Eitt mál á 30 dögum.Hvað verða þau mörg á 10 dögum?

Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. hefur til þessa aðeins tekist ð afgreiða eitt mál á 30 dögum.Það eru lögin um brottrekstur Davíðs úr Seðlabankanum.Allt annað var sett á bið á meðan.Framsóknarmenn ókyrrast og segja Vinstri stjórnina vera að gera allt annað en það sem þarf að gera.

Vinstri grænir og margir Samfylkingarmenn fóru ekki neitt dult með andúð sína á fyrri ríkisstjórn og sögðu þá að það þyldi enga bið að koma almenningi og fyrirtækjum til hjálpar.

Ekkert hefur enn gerst.

Eina sem heyrist eru afskriftir uppá milljarða og aftur milljarða hjá gömlu bönkunum.

Vonandi tekst Alþingi að afgreiða einhver mál sem koma að gagni fyrir heimilin og fyrirtækin á þeim 10 starfsdfögum sem eftir eru hjá Alþingi. Samkvæmt skilgreiningu Framsóknarflokksins á stuðningi við minnihlutastjórnina var það gert í trausti þess að hún nýtti 80 dagana til að vinna að helstu málum til stuðnings heimilum og atvinnulífinu. Framtíðarverkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar, sem mynduð verður eftir kosningarnar 25.apríl n.k.


mbl.is „Þetta var góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sigurður mér þykir þú heyra illa.  Verið er að flytja frumvarp um 100% endurgreiðslu vsk., verið er að leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun sem BB var ekki búinn með þrátt fyrir 4urra mánaða bið þjóðarinnar eftir því.  Verið er að gefa  út heimildir til að aflétta bankaleynd. Verið er að leggja fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir að fé verði flutt ,,skattfrjálst á kostnað þjóðarinnar" til skattaparadís o.fl. og fl. - þá frumvarp um stjórnlagaþing.

 Kannski hafði heyrn þín eitthvað að gera með starfslok þín sem sveitarstjóri í uppsveitum Árnessýslu.

Ég myndi ekki láta slík orð frá mér fara ef ég væri þú

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 4.3.2009 kl. 01:39

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það ekki staðreynd að aðeins eitt mál er komið í gegn hjá Vinstri stjórninni?

Eingöngu brottrekstrarlög Davíðs.Ég sagðist vona að Alþingi tækist að nýta vel þá daga sem eftir eru til að hægt væri að ljúka sem flestum málu. Aðallega var ég að gera að umræðuefni óánægju Framsóknarflokksins með Vinstri stjórnina.

Það var nú lítið mál hjá Vinstri grænum að afgreiða málin eins og skot þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Reynslan er nú önnur af stjórnvisku Vinstri grænna.

Þeir sem gagnrýndu harðast verða að þola gagnrýni.

Sigurður Jónsson, 4.3.2009 kl. 10:48

3 identicon

Er það ekki staðreynd að Sjálfstæðisflokkur hefur lagt allt kapp á að tefja Seðlabankamálið í þingi eins og þeir gátu með slagorðum eins og nornaveiðar. Það er alveg ljóst að þeir ætla sér ekki að greiða fyrir neinu þjóðinni í hag bara svo þeir geti sagt að núverandi stjórn hafi ekki komið neinu í gegn af því sem hún ætlaði að gera. Þessi flokkur hugsar ekki um neitt nema sig og sína.

 Dragbítur í stjórn og dragbítur í stjórnarandstöðu.

Guðrún Elín Arnardóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband