Framsókn daðrar við Samfylkinguna.

Ekki heði maður nú búist við að Framsóknarflokkurinn léði máls á því að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Að vísu setur flokkurinn ákveðin skilyrði til að farið verði í viðræður.Auðvitað spyr maður sig,er eitthvað unnið með því að ganga í ESB. Mun eitthvað lagast hjá okkur? Ekki getum við tekið upp Evru svona einn tveir og þrír. Það munu líða einhver ár þangað til.

Svo má kannski spyrja. Er staða okkar orðin þannig að það sé kannski alveg eins gott að einhverjir gæjar í Brussel stjórni landinu okkar. Ekki er staðan hjá okkur svo glæsileg. Væri kannski bara betra að fá einhverja útlendinga til að stjórna okkur?

Er það nú ekki fullmikil uppgjöf hjá okkur. Við hljótum að geta stjórnað okkur best sjálf og ráðið framúr okkar málum.

Annars er spurning hvort menn eru ekki að eyða allt of miklu púðri í þessa ESB umræðu. Við erum að glíma við mesta efnhagsvanda sem við höfum séð. Er þá eitthvað vit í að eyða orku allra í umfjöllun um, hvort við eigum að ganga í ESB eða ekki. Eflaust eru margir fegnir því að öll umfjöllun og umræða fari í annan farveg heldur en að ræða þann mikla vanda sem við stöndum framm fyrir akkúrat þessa dagana.

Samfylkingin má eiga það að henni hefur tekist að fá alla til að setja ESB málin á toppinn.Allt snýst um það. Hvort það er nú þjóðarbúinu til góðs er svo annað mál.

Ég er ekki sannfærður um að allt muni lagast hjá okkur þótt við óskum eftir aðilædarviðræðum við ESB.


mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn vill að ég og þú segjum JÁ eða NEI

Það er rettlæti

leedsari (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef það er styrkur að vera í stærri einingum, ætti þá ekki framsókn að sækja um í Samfylkinguna?

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er alveg sammála þér nafni. En ég er eitt spurningamerki yfir ályktun framsóknarmanna. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér ESB vita að bandalagið mun aldrei gagna að þeim skilyrðum sem Framsókn setur. Framsónarmenn hljóta að vita þetta og Páll á Höllustöðum viðurkenndi þetta hlæjandi.  Til hvers eru þeir þá með þessa samþykkt? Eru þeir að reyna að friða báða arma eins og sjálfstæðismenn ætla að gera?  Eða ætla þeir að ganga á bak orða sinna og semja við ESB á allt öðum forsendum t.d. með því að fórna fiskimiðunum? Ég heyri að samfylkingarmenn eru fúlir því þeir vita að samningaviðræður á þessum forsendum er tímaeyðsla. ESB er örugglega til í að semja um landbúnaðinn enda skiptir hann þá engu máli en þeir vilja fá fiskimiðin. ESB er með sameiginlega ESB landhelgi og Evrópudómstóllinn hefur undanfarið dæmt sérreglur í fiskveiðilögsögu Englendinga og Skota ólöglega.  Þetta er alveg á hreinu.  Við gætum örugglega fengið tímabundnar undanþágur við fengjum t.d. veiðar að 12 mílum til ársins 20012, framhaldið er undir ráðherranefndinni. Ef allar undirnefndir eru teknar með eru 300 nefndir um fiskveiðimál og gríðarlegur fjöldi lobbýista. Hvernig á dvergríki að taka þátt í svona. Þetta yrði samt ekkert nema kostnaður því völd okkar yrðu svipuð og Luxumburg eða minni en 1,5 prómill

Sigurður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður

Það sem ég skil ekki eru þessar fullyrðingar um að Brussel muni stjórna Íslandi förum við í ESB. Að vísu verður sá reginmunur á við aðild að ESB að löggjöf ESB tekur þegar gildi á Íslandi á meðan nú þarf að lögleiða tilskipanir ESB á Íslandi.

Aðrar staðreyndir málsins eru að löggjöf ESB á ekki við alla hluti. Löggjöfin, sem kemur frá ESB, er einnig misítarleg og geta Íslendingar fyllt út í eyður á þann hátt sem þeir kjósa. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla ESB löggjöfina vísandi rammalöggjöf.

Í vissum tilfellum er löggjöfin þó mjög ítarleg, þ.e.a.s. í atriðum er varða öll aðildarríkin og samskipti og viðskipti þeirra á milli. Fjárlagagerð og ákvarðandi um skattlagningu hér á landi yrðu áfram á hendi Alþingis en tollar og flest vörugjöld myndu leggjast af (undantekningar yrðu t.d. bílar, áfengi tóbak, eldsneyti o.s.frv.) og sömu sögu er að segja um stóran hluta lagagerðar. Því hefðum við Íslendingar meira sjálfdæmi í lagagerð en þessi orð gefa til kynna, en getum að sjálfsögðu ekki sett lög sem brjóta í bága við lög ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.1.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Einar Solheim

Aðild að ESB er efnahagsmál. Það er alls ekki svo þó að við inngöngu í ESB mun allt lagast. Enn munu við Íslendingar þurfa að bjarga okkur sjálf. Aðild að ESB gerir okkur það hins vegar mögulegt, en ég er ansi hræddur um aðeinangruð eigum við okkur einfaldlega ekki viðreisnar von.

Einar Solheim, 17.1.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband