Ótrúlegt að Obama virðist ekkert hafa heyrt um Davíð Oddsson.

Það er ánægjulegt að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á að koma til Íslands. Obama sagði núna á dögunum að merkilegt væri hvað allir í heiminum væru orðnir nálægt hvor öðrum. Tók hann sem dæmi að vandamálin í efnhagskerfinu í Bandaríkjunum hefði þýtt að bankarnir á Íslandi hafi hrunið.

Auðvitað er nauðsynlegt fyrir Össur og þá í Vinstri stjórninni að fá Obama til Íslands. Auðvitað verður að sýna Obama hinn ægilega fyrrum Seðlabankastjóra Davíð Oddsson.Samkvæmt öllum fræðum Vinstri manna var það hann,sem fyrst og fremst olli efnahagshruninu á Íslandi. Þar byrjaði hrunið og svo féll allur heimurinn í kjölfarið.

Auðvitað verður Össur og félagar að koma Obama í skilning um þetta. Það má ekki láta Obama halda að bankahrunið á Íslandi hafi stafað af einhverju sem gerðist í Bandaríkjunum.

Helst þyrfti Össur að fá Obama til Íslands fyrir kosningar,því annars gætu einhverjir farið að trúa því að allt hrunið á Íslandi væri ekki eingöngu Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum að kenna.

 


mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað vill Obama ekkert af Davíð vita,Obama veit að besti vinur Davíðs Oddssonar er Georg Bush.Ertu hissa.?

Númi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 23:01

2 identicon

Hrunið er regluverki, stöðuveitingum og stefnu Sjálfstæðisflokksins að kenna (og þar á Davíð mikla sök þó hann telji sig Jesú í dag) sem og Framsóknarflokknum. Þetta er staðreynd. En við þurfum ekkert að persónugera þetta og smætta þetta niður á einn aðila (Davíð) það þurfti heilann flokk til þess, og helling af heimskum kjósendum...og voila, það var hrun og almenningur á að borga.

Takk Sjálfstæðisflokkur, vona að aðeins þeir gráðugu og eigingjörnu kjósi þig áfram, ekki heimskingjarnir sem flokkurinn hefur geta treyst á.

Þórður (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, þarna skjátlast þér. Besti vinur Davíðs í Vesturheimi er Bill Clinton. Þeim George Bush er reyndar líka vel til vina.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 03:28

4 Smámynd: corvus corax

...en allt hrunið á Íslandi er einmitt Davíð Oddssyni og sjálfstæðisflokknum að kenna. Ef þessi samkunda þeirra DO og flokksins hefði stjórnað af einhverri skynsemi sl. 18 ár hefðu bankarnir og ríkissjóður verið enn sterkari til að mæta heimskreppunni. En fáránlega barnalegir stjórnunarhættir DO og sjálfstæðisflokksins gerðu aðeins illt verra.

corvus corax, 5.4.2009 kl. 09:53

5 Smámynd: Offari

Nú er þetta skrítið því jafnvel herra Google þekkir Davið.

Offari, 5.4.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband