Eiga þeir stóru að sleppa? Fá faldir fjármunir að vera í friði?

Það var mjög athyglisvert að hlusta á Evu Joly,ráðgjafa,í Kastljósinu í kvöld. Hún talaði mjög skýrt að auka þyrfti mannskap,kraft og fjármuni í rannsóknina auk þess að Valtýr ríkissaksóknari þyrfti að víkja vegna vanhæfi.

Eva Joly lagði einnig áherslu á að beina þæyrfti kröftunum að þeim stóru. Það væri eftir miklu að slægjast.

Nú reynir á hvað stjórnvöld virkilega meina með að allt verði að koma upp á borðið og sækja verði þá fjármuni sem liggja faldir eða eru bundnir í eignum.

Þjóðin krefst þess hreinlega að þeir sem bera mestu ábyrgðina á hruninu skili aftur til þjóðarinnar verulegum fjárhæðum. Nóg er það nú samt sem almenningur þarf að bera.

Ég held að stjórnvöld  verði að treysta Evu Joly og fara eftir hennar ráðum þótt það kosti fjármuni. Það mun skila sér. Allavega virðist það alveg ljóst að með fáliðuðu starfsliði og litlu fjármagni mun lítill eða engin árangur nást.


mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Sigurður,þetta viðtal við Evu var mjög athyglisvert.Núna ættirðu að spyrja félagana þína í FLokknum og sérstaklega þá sem tóku þátt í þessum þjófnað hvenær þeir ætla að skila góssinu.Allflestir þessir glæponar eru í þínum FLokki.

Númi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 23:29

2 identicon

Sammála þér. Góður pistill og samt ert þú í FLokknum.

Ína (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:32

3 identicon

Númi er Sigurður í Samfylkingunni spilltasta flokk landsins ásamt Ólafi R, þá hef ég misgilið hans skrif.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:43

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það skiptir engu hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra sem unnu þannig að þeir komu þjóðinni nánast á hausionn.Eflaust eru margir í þeim hópi sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn. En fáir eða nokkrir hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn eins mikið og þetta fólk.Almenningur á enga samleið með þessu fólki,en situr uppi með að þurfa að greiða. Það er ansi hart.

Sigurður Jónsson, 11.6.2009 kl. 10:27

5 identicon

Já. það verður að hlusta á Eva Joly.  Það hefur ekki nokkra þýðingu að vera að spara þarna og rannsaka bara 1/3 af glæpahyskinu og 1/3 af málunum.  Fólkið mun aldrei geta sætt sig við það og þolað það.  Við verðum að vita hvað gerðist, hverjir gerðu hvað, og ná aftur peningum í stórum stíl. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:50

6 identicon

EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:10

7 identicon

Fólk vill faglega og fulla rannsókn á glæpum, Sigurður G., hvað sem fölnuðum laufum líður.

EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband