Til hamingju Framsóknarmenn.

Kjör Sigmundar Davíðs til formanns í Framsóknarflokknum eru merkileg tíðindi.Flokksmenn á landsfundi þeirra hafna línu flokkseigendafélagsins,sem studdi Pál Magnússon, Sitjandi þingmanni er einnig hafnað.

Sigmundur Davíð er nýr á pólitíska vettvanginum og mun boða ný vinnubrögð ásamt öðrum áherslum en verið hafa hjá Framsókn og væntanlega tryggja flokknum aukið fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn landsfund um mánaðamótin. Flokkurinn verður að gera upp fortíðina,flokkurinn kemst ekki hjá því að þurfa að viðurkenna að mörg mistök hafa átt sér.Flokkurinn verður svo að taka ákvörðun um að hverfa frá ný frjálshyggjunni og leggja áherslu á þá stefnu sem flokkurinn stóð sem lengst fyrir.

Kjör Sigmundar Davíðs sýnir að það er að verða breyting á hugsunarhætti fólks. Flokkseigendafélögin eru ekki lengur einráð um stefnu og eiginhagmunagæslu fyrir ákveðna gæðinga. Hinir almennu stuðningsmenn munu í framtíðinni hafa meira að segja um stefnu og mannaval flokkanna.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að vera áfram forystuafl í íslenskum stjórnmálum verður hann að átta sig á þeim hræringum sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Siggi Það verður gaman að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að takast á við að gera upp fortíðina. Ætla menn að reyna að eyða þeirri umræðu með að setja púðrið í að ræða Evrópusambandið? Þá held eg að þa sé númikilvægara að taka til innan flokksins og láta menn eins og Árna Matt og fleiri víkja - menn þurfa ða læra að axla ábyrgð á embættum sínum - ef flokkurinn er eins öflugur og manni hefur alltaf verið sagt hérna í Eyjum þá ættu að erða átök um breytingar ef ekki þá er þetta bara steidautt og líkara risaeðlu en alvöru afli og það verð ég að segja að það er það sem að ég hræðist.

Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Flokkseigendaklíkan í sjálfstæðisflokknum mun aldrei gefa eftir og það verður einungis með klofningi sem að það gerist. Sjálfstæðisflokkurinn er líka gerspilltur og á ekki heima í stjórnmálum nútímans.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband