Breytt staða hjá Sjálfstæðisflokknum.Bestu bataóskir til Geirs.Kjósum Bjarna Benediktsson sem formann og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformann.

Það voru slæm tíðindi sem okkur bárust í hádeginu að Geir H.Haarde þurfi að gangast undir aðgerð vegna illkynja krabbameins. Ég vona að Geir komi til að ná sér sem fyrst uppúr veikindum sínum.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að stefna á kosningar þann 9.maí n.k. og væntanlega mun Samfylkingin samþykkja það. Það hlýtur að vera skynsamlegast í stöðunni að núverandi ríkisstjórn sitji sem starfsstjórn fram að kosningum. Ein megin krafa stjórnarandstöðu og mótmælenda er að kosningar fari fram. Nú stefnir allt í það og þá mun þjóðin kveða upp sinn dóm.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið frestað til loka mars og nú stendur flokkurinn farmmi fyrir því að velja nýjan formann. Sem betur fer á flokkurinn mikið af hæfileikaríku fólki. Ég tel að lang skynsamlegast væri fyrir flokkinn að sameinast um að Bjarni Benediktsson verði formaður.Hann er efni í glæsilegan foringja.

Ég hef alltaf haft ágætis álit á Þorgerði Katrínu en ég held að því miður sé hún allt of innvikluð í atburði síðustu mánaða tiol að geta verið áfram í forystu flokksins. Ég tel því að það væri mjög skynsamlegt að kjósa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem varaformann. Hún hefur sýnt í sínum störfum að þar fer mikill leiðtogi. Henni hefur tekist að skapa allt annað andrúmsloft í borgarstjórn en verið hefur síðustu ár.

Það er líka mjög gott að varaformaður flokksins komi úr hópi sveitarstjórnarmanna, með því móti myndi Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á mikilvægi sveitarstjórnarmála.

Með Bjarna og Hönnu Birnu í forystu ásamt því að upplýsa þjóðina um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna að nýju og réttlátara samfélagi er ég sannfærður um að við náum góðum árangri í kosningum í vor.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Hreppsstjóri góður !

Spillingin héldi áfram; að grassera, þókt svo Bjarni og þau Hanna Birna tækju við forráðum ykkar. Bæði; ekki þó eldri að árum, komin á kaf, í mafíu starfsemi flokks ræksnis þess, hvern þú hefir ei enn árætt, að sverja þig frá, Hreppsstjóri góður.

Sjálfstæðisflokkurinn er; svona viðlíka eiturkýli, í okkar samfélagi, og Hamas samtökin eru; meðal Flistea (Palestínumanna), Sigurður minn.

Svo eitt dæmi; ótalmargra, sé tekið. 

Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandarsóknum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Veðja á Kristján þór, þar fer góður maður.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þó mér sé afar hlýtt til nafna míns tel ég einsýnt, að kjósendur séu að leita að öðrum formanni en fyrrum formanns stjórnar N1.

ÞAð fyrirtæki varð til við mjög svo skuldsetta yfirtöku, að því sem skrafað er um í business hringunum.

Því er hann ekki heppilegur foringi.

Illugi Gunnars er drengur góður en var í forsvari fyri einn sjóð Glitnis.

Gulli er duglegur og gegn drengur

Hanna Birna hefur sýnt af  sér afar mikla stjórnvisku og komið me´r skemmtilega á óvart.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.1.2009 kl. 15:04

4 identicon

tek fram að ég styð ekki vinstri græna.  en ég er uggandi hvað varðar að landinu er núna stjórnað á þessum erfiðu tímum af tveimur leiðtogum sem eru alvarlega veikir væntanlega.  eru þessir flokkar með svo lélegt lið á þingi, að enginn geti að svo stöddu bakkað upp stöðu formanns í þessum tveimur flokkum ??  ég er reyndar farinn að gruna að þingheimur sé þétt setinn af meðalhæfu fólki. því miður.   þarna þurfum við að sjá rjómann en ekki miðlunga ! og ég held að nú þurfi sjálfstæðisflokkurinn að velja sér formann sem er nálægt fólkinu og þá persónu sé ég ekki í hvorki þorgerði né bjarna ben.  kannski í kristjáni.  okkur vantar ekki yfirborðskennda kandidata né hrokafulla. 

framkvæmdarstjórinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband