Ætla Framsóknarmenn áfram að bjarga Vinstri stjórninni ?

Eygló Harðardóttir Framsóknarþingmaður kallar  samkomulag Vinstri grænna og Samfylkingar um að vera ósammála í ESB málinu óskaplega aumingjalegt. Auðvitað vekur það athygli að VG og Samfylking vísi málinu til afgreiðslu Alþingis. Samt sem áður þarf það ekki að koma á óvart þar sem himin og haf var á milli afstöðu flokkanna til ESB. Margir munu örugglega taka undir það með Eygló að það er óskaplega aumingjalegt að m ynda ríkisstjórn og geta ekki komið sér saman um stærsta mál þjóðarinnar eins og Samfylkingin orðar það.

En hvað með Framsóknarmenn. Hvað gera þeir í stöðunni. Væntanlega er Samfylkingin að stóla á að Framsóknarþingmenn samþykki að taka upp aðildaviðræður. Framsókn bvoðaði það. Ætla Framsóknarmenn að sjá til þess að Samfylkingin komi ESB málinu í gegn á Alþingi. Ætla Framsóknarmenn að treysta Samfylkingunni til að hafa forystu í samningaviðræðum við ESB.?

Fróðlegt verður að fylgjast með Eygló og öðrum Framsóknarmönnum.

Framsóknarmenn héldu Vinstri stjórninni lifandi þótt þeir segðust vera á móti henni. Einhverjir myndu nú kalla það aumingjalegt.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að forysta Framsóknarflokksins hafi látið undan þrýstingi Ólafs Ragnars,forseta, og varið Vinstri stjórnina falli. Einhverjir myndu nú kalla það aumingjalegt.

Nú er spurning hvað forystan gerir ef Ólafur Ragnar,forseti,fer fram á að Framsóknarflokkurinn samþykki aðildaviðræður við ESB til að bjarga Vinstri stjórninni.

Vonandi fá Framsóknarmenn ekki fyrirsögnina Óskaplega aumingjalegt eftir að hafa bjargað Vinstri stjórninni úr öngstrætinu.

Kjósendur í Suðurkjördæmi munu örugglega fylgjast með framgöngu Eyglóar og  Framsóknarmanna.

Hvað verður um stóru orðin hjá Atla Gíslasyni?

 

 


mbl.is „Óskaplega aumingjalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Auðvitað mun Framsókn koma Sandfylkingu til bjargar, því þeir hlusta með andakt á heiðurs formann sinn Ólaf Grímsson og lúta honum í einu og öllu, það kom greinilega í ljós í vetur er Frammararnir æ ofan í æ fóru gegn eigin sannfæringu og samvisku til þess eins að heiðurs formaðurinn fengi sínu framgengt, það mátti ekki falla blettur á flibba hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það getur ekki verið lýðræðislegra en að láta Alþingi greiða atkvæði um aðildarviðræður.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Sjálfstæðismönnum á Þingi hvort þeir sem hafa verið hlynntir ESB ætli nú allt í einu að vera á móti bara til að vera á móti.kv

þorvaldur Hermannsson, 5.5.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband