Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar í skjóli Ögmundar. Finnst Samfylkingunni eftirsóknarfert að setjast í fang Gordons Brown.

Það er eins og Ögmundur og félagar hans í Vinstri grænum átti sig ekki á því að þeir eru í ríkisstjórn. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn starfar nú í samráði með ríkisstjórninni og það eru Vinstri grænir sem sitja og standa eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þeim. Það er alveg sama hvað Ögmundur hrópar hátt að sjóðurinn sé heimslögregla Kapitalismans þá breytir það ekki þeirri staðreynd að Ögmundur og aðrir í Vinstri grænum hafa kokgleypt fyrri yfirlýsingar um sjóðinn. Vinstri grænir ætluðu að skila láninu til baka og fá lánsfé frá Norðmönnum. Það eina sem við fengum frá Norðmönnum var lausamaðurinn sem fór í Seðlabankann.

Vinstri grænir geta ekki lengur bölsótast svona út í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ögmundur,Steingrímur J. og aðrir Vinstri grænir sitja og standa eins og sjóðurinn vill.

Auðvitað hneykslast allir á ómerkilegum ummælum Gordons Brown og hvernig hann segist ætla að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kreysta úr Íslendingum eins mikið og hægt er.

Ætli forystu Samfylkingarinnar líði nú ekki aldeilis vel að hafa það helst á stefnuskrá sinni að fá að sitja í fangi Gordons Brown með ESB merkið í barminum.

Hafa menn virkilega trú á því að okkur verði betur borgið undir stjórn ESB,Gordons Brown og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þó að Jóhanna og Steingrímur J. fái að bera ráðherratitla sína um stundar sakir.


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi orð Ögmundar eru umhugsunarefni. Ef við setjum sama-sem-merki á milli Engil-saxneska fjármálheimsins og heims-kapítalismans þá er þetta líklega rétt.

Eins og Ögmundur hefur oft réttilega bent á, er ferill AGS litaður afskiptasemi í þágu Bretlands og Bandaríkjanna. Fyrir Gordon Bulldog Brown eru þetta engar fréttir og þess vegna datt óvart út úr honum, að verið væri að kreista Íslendinga.

Þessi foringi Bretsku Samfylkingarinnar er líklega mesta skítseiði sögunnar og þjóðin bíður eftir að foringi Íslendsku Samfylkingarinnar skýri frá sínu viðhorfi til ummælanna.

Hvar er Jóhanna ? Getur verið að hún hafi farið burt eins og ég hef verið að óska eftir síðustu daga ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.5.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Axel Oddsson

Þetta er kannski kjarnin í því sem við erum einmit að upplifa núna það er þversögn í nánast öllu sem þessi svokallaða ríkistjórn er að gera hún segir eitt en gerir svo allveg þveröfugt við það ,ég held að fólk sé farið  að sjá að þeim sé ekki treystandi fyrir þessu verkefni sem er framundan,allar yfirlýsingar sem sem Jóhanna gaf fyrir kostningar er bara froða og var bara gert til að ýta undir óanægju fólks þá hún hefur sýnt að hún hefur enga burði til að gera neytt hún var áður búinn að lofa og lofa sem hún stóð alldrei við. hvað vinstri Græna varðar þá gaf Steingrímur þá yfirlýsingu að það væri búið að vinna mikið í málafnum bænda og undirstöðuatvinnuvegunum ,það eina sem við höfum fengið frá þessari ríkistjórn er að hún er að reyna að fá okkur bændur til að taka á okkur  verulega raunlækkun á launum okkar meða ekkert er gert fyrir þá sem eru stórskuldugir vegna þess hvernig bankarnir léku sér með fjármuni þjóðarinnar

Út með Breskasendiherran og heim með okkar og ekkert að borga meira en alþjóða lög hveða á um allt þetta þvaður um að við verðum útskúfuð úr alþjóðasamfélagi fyrir það er bara hræðsluáróður það verður frekar litið upp til okkar fyrir að standa á rétti okkar við getum varla sokkið dýpra í áliti alþjóðasamfélaginu en nú er.  

Axel Oddsson, 9.5.2009 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband