Aftur til fortíðar,höft og skattahækkanir.Skelfilegt.

Útlitið dökknar með hverjum deginum. Um nokkurra vikna skeið höfum við lítið fengið annað en slæmar fréttir. Að fá nú tilkynningu um skattahækkanir held ég fylli mælinn hjá mörgum.Flestir ef ekki allir Íslendingar hafa tapað á bankahruninu,kannski mismiklu. Það er súrt fyrir margan manninn og konjna að sjá eftir sparnaði sínum sem nota átt til að létta róðurinn á efri árum. Það er súrt að hver og einn Íslendingur þurfi að taka á sig milljónir í skuld vegna ævintýramennsku 30 karla og 3 kvenna(eins og Vilhjálmur Bjarnason orðar það) ásamt eftirlits-og aðgerðarleysi stofnana sem áttu að koma í veg fyrir margt af því sem gerðist.Það er hart fyrir marga að þurfa að horfa fram á atvinnuleysi vegna fáránleika síðustu ára.

Það er hætta á því að allt þetta hafi verulega slæ, áhrif á andlega líðan fólks. Það er hætta á því að það verði fólksflótti úr landinu.

Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á fólk.

Margur hefur bent á að einhliða upptaka Evru eða annarrar myntar myndu hafa mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hafa stjórnvöld svarað þessu á fullnægjandi hátt? Mér finnst það ekki.

Á sama tíma og höft,skattahækkanir,óðaverðbólga og krónan á einhvers konar floti herja á landsmenn hljótum við almenningur að fara fram á raunhæfari aðgerðir.

Hvað með að afnema verðbólguna tímabundið? Það hlýtur að bera hægt að frysta í nokkra mánuði.

Það sjá það allir að það verður að tryggja að ekki verði svo hart gengið að fólki að það hreinlega gefist upp. Á sama tíma á að bjóða fólki uppá áframhaldandi spillingu og að engin þurfi að sæta ábyrgð.

Það gengur ekki.

 


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum birta lista með nöfnum þessara 30 manna og 3 kvenna.

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Dapurt ástand hér að verða - held að við séum að nálgast moldarkofana aftur -  - skattar upp - nefskattar settir á - auðmenn sitja enn borubrattir og einir að kjöt-kötlunum - farinn að gruna að við getum ekki ráðið við okkur sjálf og hvað þá þjóðfélagið í heild - soddans barbarar - hér er handstýrt þegar það hentar annars sjálfstýringin á en algjörlega eftirlitslaust - svo stutt í grinningar að hrollur fer um mann - ESB er það lausnin - farinn að gruna að ráðamenn ráði ekki við þennan vanda sem steðjar að okkur og þurfi því sér æðri til að vinna undir - ekki nokkur eining í einu eða neinu - sökkvum dýpra og dýpra ef fer sem horfir

Jón Snæbjörnsson, 11.12.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tek undir það...ég vil lista yfir þessa 30 menn og 3 konur STRAX!!!! Og þessa getulausu ríkisstjórn, fjármálaeftirlit og stjórn seðlabanka burt. Auminga fólkið í landinu segi ég nú bara en sem betur fer eru hér erlendir fjölmiðlar sem fylgjast grannt með þessari spillingu og eiga ekki orð yfir framgangi stjórnvalda. Vonandi er einhver þarna úti sem getur hjálpað okkur..hversu lengi getur vont versnað???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 18:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Svokallaðar björgunaraðgerðir hafa verið samfelld röð mistaka allt frá því farið var inn í Glitni.   Bretar tóku þessu þannig að til stæði að mismuna  kröfuhöfum og við vorum þvinguð til að borga Icesave, þó Geir hefði sagt að hann ætlaði ekki að láta kúga sig, þá lét hann undan ISG, IMF og ESB en þessir þrír aðilar virtust vinna náið saman.

Í dag er ég mest hræddur um að Ísland fari brotið í ESB og lokist þar inni í fátæktargildru um aldur og ævi.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Einhliða upptaka evru get ég ekki ímyndað mér að þýði annað en harðar refsiaðgerðir af hálfu ESB. Ekki af illgirni við okkur, heldur fordæmisins vegna. Líklegasta og í rauninni eina aðgerðin sem ESB hefði væri uppsögn EES samningsins.

Er það eitthvað sem heimastjórnarmenn geta hugsað sér?

Gestur Guðjónsson, 11.12.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei Gestur, heimastjórnarmenn eru skynsamari en það eins og þú veist vonandi.

Ef tekinn er einhliða upp erlendur gjaldmiðill væri líklega auðveldast að taka upp dollar, þó gjaldmiðlar EFTA landanna kæmu til greina en það er samt ekki eins auðvelt og sumir vilja vera láta því við yrðum að öllum líkindum að borga 400-500 milljarða í jöklabréfum og svo mikinn gjaldeyri eigum við ekki á lausu, fljótlega myndu síðan bætast við aðrir 400 milljarðar.

Kjarni málsins er sá  að ESB er eitt tollasvæði og við myndum að takmarka mjög mikið möguleika okkar á Asíumarkaði vegna þess að það eru margfalt hærri tollar á sjávarafurðir frá ESB til Kína og Kóreu en frá Íslandi.

Og við myndum tapa fiskveiðilögsögunni þó við fengjum tímabundnar undanþágur í samningum. 

Annars finnst mér ekkert fyndið við þá stöðu sem Ísland er komið og úr því sem komið er skiptir minnstu hver hlutur Framsóknar var í því. Enn sem komið er hef ég ekki heyrt nein rök, sem halda vatni  fyrir því að ESB aðild leysi nokkurn vanda þvert á móti. 

Sigurður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það á að þjóðnýta jöklabréfin og nota þau til að bæta ÍLS og lífeyrissjóðunum afnám verðtryggingarinnar.

Héðinn Björnsson, 12.12.2008 kl. 10:03

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Maður nær ekki upp í nefið á sér orðið - hvað er að ske með Sjálfstæðisflokkinn minn ? hækka bifreiðagjöld - álögur á bensin - nefskattur vegna RÚV sem ég tel að séu stór mistök - RUV á að ver áfram í okkar eigu - úffffff - hvar er niðurskurðurinn td í utanríkisþjónustunni - má ekki fækka Sendiráðum - fækka erlendum starfsmönnum sem borga td ekki nein skattskild gjöld hingað heim en nýta sér alla þjónustu í topp ???? spara frekar en að hækka álögur á fólkið

vonleysi reiði sársauki  tortrygginn

Jón Snæbjörnsson, 12.12.2008 kl. 10:31

9 Smámynd: Valur Kristinsson

Nú á að skerða lífeyrisbætur okkar gamlingjanna og öryrkja.

Það á að rýra heilbrigðisþjónustana sem síst skyldi gera í því ástandi sem þjóðin er í núna.

Og verst er að enginn sér fyrir hvað er í vændum annað en hækkandi álögur og skattar á alla þjónustu.

Ástandið er alvarlegt.

Valur Kristinsson, 12.12.2008 kl. 11:05

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður. Hvers vegna í ósköpunum heldur þú því fram að við myndum tapa fiskveiðiauðlindinni, þegar fyrir liggur að aðrar eyþjóðir sem ekki eiga sameiginlega stofna með öðrum þjóðum hafa fengið viðurkenningu á þeirri staðreynd í sínum aðildarsamningum, þ.e. Azoreyjar, Kanaríeyjar og Malta?

Gestur Guðjónsson, 12.12.2008 kl. 12:35

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir mjög góða og þarfa spurningu Gestur.

Það er alveg rétt hjá þér að þessi ríki hafa fengið tilhliðrun í sínum aðildarsamningum en þessi samningsákvæði eru tímabundin.  

Margir ESB sinnar gera ekki greinarmun á Rómarsáttmálanum og reglugerðum sem samþykktar eru í Brussel. Rómarsáttmálinn er einskonar stjórnarskrá en reglugerðum er auðvelt að breyta. Í dag er í gildi reglugerð sem segir að miða skuli við aflareynslu. Margar áhrifamiklar ESB þjóðir hafa hug á að breyta þessari reglugerð og það er hægt að gera með lítilli fyrirhöfn enda leyfir Rómarsáttmálinn það en í honum stendur að fiskistofnar lúti sameiginlegu forræði ESB. Annars er einn maður hérlendur sem þekkir þessa sjávarútvegsstefnu eins og lófan á sér og þá á ég við bæði lög reglur og praxís og hann er Jón Kristjánsson fiskifræðingur  http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/740198/#comments

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband