra við það að spila sig bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fundi undir fyrirsögninni Tölum saman. Það þarf að gera mun meira heldur en halda nokkra slíka fundi.Flokkurinn verður sem fyrst að halda Landsfund og gera þessi mál upp.Hvernig gat þetta allt saman gerst.

Almenningur á t.d. erfitt með að skilja hvaða tilgangi það þjónar að hækka stýrivexti í 18% og setja meirihluta fyrirtækja á hausinn og margar fjölskyldur. Við blasir að fjöldi fólks mun flýja land.

Ef forysta flokksins ætlar að berja hausnum við steininn er ég ansi hræddur um að fylgið muni enn minnka.Það held ég að væri ekki gott fyrir þjóðina þegar til lengritíma er litið.

Það þýðir ekkert að blása á skoðanakannanir nú frekar en áður.

 


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Vona að stjórnin haldi velli???? Er ekki í lagi með þig, hvar erum við stödd í dag eftir þessa stjórn? Dugleysi og gáleysi er hennar aðalsmerki. Og komin góða leið með að selja okkur IMF og þeirra hyski. Skammist ykkar fyrir að styðja landráðamenn.

Thee, 30.10.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Heidi Strand

Sigurbjörg, hvar hefur þú verið?

Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flokkur með úrelta hugmyndafræði er tortímingunni ofurseldur þegar reynir á hugmyndafræðina eins og nú kom í ljós.

"Sjá hér hve illan enda, ótryggð og svikin fá. J......." eins og sálmaskáldið sagði.

Árni Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: haraldurhar

   Sjálfstæðisflokkurinn verður bara skilgreina sig og sína stefnu, best væri að mínum dómi að hann yrði hreinn hægri flokkur, með mill 10 til 15% fylgi eins og hægri flokkar hafa í nágrannalöndum.  Tími núverandi regnhlífarsamtaka er liðinn, og flokkurinn er nú búinn að afreka það að koma ísl. þjóðarbúinu á hausinn.  Sjálfsögðu á að kjósa strax, ég treysti ekki strandaglópunum til að sigla feyinu í höfn, ef hún næst annað borð á flot. 

   Sigurbjörg eg hef nú ekki hugmynd hvað er að vera hægir krati, er það kannski það að kokgleypa allt er kemur frá íhaldinu, eins og ruglið með hækkun stýrivaxtanna, sem eflaust hefur nú þegar orsakað það að yfir 1500 manns hefur verið sagt upp störfum sínum eftir þessa vitlausu ákvörðun. Dapurlegt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu, lýsa stuðningi sínum við vaxtahækkuninna.  Nú hefði frekar átt að færa stýrivextina í 5 %, og leyfa genginu að fara þannað sem ´það á heima, og nota tækifærið og greiða upp öll Jöklabréf á hálfvirði.  Meðan á þessu stæði þá ætti að fyrsta öll gjaldgeyrislán og taka lánskjaravísitölunna úr sambandi, og tengja aftur er gengið færi að stíga að loknum greiðslum Jöklabréfanna.  Við setjum ekki niður kartöflur í nóv., til að fá uppskeru í febr. ekki einu sinni á Stafnesi, þótt þar sé milt og gott.

haraldurhar, 30.10.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Flokkurinn mun enda í sömu stærðargráðu og framsókn. Farið hefur fé betra.

Menn uppskera eins og þeir sá

hilmar jónsson, 31.10.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður:  Ég er algjörlega sammála þér og hef verulegar áhyggjur af gangi mála hjá okkar ástkæra flokki.

Ef fer fram sem horfir, gætum við horft fram á að fylgi okkar verði í svipaðri prósentu og stýrivextir Seðlabankans innan nokkurra vikna eða daga!

Snolfur: Þetta er hárrétt hjá þér, en svona höfum við ekki sáð! Menn skulu líka minnast þess hvar þetta land stóð fyrir útrásina og það var okkur að mestu að þakka. Vissulega hafa mistök verið gerð.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.10.2008 kl. 08:57

7 identicon

Það verður náttúrlega að leyfa Sjálfstæðismönnum að kasta mæðinni. Það verður að leyfa þeim að klára dæmið. Þeir hófu leikinn.

 

Það hefur aldrei verið talið gott að skipta um gangnaforingja í mikilli þoku, þótt menn hafi staðið í einhverjum nágrannaerjum.

 

En þjóðin sem heild þarf að huga að nýrri hugmyndafræði og hvernig hún ætlar að komast af í landinu sameiginlega. Gott væri að hafa launahlutföllin svona svipað og á sjónum,  þar sem skipstjórinn hefði helmingi hærri laun en hásetinn.

 

Svo væri sniðug að þjóðin ynni sameiginlega að málum á svipaðan hátt og bændur hafa smalað landið frá landnámi. Ég held að það hafi ef til vill ekki verið mikið rannsakað hversu svakalega flott kerfi það hefur verið í strjálbýlu landi. Allir unnu saman. Það er óráð að láta pennaglópa í Brussel ráða för. Það verða engin ný verðmæti til við það.

 

Svo væri gott að koma upp tukthúsi í gamla Landsbankahúsinu á Langholtsvegi.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fjári fín athugasemd hjá Þorsteini Gunnarssyni ég er sammála henni nema rétt blá byrjuninni. Við munum ekki sækja gull í greipar Brussel og það er ótrúlega billegt af Samfylkingunni að benda á ESB sem "Gullna hliðið" og taka ekki þátt í hugmyndavinnslu að öðru leyti. Fangelsi við Langholtsveginn myndi spara lögreglunni útgjöld við flutninga gæsluvarðhaldsfanga.

Geir Haarde er geðfeldur maður  en Sjálfstæðisflokknum virðist stýrt af hópi ráðlausra manna sem hafa leitt þjóðina í skuldafen en sumir hafa þó haft rænu á að skara eld að köku ættmenna sinna.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828245

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband