Vinstri kveðja til heimilanna.Skattahækkanir og hækkun lána. Ætli kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna fagni á Austurvelli?

Þeir hljóta að vera þó nokkrir sem hafa hugsað í kvöld þegar fréttir bárust af aðgerðum Vinstri stjórnarinnar, var ég virkilega að kjósa svona stjórn. ?? Hvernig í óskupunum getur fólki dottið í hug að grípa til svona aðgerða? Hvað vit er í því að hækka skatta á neysluvörum sem hækka vísitöluna,sem aftur hækka lánin. Þá verður ekki hægt að lækka vexti og hringekjan heldur áfram.

Þeir sem á sínum tíma heimntuðu aðgerðir til bjargar heimilum reiknuðu þeir með að aðgerðir stjórnvalda hækkuðu greiðslubyrði lána um 8 milljarða? Var það virkilefga þetta sem þjóðin þarfnaðist til að vinna á vandanum?

Það er alveg hreint með ólíkindum að Vinstri menn skulu flokka einkabílinn sem einhvern lúxus og auka skattlagningu á bifreiðaeigendur.

Fleiri og fleiri eru að vakna upp við það að Vinstri stjórnin í landinu mun leggja allt í rúst á örfáuum mánuðum með sama áframhaldi.

Nú er spurning hvort stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna efna til fagnaðarfundar á Austurvelli til að hylla Jóhönnu og Steingrím J. ??


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru það ekki þínir menn sem hækkuðu áfengi og tóbak í desember? Þeir hefðu gert það sama ef þeir hefðu verið við stjórn í dag vertu viss.

Ína (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:58

2 identicon

Af hverju skyldu þeir hækka skatta og gjöld? Gæti það verið afleiðing af óreiðustjórn sjálfstæðismanna síðustu árin? Stundum er gott að muna bara það besta er það ekki?

Sveinn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:59

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég velti nú hvernig aðrir hefðu tekið á málunum? Hvað hefðir þú gert?

Gísli Foster Hjartarson, 29.5.2009 kl. 08:15

4 identicon

Óttaleg framsetning er þetta, lánin hækka um 8 milljarða á mörgum árum og það er borið saman við tekjur ríkissjóðs á einu ári. Hvernig væri að fara rétt með!!

Herjan (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:27

5 Smámynd: Dante

Ekki vantar það að það skuli finnast einhverjir sem verja þessa þvælu.

Ég vil benda Herjunni á að þessi vísitöluhækkun, sem þessi skattahækkun veldur, mun koma strax í ljós á lánunum okkar. Afborganirnar munu hækka.

Skaldborg um heimilin, my ass.

Það er slegið skjaldborg um lánastofnanirnar. Restin af íslensku þjóðinni, sem enn er hér á landi, skal fá að borga endurreisn bankakerfisins að fullu.

Það er hægt að auka tekjur ríkissjóðs á margan annan hátt heldur en að kafa í galtóma vasa almennings. T.d. með því að gera eitthvað fyrir atvinnulíf landsins og koma því af stað. Margfeldis áhrifin af því munu skila sér tífalt á við þessa þvælu. En því miður þá er aðgerða- og úrræðaleysið er algjört hjá þessari stjórn sem komst til valda á fölskum forsemdum.

Dante, 29.5.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

hafa menn virkilega trú á því að skattpíning bjargi þjóðinni útúr vandanum? Er það einhver lausn að setja þau fyrirtæki sem enn lifa á hausinn? Er það einhver lausn að koma serm flestum gheimilum á hausinn?  Er það einhver lausn að hafa skatta þannig að fólk dragi hreinlega úr vinnu eða reyni að komast í svarta vinnu?

Væri nú ekki mun nær að koma atviinnulífinu í gang,endurfjármagna bankana þannig að þeir gætu sinnt sínu hlutverki,lækkað vexti og finna leiðir til að komast útúr verðtryggingunni á lánum.

Þær aðgerðir munu skapa ríkissjóði tekjur.

Sigurður Jónsson, 29.5.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband