Á forysta ASÍ að ráða hverjir sitja í ríkisstjórn?

Yfirleitt finnst mér málflutningur forystu ASÍ vera mjög málefnalegur og jákvæður. Kröfur þeirra eru mjög sanngjarnar og þeir vilja virkilega vinna að þjóðarsátt í landinu. Yfirlýsing forseta ASÍ um að hann vilji að tveir ráðherrar verði reknir úr ríkisstjórninni koma því á óvart. Er ekki ASÍ komið nokkuð út fyrir sitt verksvið? Það getur varla gengið að hagsmunasamtök séu með áskoranir að þessi eða hinn ráðherrann eigi að víkja úr stjórninni. Eðlilegt er að ASÍ gagnrýni störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Það hlýtur að vera ríkisstjórnin í heild sinni sem ber ábyrgðina.

Aftur á móti get ég alveg tekið undir þau sjónarmið sem heyrst hafa að Geir hefði átt að gefa út opinberlega áminningu á Björgvin og Þórunni fyrir yfirlýsingarnar um að þau vildu kosningar. Það jafngildir því að þau væru að óska eftir að losna úr ríkisstjórninni. Forsætisráðherra Dana tók þannig á málum þegar tveir ráðherrar í ríkisstjórn hans voru með yfirlýsingar sem gengu þvert á stefnu stjórnarinnar.

Auðvitað átti Geir að segja við Björgvin og Þórunni. Ef þið viljið ekki vera með þá skuluð þið bara fara.

Margir vilja kosningar á næstu vikum. Það tel ég ekki skynsamlegt. Ríkisstjórnin verður að fá tækifæri til að bjarga málum og koma rannsókn vel af stað. Nú fyrir utan það held ég að við værum lítið bætt með forystu Steingríms J.,Valgerðar og Guðjóns A.

Aftur á móti hef ég sagt að nauðsynlegt sé að kjósa í vor eð anæsta haust. Stjórnarflokkarnir verða að leggja mál sín ídóm kjósenda og erndurnýja sitt umboð og gefa tækifæri á endurnýjun á framboðslistum og að ný framboð geti boðið fram. Það er nauðsynlegt til að sátt náist í þjóðfélaginu.


mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki verra fyrir fólk að pæla í þessari bók í ljósi bankamanna og útrásarvíkinga:

,,Snakes in Suits: When Psychopaths Go to Work".

‘Snakes in Suits’ unmasks corporate psychos
http://www.msnbc.msn.com/id/13150054/

Gústa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:01

2 identicon

Sigurður ASI kemur ekkert við hverjir sitja i rikisstjorn.

En þu ert alveg misskilja þetta með Geir hann er orðinn mjög veikur sem forsætisraðherra. Reyndar er það orðið svoleiðis að samfylkingin er orðinn hans politiska öndunarvel. Svo hann getur ekki sett samfylkingunni neina urslitakosti. I vor mun samfylkingin taka öndunarvelina ur sambandi og þa vitum við hvað gerist. Jarðarförin mun fara fram. Og þeir sem munu vilja minnast sjalfstæðisflokksins er bent a fornarlömb efnahagsstefnu FLOKKSINS. Hann mun sjalfsagt ekki hvila i friði.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þarf verkalíðsforusta (ljótt nafn) að vera byggð á pólitískum grunni, væri ekki nær ef slík öfl væru óháð því dóti ?

Jón Snæbjörnsson, 28.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband