Að skila auðu þýðir fleiri Vinstri menn á Alþingi. Það er slæm niðurstaða fyrir þjóðina.

Fram kemur í skoðunakönnunum að margir ætla að skila auðu. Sérstaklega á þetta við um stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað felast ákveðin skilaboð í því að mæta á kjörstað og skila auðu. Auð atkvæði þeirra sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn gera ekkert annað en styrkja Vinstri græna og Samfylkinguna. Er það sem Sjálfstæðismenn vilja?

Möguleikar til að láta óánægju sín a í ljós er einnig hægt að gera með því að strika út þau nöfn á framboðslistanum sem við teljum að eigi ekki skilið að fá stuðning.

Ég ætla að nýta mér þann rétt á kjörstað og vona að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins nýti sér frekar þann möguleika heldur en skila auðu.

í síðustu kosningum sýndi það sig að útstrikanir geta haft áhrif.

Fyrir alla muni Sjálfstæðismenn. það er óþarfi að gera Vinstri fokkana enn sterkari heldur en þeir eru nú þegar.


mbl.is Margir ætla að skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sjálfstæðismenn hafa val um það að fá öfgafulla vinstri stjórn með VG og Samfylkingu eða hófsama miðjustjórn t.d. Samfylkingu, Framsókn og Borgarahreyfinguna.    Ef þeir vilja þjóðinni vel eiga þeir að taka þátt og lágmarka skaðann af hruninu með því að velja öfgalaus stjórnmál.  XD- og autt atkvæði er atkvæði kastað á glæ.

G. Valdimar Valdemarsson, 22.4.2009 kl. 13:03

2 identicon

Listinn í Suðurkjördæmi er fínn og enginn þar sem þarf að strika út.

En Valhöll og framganga fólks þar er fyrir neðan allar hellur og skemmir fyrir góðu starfi í öðrum kjördæmum.

Þess vegna skila ég auðu.

Guðni Valtýsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þeir kjósendur sem hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn og geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, verða að styðja Framsókn til að tryggja að hér verði miðjustjórn eftir kosningar.

Þar sem ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á leiðinni í ríkisstjórn ættu allir Sjálfstæðismenn í raun að gera það einnig.

XB

Gestur Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband