Hvers vegna fagna Bretar?

Já,það er eðlilegt að Bretar fagni eftir að hafa geta kúgað okkur til að borga. Fyrir nokkrum mánuð sögðu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Við eigum ekki að láta kúga okkur. Hvað breyttist?
mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mbl.is | 25.06.2007 | 15:20Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''

Í þessari frétt hér fyrir ofan má sjá að Bretar hafa ekki undan að fagna þegar íslenskir stjórnmálamenn eiga í hlut. Hér var sjávarútvegsráðherran fyrrverandi að gera Bretunum það léttara að fá hráefni til að vinna úr á kostnað okkar s.s. með minnkandi gjaldeyristekjur og minni vinnu fyrir fólkið sem býr á Íslandi. Hvenær ætlar fólkið að hafna alfarið fjórflokknum? Ég bara spyr!!!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:42

2 identicon

mbl.is | 25.06.2007 | 15:20Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''

Hér fyrir ofan má lesa  frétt að það er ekkert nýtt að Bretar fagni íslenskum stjórnmálamönnum. Hér má sjá hvernig þeir tryggja það að gjaldeyrisforði okkar Íslendinga verði minni en þörf er á með tilheyrandi vangetu til að greiða skuldir okkar sem skal greiðast með gjaldeyri. Þessi samningur tryggir líka meira atvinnuleysi og minnkandi tekjur ríkissjóðs og sveitafélaga sem  nú eru á barmi gjaldþrots. Það var oft talað um að menntun væri máttur. Hvar er sá máttur? Ég bara spyr!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hér komust ESB sinnar til valda. Það má ekki styggja ESB.

Ellert Júlíusson, 6.6.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Einar H. Björnsson

Starfsemi Landsbankans erlendis var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og geti bankinn ekki staðið við sínar skuldbindingar, falla þær á þjóðina.  Þetta átti fyrri ríkisstjórn aldrei að láta viðgangast - gerði það samt og afleiðingarnar liggja fyrir. 

Þeir sem gangast í ábyrgðir fyrir aðra, eru skuldbinda sig til þess að greiða þær skuldir sem þær væru þeirra eigin.  Svo einfalt er það.  Viljum við gera okkur gildandi í samfélagi þjóðanna, hér eftir sem hingað til, þá verðum við einfaldlega að standa við okkar skuldbiningar.  Það þýðir ekkert að segja: við borgum ekki, við borgum ekki.

Einar H. Björnsson, 6.6.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband