Nú reynir á Hörð Torfason,Sturlu og Bubba Mortens.

Erlendir fjölmiðlar fjalla nú í gríð og erg um að Ólafur Ragnar forseti valdi Íslendingum sífellt meiri vandræðum með yfirlýsingum sínum. Er Vinstri stjórnin virkilega ánægð með að forsetinn skuli taka að sér pólitíska hlutverkið fyrir hennar hönd. Ólafur Ragnar telur sig eflaust eiga svo mikið í Vinstri stjórninni að hann geti leyft sér að tala fyrir hennar hönd.

Flestir hljóta nú að viðurkenna að það er mjög óæskilegt að forsetinn sé með þessar yfirlýsingar.

Nú er spurningin hvað gera mótmælaforkólfarnir í þessu. Munu Hörður Torfason,Surla og Bubbi Mortens fara til Bessastaða og taka sér þar mótmælastöðu. Þessir ágætu menn hljóta að vera samkvæmir sjálfum sér og mótmæla alls staðar þar sem þeir telja að einstaklingar séu að skemma fyrir þjóðinni. Eða hvað?


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búin að heyra svo marga segja að nú ættu mótmælendur að fara á Bessastaði og mótmæla forsetanum. Hvernig væri að þú myndir nú bara fara á Bessastaði og mótmæla, það myndi stór hópur fólks vera til í að fara með þér, í stað þess að segja að aðrir þyrftu nú að fara að mótmæla herra Ólafi forseta:)

Bestu kveðjur Helena

Helena (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:21

2 identicon

Lestu aftur það sem hann sagði Helena. 

EE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:52

3 identicon

Ég biðst afökunnar á fljótfærni minni.

Helena (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:59

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er alveg rétt að ég hef ekki tekið þátt í mótmælunum á Austurvelli eða við Seðlabankann. Eins og ég hef skrifað gat ég vel skilið að fólk mótmælti á Austurvelli,en lýsti jafnframt yfir vanþóknun minni á skrílslátum og skemmdarverkum.

Það sem ég er aðbenda á að þeir sem skipuleggja og standa fyrir mótmælum hljóta að láta það sama ganga yfir alla. Fyrst þeir hafa þá skoðun að Davíð eigi að fara,þar sem þeir telja hann hafa skaðað landið er fullkomlega hægt að ætlast til þess að þeir láti það sama í ljós við Ólafs Ragnar. Annars getur engin tekið mark á Herði Torfasyni,Sturlu og Bubba Mortens.

Sigurður Jónsson, 11.2.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Mér finnst það vera komið út í skrílslæti þegar hópur tekur sig til og grýtir steinhellum í lögregluna og annað í þeim dúr. Sem betur fer var hér um lítinn hóp að ræða.

Sigurður Jónsson, 11.2.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Landfari

Ágúst, skrílslæti eru það þegar tiltölulega fámennur hópur reynir að eyðileggja fjöldamótmæli, eins og búsáhaldabyltingin var, með ofbeldisfullum uppákomum, árásum á heiðvirða borgara og eyðleggingu á eigum almennings.

Það munaði ekki miklu að þessum fámenna hópi tækist að fá fjöldan til að snúa baki við mótmælunum því það vildi ekki leggja nafn sitt við þau ef þetta fylgdi með. Hugsanlega hefði það tekist ef nokkrir mótmælendanna hefðu ekki sýnt þá hugdirfsku að sýna í verki að mótmælin ættu ekki að beinast að opinberum starfsmönnum við vinnu sína.

Landfari, 11.2.2009 kl. 21:31

7 identicon

Ég vil að Ólafur Ragnar fari með Davíð Oddssyni.Og aldrei aftur kjósa fyrrverandi þingmenn í störf Forseta Íslands og í seðlabankann.Það passar ekki.

Ég vil bara geta kosið menn.Það er jafn mikið af góðu fóki og slæmu í öllum flokkum.Týnum bara ruslið úr.

HH (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband