Framsóknarflokkurinn ber ábyrgðina á Vinstri stjórninni.

Fleiri og fleiri eru að verða meira og meira undrandi á vinnubrögðum Framsóknarflokksins og þá sérstaklega nýja formannsins. Það var Framsóknarflokkurinn sem átti frumkvæðið að því að koma 80 daga Vinstri stjórninni á koppinn. Framsóknarflokkurinn getur því fyrst og fremst kennt sjálfum sér hvernig komið er.

Auðvitað hlýtur það að vera nöturlegt fyrir Sigmund Davíð að vakna upp við það nú að það er ekkert hlustað á Framsóknarflokkinn. Aðalatriðið hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum var að komast í ríkisstjórn. Eftir að F ramsóknarflokkurinn hafði tryggt það hafa þeir ekki lengur áhyggjur af því hvað framsókn er að baula.Þeir vita sem er að þótt Fram,sóknarmenn segi nú að þolinmæðin sé þrotin munu þeir ekkert gera til að fella stjórnina.

Það hlýtur að vera vandræðalegt fyrir Sigmund davíð Guðfaðir Vinstri stjórnarinnar að sjá og heyra Jóhönnu forsætisráðherra gera grín að tillögum Framsóknarmanna til lausnar á efnhagsvanda margra heimila.

Það sem er þó furðulegast af öllu er að Sigmundur Davíð,formaður,á sér þann draum heitastan að komast í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Vinstri grænum.

Framsóknarflokkurinn hefur misst þolinmæðina gagnvart Vinstri stjórninni. Sigmundur Davíð kallar Samfylkinguna loftbóluflokk. Samt sem áður er það hans heitasta ósk að fá að sitja með þeim við ráðherraborðið.

Það þarf ekki að koma á óvart þótt margir botni hreinlega lítið sem ekkert í vinnubrögðum og yfirlýsingum Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn fær örugglega ekki mikið fylgi í næstu kosningum.


mbl.is Þolinmæði framsóknarmanna þrotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Það er rétt hjá þér, Framsókn hjálpaði þessari ríkisstjórn til valda. En að völdin yrðu alls ekki notuð til að hjálpa þjóðinni útúr vandræðunum grunaði engan.

Það er rétt hjá þér að sitjandi ríkisstjórn er vita gagnslaus.

Jón Finnbogason, 30.3.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigmundur Davíð er búinn að sanna kyrfilega að hann er pólitískur einfeldningur. Svona menn eru fyrst notaðir og síðan er þeim fleygt í ruslatunnuna eins og tómri bjórdós.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband