Bitnar illa á barnafólki og landsbyggðinni. Ótrúleg árás Vinstri stjórnarinnar.

Það er fáránlegt að ætla enn einu sinni að ráðast á bifreiðaeigendur til að auka tekjur ríkissjóðs.Ég héltb að Vinstri stjórnin ætlaði sér að verja hagsmuni heimilanna og sérílagi barnafólks. Nú er það svo að barnafólk getur ekki verið án fjölskyldubíls. Það þarf að koma börnum á leikskóla,í grunnskólann og svo þarf að aka á vinnustaðinn. Þótt almenningssamgöngur séu ágætar eru aðstæður þannig á okkar ágæta landi að við verðum að geta notað einkabílinn.Þessi árás á bifreiðaeigendur botnar því harkalega á barnafólki.

Á landsbyggðinni verður fólk að geta stólað á einkabílinn. Margir þurfa að aka nokkuð marga kílómetra til að komast á sinn vinnustað. Margir á landsbyggðinni verða að aka þó nokkra kílómetra til að sækja þjónustu eins og t.d. að verla nauðsynjavörur. Þessi árás Vinstri stjórnarinnar mun því bitna harkalega á landsbyggðarfólki.

Í kjölfar þessarar hækkunar Vinstri stjórnarinnar á eldsneyti mun svo verðskrá almenningsfarartækja hækka. Flugfélögin verða að hækka sín fargjöld o.s.frv.

Flestir í atvinnurekstri þurfa einnig að nota bifreiðar þannig að reksturskostnaður fyrirtækja mun einnig aukast verulega við árás Vinstri stjórnarinnar á bifreiðar.

Flutningafyrirtæki þurfa að hækka sína þjónustu, þannig að ækkunin fer út í verðlagið.

Það hefði nú verið nær að gera rástafinir til að kojma atvinnulífinu í gang og bönkunum. Á þann myndu skapast auknar tekjur fyrir ríkissjóð.

Það var mikil ógæfa fyrir þjóðina að fá Vinstri stjórn.

 

 


mbl.is Bensínlítrinn í 181 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er spurn hvernig í ósköpunum geta olíufélögin alltaf hækkað gamlar birgðir af eldsneyti enn ekki lækkað þær þegar lækkanir koma???

Día (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:52

2 identicon

Merkilegt alveg hreint. Slæmt að fá vinstri stjórn ? Það er einfaldlega verið að taka til eftir hægri stjórn síðustu ára. Þetta verður erfitt og það er engum öðrum að kenna nema X-D mönnum. 

Var ekki frekar ógæfa að það var hægri stjórn síðustu ára ??

þm (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Betur að íhaldið hefði haft hugsun á þessu meðan þeir sátu við spilaborðið.

Þitt yfirklór er hálf aumkunarvert Sigurður, sem ert búinn að ala spilafíkla við brjóst þér frá því þú fórst að starfa fyrir þennan auma flokk.

Þórbergur Torfason, 29.5.2009 kl. 14:35

4 identicon

Hjartanlega sammála þér Sigurður, bý nú þannig sjálfur að þurfa að aka töluverða vegalengd bæði upp á vinnu og til að sækja mér þjónustu. Og kemur þessi hækkun því mjög illa við mig og mína.

Hrafn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:49

5 identicon

Hvernig   vilt þú afla  fjár, Sigurður,  til að mæta  afleiðingunum af hruninu sem á  meginrætur í langri  stjórnartíð  þíns flokks og  Framsóknar

Eiður (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:01

6 identicon

Alveg sammála.. Þetta er rugl og bara fáránlegt, alltaf er hægt að hækka bensínið útaf engu bara af því að þeim dettur það í hug!!! Það verða bara allir að fara að leggja bílunum sýnum ef þetta heldur svona áfram... Ekki hækka launin okkar á móti svo við getum staðið undir öllum þessum hækkunum og rugli, neiii! Það eru ekki allir jafn vel stæðir og þetta blessaða pakk sem hugsar bara um að þau geti samt áfram lifað þó svo að þetta hækki, hvað með okkur sem áttum erfitt með að lifa mánuðinn áður en allt hækkaði og við fáum ekki einu sinni hærri laun á móti eða neitt!!! FÁRÁNLEGT...

Vilborg Hrefna (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:16

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Merkilegt hvað fólk reynir alltaf að réttlæta það sem slæmt er með því að benda á e-n annan! Er e-r í alvörunni að halda að þetta sé lausnin? Á endanum skilar þetta litlu sem engu í kassann þar sem fólk kaupir minna, lánin hækka, fólk hefur minna á milli handann og kaupir svo ennþá minna. Þetta er ein alversta hugmynd sem að hægt er að koma með!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.5.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband