Ánægjulegt að sjá hversu jákvæðir hlutir eru að gerast í Eyjum.Vinstri stjórnin má ekki drepa fiskvinnsluna.

Það er ánægjulegt að sjá að nú styttist óðum í verulegar samgöngubætur til Vestmannaeyja. Það á eftir að skipta miklu máli fyrir Eyjamenn að fá þessa samgöngubót.Ég tel einnig að ríkisvaldið verði að sjá til þess að nýtt og hentugra skip en núverandi Herjólfur er komi sem fyrst í siglingar milli lands og Eyja.

Það er gaman að sjá að mitt í öllu krepputalinu eru hlutirnar að blómstra í Vestmannaeyjum.Næg atvinna er,fólki fjölgar og bæjarsjóður sýnir mjög hagstæða útkomu. Á síðustu misserum hefur því bjartsýni aukist mjög í Eyjum og jákvæð framtíð virðist blasa við sveitarfélaginu.

En,þá þarf endilega að birtast Vinstri stjórn sem hefur það markmið að kollvarpa öllum sjávarútveginum með svokallaðri fyrningaleið sinni.

Sú stefna er þegar farin að hafa neikvæð áhrif. Ég hef skrifað um það að auðvitað má breyta ýmsu í kvótastefnunni9 t.d. hvað varðar framsal á kvótanum,en það er mjög alvarlegt ætli stjórnvöld að ráðast á sjávarútveginn á þann hátt sem boðað er. Vestmannaeyingar hafa sýnt fulla samstöðu og mótmælt fyrirhuguðum aðgerðum Vinstri stjórnarinnar.

Vonandi verður fallið frá þessum áformum,þannig að framtíð Eyjamanna haldi áfram að vera glæsileg.


mbl.is Fyrsta hlassið í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt að kvótagreifar skuli vera búnir að fá almenna borgara til að verja fyrir sig ósóman. Binni Kristgeirsson úr Eyjum segir að það séu ekki nema 12 eða 13 krónur eftir af hverju þorskkílói þegar búið sé að borga af lánum og fleira. Og hann ber sig aumlega. Hvernig getur sami maður ætlast til þess að aðrir geri út og leigji af honum kvóta fyrir 175 krónur kílóið? Þetta er bara hræsni og ekkert annað. Ef þessir menn eru búnir að skuldsetja fyrirtæki sín upp í rjáfur, þá er það ekki okkur sem erum á móti kvótakerfinu, að kenna. Það að almennur borgari þessa lands skuli styðja slíkt óréttlæti sem þetta kerfi er, fær mig til að efast um heiðarleika fólks. En verði þér og þínum félögum í Sjálfstæðisflokknum, þessum óheiðarlegasta og spilltsta flokki Íslands að góðu.

Valsól (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:06

2 identicon

Krítið með ykkur sem verjið svona óheiðaarleika, ykkur Sjálfstæðismenn, þið eruð þeir einu sem þurfið að ritskoða athugasemdir. Það eina sem mér dettur í hug þegar menn gera svoleiðis, er að menn séu með svo lélegan málstað, að þeir óttast að réttmæt gagnrýni komist fyrir augu almennings og ekki kæmi mér á óvart þó þú birtir ekki mínar athugasemdir, þær gætu nefnilega skaðað málstaðinn. Ef allir hugsuðu svoleiðis og gerðu aldrei málamiðlanir og leyfðu aldrei neina réttmæta gagnrýni, þá færi illa fyrir þjóðfélaginu.

Valsól (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:12

3 identicon

Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að mér finnst afskaplega þægilegt þegar ég þarf að fara upp á meginlandið að fara með Herjólfi, horfa á tvær bíómyndir eða spjalla vel og lengi við fólkið mitt og keyra síðan í bæinn á ca. hálftíma.  Ég er t.d. ekki alltof hrifinn af tveggja klukkustunda keyrslu aðra leið, svo að ég tali nú ekki um þegar mesta skammdegið verður. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband