Hefði verið betra að hlusta meira á Davíð Oddsson?

Bók Guðna Th.Jóhannessonar um hrunið á örugglega eftir að vekja mikla athygli. Forvitnilegt var að heyra um hans úttekt í Kastljósinu og það sem fram kemur á vef mbl.

Það er t.d. athyglisvert að heyra núna að Geir Haarde hafi verið tilbúinn að hlusta á rök Davíðs fyrir nauðsyn á myndun þjóðstjórnar. Ingibjörg Sólrún,þáverandi formaður Samfylkingarinnar hafi aftur á móti lagst gegn því og alls ekki viljað taka Vinstri græna inní stjórnina. Allir vita svo framhaldið. Það hefði nú væntanlega verið heppilegra fyrir þjóðfélagið að allir hefðu á þeim tíma slíðrað sverðin og myndað þjóðstjórn og unnið að lausn mála,heldur en skapa það ástand sem nú ríkir.Kannski hefði nú verið betra að hlusta á Davíð.

Davíð var mjög á móti því að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að stjórna okkar málum.Samfylkingin lagði ofuráherslu á að fá sjóðinn hingað. Maður skilur það núna betur þegar upplýst er hversu mikla áherslu Gordon Brown lagði á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tæki við stjórninni hjá okkur. Auðvitað vildi Samfylkingin ekki styggja Breta. Það gæti skemmt fyrir okkur gagnvart ESB.

Hefði nú ekki verið skynsamlegra að hlusta á varnaðarorð Davíðs gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Annars er það n.k. fimmtudagur sem sker úr um það hvort það erum við sem ráðum eða AGS. Seðlabankinn gaf það út við vaxtaákvörðun í maí að næst þ.e. í byrjun júní yrði stigið stórt skref til vaxtalækkunar. Verði það gert mun það skipta alveg gífurlega miklu máli fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu.

Miðað við fyrri yfirlýsingar Steingríms J.formanns Vinstri grænna hlýtur hann að hafa látið AGS heyra það almennilega. Það getur ekki verið að Steingrímur J. sætti sig við að AGS ráði öllu hér,eða hvað?

Það verður spennandi á fimmtudaginn að heyra hvað Seðlabankinn gerir í vaxtamálum (eða AGS).

 


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Sigurður,enda vanta bara Davíð Oddson aftur í ríkisstjórn,hann einn getur bjargað okkur,ekki spurning,hann er klókur,fær,heiðalegur,með mikla reynslu,og mjög gott vit,takk fyrir. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 3.6.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ekki vil ég "hagstjórn" maffíuforingjans...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.6.2009 kl. 00:55

3 identicon

Í stuttu máli er svo mikil skítalykt af stefnu Samfylkingarinnar að fullhraust fólk (eins og ég) langar að gubba þegar Samfylkingarráðherrarnir birtast á skjánum hressir á svipinn, tilkynnandi að þeir vilji binda endi á fullveldi og þannig efnahagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar :(

Samfylkingin er skemmdarverkaflokkur - þar sem kellingar af báðum kynjum ráða ferðinni :(

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 05:08

4 identicon

Í stuttu máli er skítalykt af stefnu Samfylkingarinnar.  Að vilja afsala fullveldi íslendinga og efnahagslegt sjálfstæði frá Íslandi, fær mig til að vilja gubba (grínlaust).  ESB-aðild verður aldrei samþykkt, til þess eru landsmenn of skynsamir upp til hópa, þótt feministasossaflokkurinn sé á einhverri annarri plánetu.

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 05:18

5 identicon

Góð grein Sigurður. Það að Jóhanna Sigurðardóttir sé forsætisráðherra sýnir einfaldlega í hverskonar krísu Samfylkingin er og Össur brandarkarl utanríkisráðherra. Meira að segja Darling of Brown geta glaðst yfir slíkri fyrringu þó þeir séu með allt niðrum sig. Svo koma steingervingar einsog Steingrímur og Ögmundur sem aldrei hafa gert neitt nema að mótmæla. Hvernig dettur heilvita fólki að þessir einstaklingar og bolsýnisfólk eigi eftir að koma landinu,fyritækjum og heimillum á flot á nýjan leik. Nú þarf kjarkmikið,úrræðagott og framsýnt fólk til að plægja akurinn og sá fræum.

Jonas (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei það hefði ekki verið betra að hlutsa á Davíð Oddson. Það átti að sjálfsögðu að ráða fagmann í stól aðalbankastjóra seðlabankans en ekki afdankaða stjórmámamanninn Davíð Oddson, sem ekkert erindi átti í þetta starf. Það að ráða hann í þetta starf hefur reynst okkur dýrt og á eftir að verða enn dýrara fyrir okkur. Hann á stóran þátt í bankahruninu þó hann eigi reyndar þar meiri sök, sem forsætisráðherra heldur en seðlabankastjóri, þá hafða það líka sitt að segja að hafa hann þar.

Og Jóhannes. Orðin "fær" og "heiðarlegur" eru orð, sem engan vegin eiga við um Davíð Oddson. Sérstaklega ekki orðið "heiðarlegur".

Sigurður M Grétarsson, 3.6.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Erfitt kann að finna jafn hrokafullan mann og Davíð. Hann virðist hafa gleymt því að hann var í opinberri þjónustu en ekki heima hjá sér. Þar má hann haga sér eins og honum sýnist án þess að það sé neinum til meins.

Með ámælisverðri framkomu sinni gerði hann alvarlega stöðu mun erfiðari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.6.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband